Fréttablaðið - 24.05.2007, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 24.05.2007, Blaðsíða 2
Drengurinn sem fannst meðvitundarlaus á botni sundlaug- arinnar í Kópavogi hinn 26. apríl síðastliðinn, liggur enn þungt hald- inn á barnadeild Landspítalans. Hann losnaði úr öndunarvél í síðustu viku en hefur að sögn læknis ekki komið til meðvitundar. Rannsókn slyssins er á lokastigi og teknar hafa verið skýrslur af fjölda manns, bæði starfsmönnum laugarinnar og skólafélögum piltsins. Sigurbjörn Víðir Eggertsson aðstoðaryfirlög- regluþjónn segir að ekkert sé hægt að fullyrða um atburðarás- ina að svo stöddu og telur að atvikið verði flokkað sem slys. Ekkert ljóst um atburðarásina Tvítugur maður játaði sök á tveimur líkamsárásum við þingfestingu ákærunnar í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Annars vegar skallaði hann ungan mann í andlitið í október 2005, með þeim afleiðingum að hann kjálkabrotnaði, skarst á höku og braut framtennur. Sá krefst rúmra 600 þúsund króna í bætur. Hins vegar sló hann mann á sextugsaldri nokkrum sinnum í andlitið fyrir utan heimili sitt í september í fyrra, með þeim afleiðingum að tennur í mannin- um brotnuðu og hann hruflaðist og marðist í framan. Hann krefst yfir 700 þúsund króna í bætur. Skallaði einn og kýldi annan „Við erum að tapa miklum tíma því það er mikilvægt að skilgreina fötlun barns sem fyrst þannig að hægt verði að vinna með það á sem farsælastan hátt,“ segir Stefán J. Hreiðarsson, barnalæknir og forstöðumaður Greiningar- og ráðgjafarstöð rík- isins. Á þriðja hundrað barna bíða greiningar hjá stöðinni. Bið barna á leikskólaaldri er oft yfir tvö ár en bið barna á grunnskólaaldri nálgast nú þrjú ár. Stefán segir að reynt sé að forgangsraða börnum eftir bestu getu svo þau börn, sem grunur leikur á að búi við alvar- lega fötlun, komist sem fyrst að. „Staðan er þó orðin þannig að þriggja ára barn, sem grunur leik- ur á að sé með einhverfu, þarf að bíða í allt að sex mánuði, þótt það sé í forgang,“ segir Stefán. Greiningarstöðin skiptist upp í þrjú fagsvið, þau eru fagsvið ein- hverfu, hreyfi- og skynhamlana og þorskahamlana. Stefán segir ástandið viðunandi hjá þeim sem starfa við greiningar á hreyfi- hömlunum. Hins vegar hafi mikil fjölgun verið meðal barna á ein- hverfurófi, þó að ástæður þess séu ekki kunnar. Biðlistar þeirra barna sem grunur leikur á að séu með slíka fötlun lengist því, þótt afar mikilvægt sé að þau hljóti markvissa þjálfun sem fyrst. „Það er afskaplega erfitt fyrir foreldra að þurfa að bíða með barn mánuðum saman. Oft fær barnið ekki alla þá þjónustu sem það þarfnast og á rétt á meðan beðið er eftir greiningu, jafnvel þótt grunur leiki á hvers kyns sé,“ segir Sigrún Birgisdóttir, fram- kvæmdastjóri Umsjónarfélags einhverfra. Fréttablaðið greindi frá því í lok apríl, að um 170 börn væru á biðlista Barna- og unglingageð- deildarinnar. Sagði Ólafur Ó. Guð- mundsson, yfirlæknir deildarinn- ar, biðlistann aldrei hafa verið lengri en þá, eða um eitt og hálft ár. Stefán segist vona að loforð Samfylkingarinnar, um að biðlist- um verði eytt, verði efnt sem fyrst. Jóhanna Sigurðardóttir, verð- andi ráðherra velferðarmála, segir biðlista barna og aldraðra algert forgangsverkefni sem tekið verði þó að ekki liggi enn fyrir með hvaða hætti það verði gert. Tæplega þrjúhundruð börn bíða greiningar Bið barna á grunnskólaaldri eftir greiningu hjá Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins nálgast nú þrjú ár. Bið leikskólabarna er um tvö ár. Jóhanna Sigurðar- dóttir, nýr velferðarráðherra, segir biðlista barna meðal forgangsverkefna. Eiríkur, heldurðu að þú eigir eftir að enda í klefa með Lalla? Ekkert í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnar- innar gefur til kynna að frekari stóriðjufram- kvæmdum verði frestað næstu árin, eins og Samfylkingin hafði á stefnuskrá sinni. Formenn stjórnarflokkanna kynntu yfirlýsinguna og svöruðu spurningum fjölmiðla í sumarbústað forsætisráðherra á Þingvöllum í gær. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylk- ingarinnar, sagði stóriðjustopp ekki á dagskrá samkvæmt stefnuyfirlýsingunni. „Það segir að það skuli farið í slíkar framkvæmdir í samræmi við markmið okkar hagstjórnar um að tryggja lága verðbólgu og lágt vaxtastig. Við munum reyna að sjá til þess að hægt sé að halda bæði stórframkvæmd- um og skattkerfisbreytingum og öðrum slíkum aðgerðum innan þess ramma.“ Ingibjörg sagði að stefnt sé á að klára rammaáætl- un fyrir lok árs 2009, og hún verði svo grundvöllur allra ákvarðana um nýtingu eða verndun. Geir H. Haarde, formaður Sjálfstæðisflokksins, sagði að stefnt væri að því að flýta rammaáætlun- inni, þangað til verði ekki farið inn á óröskuð svæði nema þegar liggi fyrir annaðhvort rannsóknar- eða nýtingarleyfi. „Við erum ekki að beita stjórnvalds- aðgerðum til þess að stöðva orkufyrirtæki í því sem í gangi er nú þegar, en það verður svo að koma í ljós hvernig það rúmast innan þess sem hagkerfið leyfir,“ sagði Geir. Rússneski auðkýfing- urinn Boris Berezovsky, sem er í útlegð í London, segir að líf Andreis Lugovois, Rússans sem grunaður er um morðið á Alexander Litvinenko í London í vetur, geti verið í hættu vegna þess hve mikið hann veit um málsatvik. Berezovsky fullyrðir að Litvinenko hafi verið myrtur að undirlagi rússneskra stjórnvalda, og vegna þess að Lugovoi viti hvernig í málinu liggur verði hann hugsan- lega „drepinn innan tveggja eða þriggja ára“. Lugovoi senni- lega í lífshættu Auglýsingar kvikmyndahúsanna í Fréttablaðinu hafa verið teknar til endurskoðunar. Nýtt og breytt útlit kemur lesendum blaðsins fyrir sjónir í dag á blaðsíðu 48. Auglýsingarnar, sem innihalda upplýsingar um sýningartíma kvikmyndahúsanna, hafa jafnan verið efst á opnu í blaðinu. Við þessar breytingar færast þær til vinstri á opnuna. Þetta er gert í samráði við kvikmyndahús- in, með það að markmiði að gera þær aðgengilegri lesendum. Er vonandi að lesendum falli þessi breyting vel í geð. Nýjar bíósíður Stjórn kanadíska álfyrir- tækisins Alcan hafnaði í fyrradag fjandsamlegu yfirtökutilboði bandaríska álrisans Alcoa í félagið upp á 33 milljarða Bandaríkjadala, jafnvirði 2.100 milljarða íslenskra króna. Bað stjórn félagsins hlut- hafa að hafna því líka. Tilboð Alcoa, sem gert var hlut- höfum í byrjun maí, hljóðar upp á 73,25 dali á hlut. Gengið hefur hækkað um 37 prósent síðan þá. Þar af hækkaði það um 3,04 pró- sent í gær eftir að kanadíska blað- ið Globe and Mail sagði Alcan í viðræðum við BHP Biliton, stærsta námafélag í heimi, til að tryggja sig gegn yfirtökutilboðinu. Stjórnin hafnar yfirtöku Alcoa Til greina kemur að flytja rafmagn til fyrirhugaðs álvers Norðuráls í Helguvík á Suðurnesj- um um sæstreng. Er þá horft til þess að strengur- inn lægi annaðhvort frá Fitjum eða Vogum til Helguvíkur. Aðrir möguleikar sem eru til athugunar eru jarðstrengur milli Keflavíkurflugvallar og byggðar í Reykjanesbæ og línustæði umhverfis Keflavíkurflugvöll. Landsnet annast skoðun á línu- leiðum til álversins og liggur fyrir að lagðar verða tvær línur með að minnsta kosti 700 MVA flutnings- getu að álverinu. Í frummatsskýrslu álversins segir að ekki sé að fullu ljóst hver endanleg orkuþörf álversins verð- ur né hvaðan orka mun koma. Þó er í skýrslunni gert ráð fyrir að lína komi frá Trölladyngju að tengivirki í Rauðamel á Reykja- nesi, önnur muni að líkindum koma úr tengivirki við Hafnar- fjörð og fylgja Suðurnesjalínu meðfram Reykjanesbraut og sú þriðja liggi frá Reykjanesvirkjun í tengivirkið í Rauðamel. Landsnet fjallar nánar um línu- leiðirnar samhliða mati á umhverf- isáhrifum þeirra. Á fyrirtækið nú í viðræðum við sveitarfélög og orkuframleiðendur um mögulegar línuleiðir. Mögulega flutt um sæstreng
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.