Tíminn - 20.07.1980, Blaðsíða 10

Tíminn - 20.07.1980, Blaðsíða 10
10 fuf. í*£* ? t' Sunnudagiir 20.' júíi 1980 „Nýja testamentið, Jón leikrit Jörundar læst í traustum skáp" Ritstjórinn haföi stungið þvi aö mér áöur en ég lagði af stað, að úr þvi ég hyggðist eiga leiö um Ithaca I New York fylki ofanverðu, þá skyldi ég koma viö i Islenska bókasafninu i Cornell háskólanum. Eitt af minum fyrstu verkum eftir aö ég kom á skólasvæðið var þvi aö leita upplýsinga um hvar safniö væri til húsa. Þaö reyndist vera i Olin bókasafn- inu, sem er aöalbókasafn há- skólans. Eftir a6 hafa fengio skrifao upp á heimild til ao heimsækja þrioju hæö byggingarinnar, og komist þarinig fram hjá eftirlitsmönn- um safnsins á leibinni upp, þá blöstu loks vio myndir og boka- titlar sem komu kunnuglega fyrir sjónir. Þaö var ekki um að villast aö á bak viö rammgerðar járngrindur voru stæður fullar af islenskum bókum. Bókavörðurinn kom aövifandi von bráðar, en svo vel vildi til að kona sú sem fyrst varð fyrir i Is- landsdeildinni tók af mér ómak- ið við aö tilkynna hvaðan mig bæri að. Það sparaði báðum að heilsast á allsendis óviðeigandi tungumáli. Mér varð ekki laust viö undrun þegar ávarpið var á svo hreinni Islensku að ekki var um að villast: „Komdu sæll og blessaður. Ég heiti Vilhjálmur Bjarnar." Mér varð á að segja að ekki hefði ég átt von á að hitta fyrir tslending þarna, og fékk það svar um hæl að frá þvi safnið var stofnað i Cornell hafi ís- lendingur ávallt starfað viö það. Þegar viö höfðum komið okkur fyrir á skrifstofu Vilhjálms rakti hann þetta nánar: „Fyrst starfaöi hér Halldór Hermannsson, frá 1905 til 1948. Þá tók Kristján Karlsson við og var hér I nokkur ár — Jú þaö er sá sami og hefur starfað að út- gáfumálum heima að undan- förnu. Hann var siðan leystur af hólmi af Jóhanni S. Hannessyni, sem nú kennir við Hamrahllðar- skólann. Svo kom ég hingað árið 1960, og hef nú veriö hér i tuttugu ár." „Aðaláhugamál Fiske" Vilhjálmur upplýsir aö Will- ard Fiske, stofnandi safnsins, hafi mælt svo fyrir að þeir sem ráðnir yrðu bókaverðir að safn- inu skildu bæði vera innfæddir íslendingar og hafa lokið .menntaskólaprófi á tslandi. Þannig vildi Fiske, sem bóka- safnið er jafnan knnt við, tryggjy aö umsjónarmenn safnsins hefðu innsýn inn i is- lenska menningu, og væru kunnungir þróun i útgáfumálum á tslandi. Við ræðum frekar um stofn- andann Fiske og sögu safns hans: „Willard Fiske fór sem ungur maður til Skandinaviu um 1850, og var þar i tvö ár. Þá mun hann hafa byrjað að safna bókum á Islensku, og einnig á skandi- naviumálum, sem hann siðan hélt áfram til dauðadags," segir Vilhjálmur. „Fiske varð siðar fyrsti há- skólabókavörðurinn hér i Cor- nell eftir stofnun háskólans, árið 1865, og var jafnframt prófessor við skólann i Norður-evrópskum málum. Arið 1887 fluttist Fiske svo til Flórens og hafði safnið með sér. Þar bjó hann allt til dauða dags, árið 1904, en fór á hver ju ári i f erðalög til að kaupa bækur i safnið, og þá aðallega til Skandinaviu." Það er vel kunnugt að Fiske hafði á þessum árum viðdvöl á tslandi og hafði þá meðal ann- ars nokkur afskipti af skákmál- um hér heima, eins og lengi hef- ur verið minnst, en hefur væntanlega nælt I islenskar bækur I leiðinni. „Þessi bókasöfnun var hans aðaláhugamál," heldur Vil- hjálmur áfram. ,,En svo safnaði hann öðrum bókum jafnframt. Til dæmis safnaði hann bókum um og eftir Dante og bókum um retorómönskuna I Sviss. Hann gaf Cornell háskólanum tvö þessara sérhæfðu safna sinna fyrir dauðadag, en arfleiddi sið- an skólann að islenska safninu og Ðante safninu. Þau komu hingaö árið 1905." Þrír sjóðir og tveir til — Hvað var Islenska safnið stórt þegar það kom til Cornell? „Það mun hafa verið I þvi eitthvað á milli átta og nlu þús- und bindi. Siöan fór það smá- stækkandi, og þegar fyrsta bókaskráin var gefin út árið 1914, þá var það komið upp i tiu þúsund bindi. Nú er það um þrjátiu og þrjú þúsund bindi." — Það hefur þvi nær f jórfald- Vilhjálmur með Guðbrandsbibliu. t baksýn má greina myndir af Willard Fiske, Jóni Sigurðssyni, og Konrad Maurer. Fiske-bókasafnið í Cornell háskólan- um heimsótt ast á þessum 75 árum. Hver hef- ur staðið að þessari aukningu, og fjármagnað kaupin? „Upphaflega var það gert með einum af þremur sjóðum sem Fiske stofnaði með erfða- skrá sinni, sérstökum bóka- sjóði, til þess að halda safninu viö og auka þaö. — Hinir tveir sjóðirnir voru ætlaðir til útgáfu- starfa, til að gefa út safnritið Is- landica, og til að greiða laun bókavarðarins. — Nú lengi framan af voru tekjurnar af bókasjóönum nægar til að kaupa allt það helsta sem kom út, en það er orðið langt sfðan þær hrukku ekki til. Þá veitti Cornell háskólinn safninu við- botarfé til bókakaupa. Slðan gerðist þaö fyrir nokkr- um árum að fyrrverandi nem- andi Johanns Hannessonar hér stofnaði nýjan bókasjóö, og fyr- ir tveimur árum stækkaði hann sjóðinn. Þessi tiltölulega ungi maður slagar nú hátt upp I stofnsjóðinn." — Er það rétt að Islenska rikið eigi hér hlut aö máli? „Jú, það er rétt. Aðdragand- inn að þvi er aö 1958 ákvaö Al- þingi aö senda safninu fimm þúsund krónur á ári, til heiðurs Hallddri Hermannssyni áttræð- um, og í minningu Willard Fiske. Þessi fjárveiting hefur haldist, en farið aö visu smá- hækkandi. Hún var reyndar lengi fimm þúsund krónur, svo að verögildiö fór alltaf hrað- lækkandi með gengislækkunun- um heima, en siðan 1974 hefur hún aukist. Þessi styrkur fer allur til bókakaupa og er lagður inn hjá Bókaverslun Snæbjarnar." Vaxið með kennslunni ,; Um þaö er ekki deilt að Fiske safnið er stærsta Islenska bóka- safnið vestanhafs. Til eru þeir, eins og sést á tilvitnun sem birt er með þessu viðtali, sem álita það stærsta safn Islenskra bóka fyrir utan Landsbókasafnið eitt. Vilhjálmur var spurður hvort ekki væri mikið leitað til safns- ins annars staðar að, t.d. i sam- bandi við þá islenskukennslu sem fram fer I þó nokkrum bandariskum háskólum? „Jú, jú, en ég veit nú ekki hvort hægt sé að segja að mikið hafi verið um beiðnir. Það er alltaf slæðingur, og mér hefur fundist það óvenjulega mikið i ár. Það er eins og að það sé allt- af eitthvað i hverri viku." Vilhjálmur tekur undir að það sé aðallega i sambandi við kennslu sem lánað er af safninu, og á það ekki sist við um útlán til heimafólks i tengslum við Cornell: „Þegar ég kom hingað var hér engin kennsla i islensku, hafði hún þá legið niðri i nokkur ár, og þá voru sama og engar bækur lánaðar út, nema á milli safna. Upphaflega, þegar safnið kom, var kennd hér Islenska og fornlslenska, og Jóhann Hannesson hélt hér námskeið I bokmenntum I enskri þýðingu á meðan hann var hér. Mér var svo falið áriö 1963 að kenna nor- rænu og íslensku, og þvi hef ég séð hvernig notkunin á safninu hefur aukist með kennslunni." — Hvernig er kennslan skipu- lögð? „Ég hef kennt tvö námskeið á hverju ári, þar sem annað nám- skeiðið er einskonar framhald af hinu. A þessum námskeiðum tökum við meðal annars fyrir málfræði og málsögu. Svo hefur nú I nokkur ár verið bætt við kennslu I bókmenntum, sem bandarlskir kennarar sjá um en það eru yfirleitt nemend- urnir sem hafa lært hjá mér sem fara á þau námskeiö. Þar lesa þau t.d. sögur og Eddu- kvæði, oftast fslendingasögur. Það hafa meira að segja verið námskeið I skáldskaparfræðum, dróttkvæðum, en það er nú ekki oft." — A þessi kennsla framtlð fyrir sér? „Ég held það sé nú yfirleitt á- litið hér að skólanum beri að gefa kost á kennslu i norrænum fræðum, vegna þess að safnið er hér. Það er skömm að þvl að nota það ekki neitt. En eftir- spurnin eftir kennslunni hefur verið misjöfn4 allt frá tveimur upp I tólf eða fimmtán nemend- um I einu. í eldtraustum skáp Við vikjum að lokum að merkilegustu bókunum sem er að finna I Fiske-safninu, og not- um um leið tækifærið til að ráfa um safnið og litast betur um. „Hér er sambland af gömlum bókum og nýjum, og innan um eru fágætar bækur sem ómögu- legt væri að bæta ef þær týnd- ust," segir Vilhjálmur. Hann handlar fyrstu útgáfu á Guðbrandsbibllu frá 1584. Nokk- uð mikið virðist vera af bókum frá þvi um aldamótin 1700: En þaö eru samt þrjár bækur sem taldar eru merkilegastar og þvl ekki geymdar I safninu sjálfu heldur I eldtraustum skáp, á af- viknum stað: „Þetta eru nýja testament Odds Gottskálkssonar, sem tal- in er fyrsta prentaða bókin á islensku, fyrsta útgáfan af Jóns- bok, og svo handrit af sorgarleik sem Jörundur hundadagakon- ungur skrifaði, lfklega I útlegö- inni eftir Islandsförina." Vilhjálmur gripur uppsláttar- rit til að gefa spyrjandanum betri hugmynd um bók Jör- undar: „Hér stendur: Angien og Adilaid, sorgarleikur I fimm þáttum, eftir Danann Jörgen Jörgensen. Og einnig: Jörgen- sen hefur að lfkindum ætlað konungi sinum þetta handrit, en honum hefur hann tileinkað leikritið. Við vitum samt sem áður ekkert um sögu handrits- ins. Annað eintak af hinu upp- runalega handriti er geymt I British Museum, en þar er titill bokarinnar Hertoginn af Dengi- en."

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.