Fréttablaðið - 24.05.2007, Blaðsíða 74

Fréttablaðið - 24.05.2007, Blaðsíða 74
í handarbökin að hafa ekki nýtt eitthvað af færunum sínum í fyrri hálfleik en kannski helst færið sem Steven Gerrard fékk í seinni hálfleik. Hann náði þá að prjóna sig í gegnum vörn Ítalanna en fór illa að ráði sínu gegn Dida, mark- verði Milan. Eftir því sem Liverpool freist- aði þess að skora jöfnunarmark- ið tókst Milan að komast tveim- ur mörkum yfir. Kaka gaf laglega stungusendingu á milli varnar- manna Liverpool og Inzaghi tíma- setti hlaup sitt hárrétt. Hann lék á Reina með einni snertingu og náði að renna boltanum í markið. Tíminn var að renna út þegar Kuyt skoraði jöfnunarmarkið með skalla af stuttu færi. Daniel Agger hafði þá skallað boltann áfram eftir hornspyrnu Jermaine Penn- ant. En það var of seint. Liverpool tókst ekki að leika sama leikinn og í Aþenu og fyrirliði Milan, Paolo Maldini, lyfti bikarnum góða í leikslok. Þetta var fimmti Evrópu- meistaratitill Maldini og hans átt- undi úrslitaleikur í Evrópukeppni. Steven Gerrard, fyrirliði Liver- pool, boðaði betri tíð fyrir sína menn. „Við getum verið stoltir af okkur. Við lögðum mikið á okkur til að komast í úrslitaleikinn og ég veit að við munum spila í öðrum slíkum aftur,“ sagði Gerrard. „Nú verðum við að taka okkur saman í andlitinu, hvíla okkur vel í sumar og kýla svo aftur á það næsta tíma- bil. Við ætlum okkur mikið, það er óumflýjanlegt.“ Hann óskaði einnig AC Milan til hamingju. „Þeir eiga hól skilið. Þeir unnu og áttu það kannski skil- ið líka.“ AC Milan frá Ítalíu er Evrópumeistari eftir að hafa borið sigurorð af Liverpool, 2-1, í úr- slitaleik Meistaradeildar Evrópu sem fór fram í Aþenu í gær. Fil- ippo Inzaghi skoraði bæði mörk Milan en Dirk Kuyt minnkaði mun- inn fyrir Liverpool skömmu fyrir leikslok. Um tíma leit út fyrir að Liverpool gæti endurtekið leikinn frá Istanbúl fyrir tveimur árum er liðið lenti 3-0 undir gegn AC Milan en náði að jafna metin og knýja fram framlengingu. Ekkert slíkt var þó uppi á teningnum í gær og náðu leikmenn AC Milan því að hefna ófaranna frá Istanbúl. Liverpool var betri aðilinn í fyrri hálfleik en fékk svo kalda vatns- gusu í andlitið er Inzaghi kom Milan yfir. Hann fékk þá boltann í sig eftir aukaspyrnu Andrea Pirlo sem ruglaði Pepe Reina markvörð í ríminu og inn fór boltinn. Boltinn fór reyndar af hendi Inzaghi en markið stóð engu að síður. Liverpool átti eftir að naga sig Eggert Magnússon er sannfærður um að hann nái að gera West Ham að stórveldi í ensku knattspyrnunni áður en langt um líður. Eggert, sem er eigandi og stjórnarformaður fé- lagsins, gefur sér eitt eða tvö ár til að vekja hinn sofandi risa sem bjargaði sér á ævintýralegan hátt frá falli úr deildinni. „West Ham er sofandi risi og ég vil vekja þann risa hægt en ör- ugglega. Á næstu einu eða tveim- ur árum vil ég afreka eitthvað virkilega jákvætt á Upton Park,“ sagði Eggert sem er þegar farinn að undirbúa uppstokkun á liðinu fyrir næstu leiktíð. Að vekja hinn sofandi risa Jón Arnór Stefánsson átti góðan leik þegar Lottomati- ca Roma tryggði sér sæti í und- anúrslitum úrslitakeppni ítalska körfuboltans með 83-58 sigri á Eldo Napoli, en með því spilaði Jón Arnór einmitt í fyrra. Jón Arnór var með 12 stig, 3 fráköst og 2 stoðsendingar á 20 mínútum og hitti úr 4 af 7 skotum sínum. Lottomatica Roma vann alla þrjá leiki einvígisins. Lottomatica Roma mætir Mont- epaschi Siena í næstu umferð en Montepaschi-liðið vann deildina með yfirburðum. Jón Arnór inn í undanúrslitin Jónas Kristinsson, for- maður KR-Sports, sagði við Fréttablaðið í gær að það væri ekki rétt sem Gísli Gíslason, for- maður rekstrarstjórnar ÍA, sagði í blaðinu fyrir nokkrum dögum. Þá sagði Gísli að KR hefði ekki viljað leyfa Dalibor Pauletic, leik- manni liðsins, að semja við ÍA. „Hann bara vildi ekki fara upp á Skaga. Hann vildi fara heim til sín, til Króatíu,“ sagði Jónas. „Það er hið sanna í málinu.“ Dalibor mátti fara á Skagann Líklegt er að Jóhann- es Þór Harðarson verði í byrjun- arliði Start sem mætir Ströms- godset í norsku úrvalsdeildinni á morgun. Þessu heldur staðarblað- ið í Kristjánssandi, Fædrelands- vennen, fram. Ef rétt reynist verður það í fyrsta sinn í rúmt ár sem hann verður í byrjunarliði Start en Jó- hannes Þór hefur átt við erfið meiðsli að stríða. Jóhannes Þór í byrjunarliðið? Rúnar Kristinsson mætti á sína fyrstu æfingu hjá KR í gær og verður í leikmannahópi liðsins sem mætir Val á Laugardalsvelli í kvöld. Hann lék í stöðu afturliggjandi miðjumanns á æfingunni í gær en búast má fastlega við því að hann komi við sögu í leiknum í kvöld. „Ég er glaður og feginn því að ég náði þessari æfingu,“ sagði Rúnar við Fréttablaðið í gær en hann kom til landsins fyrr um dag- inn. „Tilfinningin er góð og ég er mjög sáttur.“ Síðustu dagar hafa verið við- burðaríkir hjá Rúnari en á laug- ardaginn lék hann kveðjuleik sinn með Lokeren í belgísku úrvals- deildinni. „Það er búið að vera smá stress í kringum þetta allt saman. Ég er nýbúinn að klára eitt ævintýri og er að byrja hér á nýju. Það er von- andi að ég verði heill heilsu og nái að sýna mitt besta.“ Í leiknum á laugardaginn fékk hann högg á lærið undir lok leiks- ins. „Ég fékk smá krampaeinkenni en það lítur allt vel út í dag. Ég reikna með að verða fínn á morg- un. Ég væri annars ekki í hópnum nema að ég væri fyllilega tilbúinn til að taka þátt í leiknum.“ Rúnar fékk úthlutað númerinu 12 hjá KR en hann hefur hingað til yfirleitt verið númer 6 og 10 hjá sínum liðum. „Blessaður vertu, þetta skiptir mig engu máli. Ég er bara ánægður með það númer sem mér er úthlutað,“ sagði hann. Tilfinningin er góð AC Milan er Evrópumeistari í knattspyrnu eftir sigur á Liverpool í úrslitum, 2-1. Þar með hefndi liðið ófar- anna frá úrslitaleiknum fyrir tveimur árum þegar Liverpool bar sigur úr býtum í vítaspyrnukeppni. Clarence Seedorf, leik- maður AC Milan, sagði að vinnu- semi sinna manna hafi verið lyk- illinn að sigri liðsins gegn Liver- pool í gær. „Þetta var ekki besti knattspyrnuleikur í heimi. Við vorum þéttir fyrir og vissum að við máttum ekki gera nein mis- tök. Vinnusemi okkar gerði það að verkum að við unnum. Ég er afar stoltur að vera hluti af þessu liði,“ sagði Seedorf. Hann varð í gær fyrsti mað- urinn til að vinna Meistaradeild Evrópu í fjórða skiptið á ferlin- um. Fyrst með Ajax árið 1995. Svo með Real Madrid þremur árum síðar og tvívegis með AC Milan (2003 og 2007). Markahetjan Filippo Inzag- hi var vitanlega kátur. „Maður gleymir aldrei kvöldstund sem þessari. Ég hef skorað nokkrum sinnum í Evrópukeppninni en að skora í úrslitaleiknum er mjög sérstakt.“ Unnum fyrir sigrinum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.