Fréttablaðið - 24.05.2007, Blaðsíða 66

Fréttablaðið - 24.05.2007, Blaðsíða 66
Ingi Þór Jónsson skipuleggur veg- lega afmælisgjöf frá Íslendingum til íbúa Liverpool dagana 30. nóvem- ber til 2. desember en Bítlaborgin fagnar átta hundruð ára afmæli sínu á þessu ári. Ísland er eina landið sem hyggst gefa borginni afmælis- gjöf og segir Ingi íbúana vera ákaf- lega spennta yfir þessu framtaki. „Enda verður það tilkynnt tveimur vikum áður en afmælisgjöfin verð- ur afhent að íbúar Liverpool séu miklu skyldari norrænum víking- um en Keltum eins og upphaflega var talið,“ útskýrir Ingi. Meðal þess sem verður á dagskrá er ensk þýðing á leikverki Völu Þórsdóttur, Eldhús eftir máli, sem sett verður upp í samstarfi við leik- hús borgarinnar og Þjóðleikhúsið. Eldhús eftir máli er byggt á verk- um Svövu Jakobsdóttur og var sýnt fyrir fullu húsi á Smíðaverkstæði Þjóðleikhússins á síðasta ári. „Við reiknum síðan með því að stofnaður verði minningarsjóður um Svövu af þessu tilefni,“ segir Ingi Þór. Hápunkturinn verður hins vegar smásagnakeppni um íslenska vík- inga og náttúru Íslands en dómnefndina skipa hjóna- kornin Andri Snær Magnason og eiginkona hans, Margrét Sjöfn Torp auk Mike McCartney, vernd- ara afmælisgjafarinnar. Mike þessi var skipaður sérlegur sendiherra Liverpool þegar hún var útnefnd menningarborg Evrópu 2008 og er yngri bróðir sjálfs sir Paul McCartney, bítilsins góðkunna. „Okkur hafa þegar borist yfir sex hundruð sögur en við búumst við þrjú þúsund sögum,“ segir Ingi en verðlaunin eru ekki af verri endan- um, ferð til Íslands. Liverpool er heimsþekkt fyrir synina sína fjóra úr Bítlunum og segir Ingi að tónlist muni skipa veglegan sess í afmælisgjöfinni. Þegar hefur verið gengið frá tón- leikum Garðars Thors Cortes í tónleikahöll Fílharmóníusveitar- innar og þá sé allt útlit fyrir að haldin verði sérstök tónlistarhátíð með hljómsveitum frá borginni og Íslandi. McCartney verndar íslenska afmælisgjöf Elísabet Englandsdrottning var í gær valin „merkasti núlifandi Bretinn“ á verðlaunahátíð sem ITV-sjónvarpsstöðin þar í landi stóð fyrir í vikunni í fyrsta sinn. Hún hafði betur í samkeppni við sir Paul McCartney, Julie Andrews, Margaret Thatcher og Robbie Williams, sem einnig voru til- nefnd, en það voru áhorf- endur ITV sem stóðu að valinu. Verðlaun Elísabet- ar voru þau eftirsótt- ustu á hátíð- inni en einnig voru veitt verðlaun í ýmsum öðrum „minni“ flokkum. Elísabet var ekki á staðnum til að taka á móti viðurkenningu sinni en sonur hennar, Edward prins, hélt þakkarræðu fyrir hönd móður sinnar í gegnum gervihnött. Knattspyrnumaðurinn David Beckham flaug til London frá Madríd til að vera viðstaddur hófið og tók hann á móti sérstakri viður- kenningu fyrir „alþjóðleg afrek“. Mikla athygli vakti þegar hann og leikkonan Helen Mirren rákust á hvort annað á rauða dreglinum. „Guð minn góður, en spennandi!“ kallaði Mirren er hún sá hver stóð við hlið hennar og lét hún síðar hafa eftir sér að hún væri mikill aðdáandi Beckham. Af öðrum verðlaunum má nefna að títtnefnd Mirren fékk verðlaun sem merkasti kvikmyndaleikar- inn, Ricky Gervais var kjörinn merkasti sjónvarpsleikarinn og Amy Winehouse er merkasti tón- listarmaðurinn. Drottningin merkasti Bretinn Death Proof, nýjasta mynd leikstjórans Quentin Taran- tino, tekur þátt í keppninni um Gullpálmann. Íslands- vinurinn svaraði spurning- um blaðamanna eftir frum- sýningu í Cannes. Gagnrýnendur voru ekki sér- staklega hrifnir af þessari nýj- ustu afurð Tarantino og hefur hún fengið fremur slaka dóma og þykir ekki eiga mikið erindi í keppn- ina. Áhorfendur í Cannes voru þó flestir ánægðir með verkið. Death Proof var upphaflega framleidd undir titlinum Grind- house sem eru tvær myndir sýnd- ar saman og er hinn helmingur- inn Planet Terror eftir Robert Rodriguez. Grindhouse hefur nú þegar verið frumsýnd í Banda- ríkjunum en verkefnið er lofsöng- ur til B-mynda sjöunda áratugsins með tilheyrandi bílaeltingarleikj- um, spennu og hryllingi. Tarantino tekst vel til í að skapa „seventís“-stemningu í myndinni sem er ofursvöl og leikur hann sjálfur hlutverk barþjóns sem að sjálfsögðu klæðist Dead-skyrtu eftir Jón Sæmund. Hostel-leik- stjórinn Eli Roth fer einnig með hlutverk í myndinni í Dead-haus- kúpubol. Tarantino mætti aftur á móti á blaðamannafundinn í AC/DC bol og sagði óvart „au revoir“ (bless á frönsku) þegar hann settist niður í staðinn fyrir „bon jour“ (góðan daginn). En hann hélt sig við ensk- una eftir það. Kurt Russell, sem var stórkost- legur sem Stuntman Mike í mynd- inni, var einnig á fundinum ásamt leikkonuhópnum, þar á meðal áhættuleikkonunni Zoe Bell sem lék hættuleg atriði Umu Thur- man í Kill Bill en leikur sjálfa sig í Death Proof. Tarantino talaði brjálæðislega mikið og hratt á fundinum og minnti helst á ofvirkan krakka. Það er greinilegt að hann kann vel við sig í Cannes enda er hann nokkurs konar eftirlætisbarn á rauða dreglinum hér. Hann vann Gullpálmann fyrir Pulp Fiction árið 1994. „Það var stærsta stund lífs míns,“ sagði Tarantino. „Allar bestu myndirnar í heiminum eru frumsýndar í Cannes, það er mikill heiður að fá að vera með í keppninni.“ Mikið hefur ein- mitt verið rætt um það að mynd eins og Death Proof eigi ekki heima í keppninni og eina ástæð- an fyrir því að hún er þarna sé að Tarantino er eftirlætisbarn hátíð- arinnar. Áhorfendur í Cannes voru samt sem áður sáttir við myndina en at- hyglisvert er að stelpurnar voru almennt hrifnari en strákarnir þótt þeir séu yfirleitt meira fyrir elting- arleiki og hrylling. Kannski er það vegna alls stelputalsins hjá vin- konugenginu ógurlega en myndin hefur mikið „girl-power“ og stelp- urnar eru harðar í horn að taka. Tarantino, sem er þekktur fyrir snilldar samtalssenur, var ein- mitt spurður út í það hvernig hann vissi hvernig stelpur töluðu sín á milli en Rosario Dawson svaraði fyrir hann: „Hann hlustar á okkur. Hann er eini strákurinn sem fær að fara út með okkur og hlera þegar við tölum saman.“ | Kringlunni | sími: 517 3190 24.-26.maí Dömuskór, herraskór og töskur 25%
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.