Fréttablaðið - 24.05.2007, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 24.05.2007, Blaðsíða 28
greinar@frettabladid.is N ýr stjórnarsáttmáli ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar endurspeglar vel málflutning beggja flokkanna í kosningabaráttunni. Málamiðl- anir eru innan þeirra marka að báðir halda trún- aði við kjósendur sína. Að sama skapi eru mögu- leikarnir á veig samstarfsins góðir. Forystumönnum flokkanna hefur tekist að flétta saman hug- myndir um frjálsræði í atvinnulífinu og traust öryggisnet í vel- ferðar- og heilbrigðismálum. Fyrirheit eru jafnframt gefin um nýjar lausnir og ný rekstrarform. Stefnan í utanríkis-, varnar- og öryggismálum er í föstum skorðum. Sú breiða skírskotun sem að baki þessu býr ætti að fela í sér allgóða sátt í samfélaginu. Öllum ríkisstjórnum fylgja góðar óskir. Auðnu til lengri tíma skapa þær sjálfar. Sú ábyrgð hvílir á ráðherrunum. Í þeim hópi eru í senn fulltrúar reynslu og ferskleika. Stjórnin ætti því að vera í færum um að svara kalli nýs tíma af festu. Sennilega hefur enginn sest með jafn góðan undirbúning í stól forsætisráðherra og Geir Haarde. Fumlaus og örugg tök á stjórn- armynduninni bera þess vott. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utan- ríkisráðherra hefur einnig sýnt hæfileika til þess að semja án hiks um góða áhrifastöðu flokks síns. Aðdragandi stjórnarmyndunar- innar gefur því ekki tilefni til efasemda um framhaldið. Af raunhæfum stjórnarkostum er tvímælalaust að málefna- lega var minnst bil að brúa milli þessara tveggja flokka. Margt bendir til að Samfylkingin hafi tekið yfir gamla lykilhlutverk Framsóknarflokksins á taflborði stjórnmálanna. Reynslan ein getur hins vegar skorið úr um hvort hún mun leggja meiri áherslu á stjórnmálalega festu eða hitt að sveiflast ótt og títt á milli hægri og vinstri vængjanna eins og Framsóknarflokkurinn gerði fyrir forystu Halldórs Ásgrímssonar. Stærstu málamiðlanir flokkanna sýnast vera leystar af raun- sæi fyrst og fremst. Varðandi nýtingu og verndun náttúruauð- linda eru skýrari verndunarákvarðanir en áður höfðu verið tekn- ar. Að sama skapi er ekki stöðvaður undirbúningur þegar áform- aðrar nýtingar. Þar eru lausnir sem Framsóknarflokkurinn ætti að geta sætt sig við. Útlit er ennfremur fyrir að Vinstri grænt þurfi að finna sér nýtt höfuðbaráttumál og nýja ímynd. Það sem helst vantar í stjórnarsáttmálann um þessi efni eru skilaboð um minni ríkisforsjá. Nýr iðnaðarráðherra þarf þar af leiðandi að svara því hvort stjórnin ætlar að ríghalda í sjálf- virka eignarnámsheimild ríkisins vegna virkjana í þágu stóriðju eins og fráfarandi stjórn gerði. Hún er ein af orsökum mikilla árekstra milli nýtingar og verndunar. Lausnin á Evrópusambandsspurningunni er líka raunsæ. Óbreytt stjórnarskrá leyfir ekki aðild. Þær leikreglur þarf að ákveða áður en efnisleg ákvörðun er tekin. Þetta kjörtímabil gat þar af leiðandi ekki orðið annað en umræðutími. En að sama skapi er brýnt að hann verði notaður. Samráðsnefnd þingflokka um Evrópumál er hyggileg ráðstöf- un. Hugsanleg myntbreyting og Evrópusambandsaðild þarf að byggjast á enn víðtækari samstöðu en stjórnarsamstarfið spann- ar. Pólitískt mikilvægi þeirrar nefndar er því ótvírætt. Takmörkuð endurskipulagning stjórnarráðsins er um flest rök- rétt en um sumt ekki. Skipan þróunarsamvinnu er þannig of aug- ljós kaupskapur. Enn er ósvarað þeirri spurningu hvers vegna Ís- land þarf tólf ráðherra meðan Frakklandi duga fimmtán. Breið skírskotun Jimmy Carter, forseti Banda-ríkjanna 1977-80, var góður og gegn forseti. Hann taldi kjark í bandarísku þjóðina eftir nið- urlægingu Nixons forseta, sem hafði hrökklazt úr embætti 1974. Ég mun aldrei segja ykkur ósatt, sagði Carter við kjósendur, því að Richard Nixon og menn hans höfðu lifað og nærzt á lygum. Nixon hafði orðið uppvís að því að eiga aðild að innbroti í höf- uðstöðvar demókrata í Waterg- ate-byggingunni í Washington og hindra framgang réttvísinn- ar. Eftirmaður Nixons í embætti, Gerald Ford, forseti 1974-77, náð- aði Nixon. Ella hefði Nixon næst- um örugglega fengið fangelsis- dóm. Þrír af nánustu samverka- mönnum Nixons fengu dóma, þar á meðal dómsmálaráðherrann, allt að átta ára fangavist. Það var þó ekki dómskerfið, sem sneri Nixon niður eftir langt þóf, held- ur þrautseigir blaðamenn. Tveir ungir blaðamenn á Washington Post, Robert Woodward og Carl Bernstein, öfluðu þeirra vitnis- burða, sem þurfti til að sannfæra Bandaríkjaþing um nauðsyn þess að knýja Nixon til afsagnar. Þessi saga er sögð í bók þeirra og sam- nefndri bíómynd All the Presid- ent‘s Men (1976) með Dustin Hoffman og Robert Redford í hlutverkum blaðamannanna. Nixon sagðist vera saklaus. Margir félagar hans meðal rep- úblíkana tóku í sama streng og kunnu demókrötum litlar þakk- ir fyrir að hafa knúið á um af- sögn Nixons og auðmýkingu. Þar var lagður grunnurinn að þeirri úlfúð, sem hefur markað sam- skipti flokkanna tveggja æ síðan og birtist meðal annars í ofsókn- um repúblikana á hendur Bill Clinton forseta 1993-2001. Annar blaðamaður gekk í það nokkru síðar að svipta hulunni af sekt Nixons og innsigla nið- urlægingu hans. Það var enski sjónvarpsmaðurinn David Frost. Hann fékk Nixon til að tala við sig fjórum sinnum í sjónvarpi 1977 gegn ríflegri greiðslu; Frost lagði allt undir, jafnvel húsið sitt. Á þessi viðtöl horfði fleira fólk en áður hafði horft á slíkt sjón- varpsefni. Nixon lék sér að Frost í fyrstu þrjú skiptin og hleypti honum varla að með óþægilegar spurningar. Fyrir fjórða og síð- asta einvígið tókst Frost að grafa upp nýtt skjal, sem kippti fót- unum undan framburði Nixons. Frost tókst þannig í lokalotunni að snúa Nixon niður og fá hann til að játa á sig lögbrot frammi fyrir tugum milljóna áhorfenda, óvart að því er virtist. Eftir það gat engum dottið í hug að leggja trúnað á framburð forsetans fyrrverandi. Hann var gersigrað- ur. Þessa sögu rekur enska leik- skáldið Peter Morgan í nýju leik- riti, Frost/Nixon, sem var frum- sýnt í London í haust og er á fjölunum í New York sem stend- ur, mikið drama. Jimmy Carter kallar George W. Bush, núverandi ábúanda í Hvíta húsinu, versta forseta landsins fyrr og síðar. Þegar maðurinn, sem hreinsaði til eftir Nixon og fékk friðarverðlaun Nóbels 2002, fellir slíkan dóm um eftirmann sinn í embætti, er vert að leggja við hlustir. Cart- er reisir skoðun sína meðal ann- ars á því, að Bush fyrirskipaði innrásina í Írak á upplognum for- sendum og sameinaði þannig svo að segja alla heimsbyggð- ina í megnri andúð á utanríkis- stefnu Bandaríkjanna. Vandinn er þó meiri að vöxtum en svo. Stjórn Bush hefur innleitt pynt- ingar á stríðsföngum, hún hefur rekið saksóknara, sem þóttu ekki nógu hallir undir repúblikana, og raðað óhæfum flokksmönnum í mikilvæg störf á vegum ríkis- ins. Bush forseti líkist Nixon að því leyti, að hann er ósannsögull, illskeyttur og óvandur að með- ulum. Hann hefur sagt ósatt um margt annað en stríðið í Írak, þar á meðal um áhrif skattalækkana á afkomu ríkissjóðs og skiptingu tekna. Hann er ójafnaðarmaður og hælist um af því. Hvert er vandamálið: maður- inn eða flokkurinn? Ef vandinn væri bundinn við Bush sem ein- stakling, myndi flokkur hans snúa við honum bakinu og gera upp sakirnar við hann. Þá gætu gagn- rýnendur Bush og stjórnar hans auðveldlega tekið Repúblikana- flokkinn í sátt. Þá myndi stjórn- málalíf landsins færast í betra horf. Margt bendir til þess, að slíkt uppgjör sé ekki í vændum, að minnsta kosti ekki í bráð. Þá ber- ast böndin að flokknum, sem fyl- kir sér um svo vondan forseta. Fyrir nokkru kom á daginn í kapp- ræðum þeirra repúblikana, sem keppa nú um útnefningu flokksins til forsetaframboðs 2008, að flest- ir þeirra sjá ekkert athugavert við Bush forseta og embættisfærslu hans. Þeir eru flestir hlynntir pyntingum og lýsa þeim með sýni- legri velþóknun fyrir sjónvarps- áhorfendum. Vandi Bandaríkjanna nú virðist því ekki vera bund- inn við Bush forseta og náhirðina kringum hann. Flokkur hans þarf að gera upp sakirnar við hann og stjórnartíð hans. Fullar sættir út- heimta iðrun og yfirbót. Maðurinn eða flokkurinn? Hvert er vandamálið: maður- inn eða flokkurinn? Ef vandinn væri bundinn við Bush sem einstakling, myndi flokkur hans snúa við honum bakinu og gera upp sakirnar við hann. Sigurjón Þórðarson var duglegur þing-maður. Hann var kannski ekki alltaf mál- efnalegur – en duglegur. Í grein sem birt- ist í Fréttablaðinu hinn 23. maí sl., og heit- ir Gaspur Gríms Atlasonar, gýs hann líkt og Geysir á sápukúr og brigslar mér við eitt og annað. Þetta á að vera svar við grein minni sem birtist í sama blaði degi áður. Málflutningur Sigurjóns í þessari gusu er með þeim hætti að ljóst er að úrslit kosninganna sitja nokkuð í honum. Það er margt sem orkar tvímælis í grein Sigur- jóns. Hann kýs að taka inngang greinar minnar og alhæfa út frá honum. Í þessum inngangi fer ég stuttlega yfir það sem getur talist til jákvæðra af- leiðinga kvótakerfisins. Það er eins og Sigurjón hafi hætt að lesa eftir þessar fimm línur því hann segir: Það er mikið áhyggjuefni að forsvarsmaður sjáv- arbyggðar skuli geysast fram á ritvöllinn með vafa- samar fullyrðingar um einhverja nútímavæðingu atvinnugreinar sem þjökuð er af vondu kvótakerfi sem særir sjávarbyggðirnar, framþróun útvegsins og réttlætiskennd almennings. Ef Sigurjón hefði lesið áfram hefði hann komist að eftirfarandi: Gallar kerfisins eru hins vegar stórkost- legir. Samþjöppunin og hagræðingin hefur komið af stað vítahring þegar kemur að verðlagningu kvóta – og gildir það jafnt um kaup og leigu...Þegar slíkt umhverfi blandast saman við óstöðugleika í efna- hagslífinu eins og við höfum gengið í gegn- um undanfarin ár er voðinn vís. Og ef hann hefði náð enn lengra hefði þetta blasað við: Fiskveiðistjórnunarkerfið hefur ekki styrkt byggðirnar heldur hefur algjörlega snúist upp í and- hverfu sína. Við því verður að bregðast...Það þarf að endurvekja þá byggðahugsun sem var hluti af fiskveiðistjórnarkerfinu í upphafi og styrkja for- gang fólksins í sjávarbyggðunum til þess að nýta auðlindina sem er hér rétt við bæjardyrnar. Það færi betur á því að Sigurjón læsi greinar til enda og sliti þær ekki úr samhengi áður en hann reynir að ófrægja fólk með útúrsnúningum og ósannindum. Ég vona að líffræðingurinn Sigurjón Þórðarson byggi ekki vísindi sín á inngangi bóka – þá væri voðinn vís. Höfundur er bæjarstjóri Bolungarvíkur. Meint gaspur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.