Fréttablaðið - 24.05.2007, Blaðsíða 72
Ég virði ákvörðun landsliðsþjálfarans
Bjarni Ólafur Eiríksson
mun semja við Val til fjögurra ára
þegar hann hefur náð samkomu-
lagi við félagið um samning sinn.
Bjarni fékk þau slæmu tíðindi í
gær að hann væri ristarbrotinn en
hann gat ekki spilað með Silkeborg
í síðustu leikjunum á tímabilinu
sem enn er reyndar ekki lokið.
„Það er ekki búið að ganga frá
neinu en við erum að nálgast sam-
komulag,“ sagði Bjarni, sem vildi
ekki segja hvort hann væri að
hækka eða lækka í launum við að
ganga í raðir Vals. „Ég er nokkuð
sáttur með samninginn,“ sagði
Bjarni, sem fer væntanlega í að-
gerð í dag.
„Ég get ekki stigið í löppina
núna og eftir aðgerðina verð ég í
gifsi í um fjórar vikur. Það verða
því líklega fjórar til sex vikur áður
en ég get nokkuð farið að æfa,“
sagði Bjarni, sem var í óða önn að
vinna í því að fá leyfi til að fara í
aðgerð frá Silkeborg, sem hann er
enn samningsbundinn til eins árs.
Bjarni var ekki viss hvað gerð-
ist næst en Ótthar Edvardsson,
framkvæmdarstjóri Vals, sagði að
meiðslin breyttu engu og gengið
yrði frá samningum fljótlega.
Hinn 25 ára gamli vinstri bak-
vörður segir alls óvíst að hann
reyni fyrir sér í atvinnumennsk-
unni aftur eftir misjafna tíma hjá
Silkeborg. Félaginu gekk afleit-
lega á tímabilinu og er fallið niður
í 1. deildina.
„Ég er ekkert að hugsa um að
leika erlendis núna. Ég vil eigin-
lega bara koma heim og spila fót-
bolta til að reyna að hafa gaman af
þessu aftur, þetta var mjög erfið-
ur tími þarna úti. Gengi liðsins er
búið að vera skelfilegt og það er
ekkert víst að ég fari aftur út þó
svo að það bjóðist,“ sagði Bjarni.
KR sýndi Bjarna áhuga auk
Valsmanna en leikmaðurinn segir
að hann hafi ekki velt því lengi
fyrir sér að halda í Vesturbæinn
þrátt fyrir að hann hafi gefið það
út fyrir nokkru að það yrði ekki
sjálfgefið að hann spilaði með Val
kæmi hann heim. „Valshjartað
spilaði auðvitað mikið inn í. Síðan
líst mér líka vel á allt í kringum
Val, þjálfarann, leikmannahóp-
inn, stjórnina og umgjörðina auk
þess sem aðstaðan er að verða frá-
bær. Ég skoðaði það ekki mikið að
ganga til liðs við KR en þó eitt-
hvað. Þetta var samt sem áður til-
tölulega auðveld ákvörðun fyrir
mig.“
Ótthar sagði við Fréttablað-
ið í gær að kaupverðið á Bjarna
væri trúnaðarmál en það væri þó
fjarri því að vera sex milljónir
króna eins og haldið hefur verið
fram. „Sex milljónir eru fjarri
lagi en þetta er hagstæður samn-
ingur fyrir báða aðila, annars
værum við ekki að standa í þessu
og Silkeborg er búið að samþykkja
tilboðið,“ sagði Ótthar.
Willum Þór Þórsson, þjálfari
Vals, fagnar endurkomu Bjarna
í Val en hann hefur notað Rene
Carlsen í uppáhaldsstöðu Bjarna,
vinstri bakvarðarstöðunni. „Það
er alltaf hægt að nota góða menn,“
sagði Willum.
„Tíminn verður að leiða í ljós
hvar við notum hann en Bjarni er
geysilega fjölhæfur leikmaður og
kemur auðvitað til með að styrkja
okkur hóp mikið. Auk þess á Bjarni
heima í Val,“ sagði Willum, sáttur
við framgang mála.
Bjarni Ólafur Eiríksson er ristarbrotinn og gengur um á hækjum þessa dagana. Hann mun samt sem áður
skrifa undir fjögurra ára samning við sitt gamla félag Val en er hættur að hugsa um atvinnumennskuna.
Fylkismenn hafa fengið
dæmdar á sig 52 aukaspyrnur í
fyrstu tveimur umferðum Lands-
bankadeildar karla. Ekkert lið
hefur brotið oftar af sér í fyrstu
tveimur umferðunum frá því að
tölfræði yfir aukaspyrnur var
fyrst tekin saman sumarið 2000.
Fylkismenn fengu á sig 28
aukaspyrnur í 1-0 sigri á Blikum í
1. umferð og brutu síðan 24 sinn-
um af sér í 1-2 tapi fyrir Vals-
mönnum í 2. umferð.
Það sem vekur einnig mikla at-
hygli er að Fylkismenn hafa að-
eins fengið 19 aukaspyrnur sjálfir
í þessum tveimur leikjum, eða 33
færri en mótherjar þeirra.
Grófasta byrjun
liðs síðan 2000
Skagamenn hafa ekki
byrjað vel í Landsbankadeild
karla í sumar og eru stigalausir
og neðstir eftir fyrstu tvær um-
ferðirnar.
Það hefur ekki hjálpað til að
liðið hefur þurft að spila manni
færri í 88 mínútur, missti mann út
á 24. mínútu í fyrsta leiknum og
svo aftur á 68. mínútu í annarri
umferð.
Þegar tölfræði yfir spjöld og
aukaspyrnur er skoðuð kemur í
ljós að það er mikill munur á því
hversu mörg brot eru á bak við
hvert spjald. Skagamenn, sem
hafa fengið 8 spjöld (6 gul og 2
rauð), hafa brotið 31 sinni af sér
og fá því spjald fyrir tæplega
fjórðu hverju aukaspyrnu.
Það er allt önnur saga hjá Vals-
mönnum sem hafa brotið 34 sinn-
um af sér en aðeins fengið að líta
eitt gult spjald.
Skagamenn að
spila of fast?
Opna Mapei
golfmótið
Glæsileg verðlaun, keppt er í einum flokki og verðlaun
veitt fyrir 5 efstu sætin.
Nándarverðlaun á öllum par 3 holum.
Dregið verður úr skorkortum viðstaddra í mótslok.
Þátttökugjald: 3.500 kr.
Skráning: golf.is og í síma: 482 3380
Verður haldið í Öndverðarnesi laugardaginn 26. maí