Fréttablaðið - 24.05.2007, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 24.05.2007, Blaðsíða 18
fréttir og fróðleikur Konungshúsið verður að sumardvalarstað Ný ríkisstjórn lýsir sjálfri sér sem frjálslyndri um- bótastjórn um kraftmikið efnahagslíf, öfluga vel- ferðarþjónustu, bættan hag heimilanna og aukna samkeppnishæfni atvinnu- lífsins. Í stefnuyfirlýsingu stjórnarinnar segir að mál- efni yngstu og elstu kyn- slóðanna séu forgangsmál. Stefnuyfirlýsingin er í sextán köflum og rúmast á fimm blaðsíð- um. Stöðugleiki í efnahagslífinu er sagður eitt brýnasta verkefni stjórnarinnar. Efla á Fjármálaeft- irlitið svo fjármálamarkaðurinn njóti fyllsta trausts og sömuleiðis samkeppniseftirlit. Ríkisstjórnin ætlar að endur- skoða eftirlaunakjör alþingis- manna og ráðherra og koma á meira samræmi í lífeyrismálum ráðamanna og almennings. Setja á ráðherrum, alþingis- mönnum og embættismönnum siðareglur. Móta á heildstæða aðgerðaáætlun í málefnum barna og ungmenna. Tannvernd verður bætt og barna- bætur til þeirra sem hafa lágar tekjur hækkaðar. Sérstaklega á að huga að stuðn- ingi við börn innflytjenda í skóla- kerfinu. Auka á stuðning við langveik börn, börn með hegðunarvanda- mál, geðraskanir og þroskafrávik og grípa þegar í stað til aðgerða til að vinna á biðlistum á því sviði. Forvarnarstarf gegn kynferðis- legu ofbeldi verður eflt og stuðn- ingur við fjölskyldur ungmenna sem eiga í vanda vegna vímuefna- neyslu aukinn. Fæðingarorlofið verður lengt í áföngum. Styrkja á stöðu aldraðra og öryrkja, almannatryggingakerfið einfaldað og samspil skatta, trygg- ingabóta, greiðslna úr lífeyris- sjóðum og atvinnutekna skoðað til að tryggja meiri sanngirni og hvetja til tekjuöflunar og sparnað- ar. Hraða á uppbyggingu 400 hjúkr- unarrýma fyrir aldraða, fjölga einbýlum, efla sólarhringsþjón- ustu og auka einstaklingsmiðaða þjónustu. Stefnt er að hækkun frítekju- marks vegna atvinnutekna fyrir aldurshópinn 67-70 ára, afnámi tekjutengingu launatekna 70 ára og eldri við lífeyri almannatrygg- inga og skerðingu tryggingabóta vegna tekna maka. Lækka á almennt skerðingar- hlutfall í almannatryggingakerf- inu í 35 prósent auk þess sem stefnt er að því að ríkissjóður tryggi elllilífeyrisþegum lífeyri að lágmarki 25 þúsund krónur á mánuði frá lífeyrissjóði. Ráðast á í stórátak í samgöngu- málum og leggja aukna áherslu á umferðaröryggi og almennings- samgöngur. Mun ríkisstjórnin beita sér sérstaklega fyrir úrbót- um á samgöngukerfi höfuðborgar- svæðisins. Landbúnaðarkerfið verður end- urskoðað og stöðugleiki í sjávarút- vegi tryggður. Þó á að athuga reynsluna af aflamarkskerfinu við stjórn fiskveiða og áhrif þess á þróun byggða. Stefnt er að lækkun skatta á kjörtímabilinu og endurskoðun skattkerfis og almannatrygginga til að bæta hag lág- og millitekju- fólks. Afnema á stimpilgjald í fast- eignaviðskiptum þegar aðstæður á fasteignamarkaði leyfa. Stefnt skal að auknu faglegu og rekstrarlegu sjálfstæði skóla og minni miðstýringu og vinna á að lengingu og aukinni fjölbreytni í kennaranámi. Leita á leiða til að lækka lyfja- verð og einfalda greiðsluþátttöku hins opinbera. Skapa á svigrúm til fjölbreyti- legri rekstrarforma í heilbrigðis- þjónustu, meðal annars með útboð- um og þjónustusamningum, jafnframt sem tryggt verði að allir hafi að henni jafnan aðgang, óháð efnahag. Ríkisstjórnin stefnir að því að ná víðtækri sátt um verndun verð- mætra náttúrusvæða og gera skýra áætlun um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda. Ljúka á vinnu við rammaáætlun um verndun og nýtingu fyrir lok árs 2009 og þar til niðurstaða er feng- in verður ekki farið inn á óröskuð svæði án samþykkis Alþingis, nema rannsóknar- eða nýtingar- leyfi liggi fyrir. Vinna á að heildstæðri fram- kvæmdaáætlun í málefnum inn- flytjenda sem hafi það markmið að betur verði tekið á móti erlendu fólki sem flyst til landsins og því auðveldað að verða virkir þátt- takendur í íslensku samfélagi og rækta menningu sína. Börn og eldra fólk sett í forgang Hafa frjálsar hendur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.