Tíminn - 20.07.1980, Blaðsíða 15

Tíminn - 20.07.1980, Blaðsíða 15
Sunnudagur 20. júli 1980 23 Þarna er verið aö taka upp músikina vi6 „Sfðasta bœinni dalnum" og það er dr. V. Urbancic sem stjórnar hrjómsveit frá Fél. tsl. Hl jóbf ær aleikara. grósku í íslenskri segir brautryðjandinn Óskar Gíslason ljósmyndari aðallega verið höfundur leiks- ins, ennemendur lögðu auk þess i púkk vio samninguna. Ég sá strax, ab þetta var ágætis glæpakvikmynd og fékk leyfi hjá nemendum og Ævari aö kvikmynda leikinn. — Þetta er áhrifamikil mynd, en gróoi varð ekki að henni". „Ég geng að þessu með oddi og egg i það og þaö skiptiö". óskari hefur hlotnast margvíslegur heiður á ævinni og er m.a. heiðursfélagi I Ljósmyndarafé- lagi tslands. Óskar með tvær i takinu. Beauliau vélina oc Pathé-Baby, sem hann fer mjúkum höndum um. Timamynd Tryggvi ,,Ég er kominn upp á það/allra þakkarverðast/að sitja kyrr á sama stað/ en samt að vera að ferðast". Frumsýning á „Slðasta bænum i dalnum". „Lenti á mér að framkalla þessa stubba" Óskar hafði sem sagt fikraö sig áfram með ýmsar gerðir kvikmynda og árið 1954 kemur „Nýtt hlutverk". „Þaö er fyrsta myndin, þar sem ég tek talið um leið inn & sjálfa filmuna. Aöur hafði maður tekið talið upp á stalþráð og skeytt þvi síðar inn á filmuna, — lfk aðferð og enn er viðhöfð, þar sem allt tal fer yfir- leitt fyrst inn á segulband, — en I „Nýju hlutverki" þurfti ég bara að klippa". Um það leyti sem Oskar var við ljósmyndanám hjá Olafi Magnússyni ljósmyndara þurfti að senda allar filmur út til framköllunar og tók það um mánuð. Oskar varð hins vegar fyrsti maðurinn hér á landi, sem framkallaði filmur sjálfur og segir hann frá aðdraganda þess. „Þegar Saga Borgarættarinnar var tekin hér á landi, kynntist ég kvikmyndagerðarmanninum danska, Larsen. Eg var þá að læra ljósmyndun hjá ólafi Magnússyni, en hann hafði myndstofu slna I Templara- sundi. Þangaðkom Larsen og ta aði við óla um það, hvort hann gæti ekki framkallað prufu til að hægt væri að sjá, hvort lýsingin á filmunni væri rétt. óli var fús til þess og það lenti á mér að framkalla þessa stubba. Larsen kom með hugmyndina að þvi, hvernig ég skyldi fara að. Eftir þetta var ég kominn meö ólækn- andi bakteríu fyrir því aö fara að kvikmynda og framkalla sjálfur. Fyrst var þetta gert við mjög frumstæðar aðstæöur, en siðar fékk ég fullkomnari tæki og framkallaði þá heilu mynd- irnar. Löngu seinna fékk ég smáapparat, sem gekk fyrir mótor. — Þegar ég var viö upp- tökur, notaði ég venjulega kvöldin til þess að framkalla og gát þá tekið upp aftur, ef mér fannst útkoman ekki nógu góð". „Abstrakt á ekki að vera til i kvikmyndum" óskar hefur aldrei farið á neinn kvikmyndaskóla, en árið 1920 fór hann til Kaupmanna- hafnar til þess að fullnema sig I ljósmyndafaginu og var þá við- staddur upptökur hjá „Nordisk film & Co I Valby. Danir voru framarlega I kvikmyndagerð á þessum tima og Oskari fannst hann hafa lært ýmislegt I Valby. Hann leggur þó áherslu á, að kvikmyndagerðarmenn veröi að hafa vissar sérgáfur og skólaganga I sjálfu sér leysi ekki öll vandamál. En hvernig á góð kvikmynd að vera að dómi óskars? „Góð kvikmynd segir sögu og að mlnum dómi á ekki að rjúfa þennan söguþráð. Abstrakt á ekki að vera til i kvikmyndum, en mér list hins vegar vel á abstrakt I múslk og I málaralist. Það er allt annar handleggur". „Konur gætu komið tilbreytingu inn i kvikmyndagerðina" Þaö er athyglisvert að rifja það upp, að þrátt fyrir það mikia brautryðjendastarf, sem Oskar Gislason hefur unnið i sambandi við kvikmyndir, hef- ur hann aldrei hlotið styrki af neinu tagi. Sllkir styrkir þekkt- ust I fyrsta lagi ekki, þegar hann var upp á sitt besta, fengust ekki, þcgar hann sótti um fyrir tveim.þrem árum. „Ég fékk neitun hjá þessum nýmóðins stofnunum, en ég reyni kannski aftur. Mig langar nefnilega til þess að gera kópiur af kvik- myndunum mlnum og fengi Kvikmyndasafnið þá eintak af hverri mynd". Það er ekki auðvelt að fá Osk- ar til þess að tala beinlinis um sjálfan sig og hann er afskap- lega hógvær maöur. Hann sagbi okkur þó, að rólyndi sitt hefbi bjargab sér gegnum ævina. „1 stab þess ab rifast tala ég um efnib. Þannig sjatna málin venjulega. — Fyrir utan kvik- myndir, hef ég mest gaman ab góbum reyfurum og góbum skáldsögum. í gamla daga gerbi ég talsvert ab þvi ab lesa upp kvæbi fyrir mig einan og ég las þá upp meb dálitlum leikara- skap. — Ég er hlynntur jafnrétti og ég hugsa, ab konur gætu komib tilbreytingu inn I kvik-- myndagerbina. — óskar sagðist að lokum eiga svo margar kvik- myndir af krökkunum sinum á 20 ára tlmabili, að hann gæti verið að sýna þær klukkutlmum saman. —FI

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.