Fréttablaðið - 24.05.2007, Blaðsíða 62
Sin City leikstjórinn Robert Rodrigu-
ez hyggst endurgera „költ“-kvikmyndina
Barbarellu sem skartaði á sínum tíma lík-
amsræktarfrömuðinum Jane Fonda í að-
alhlutverkinu. Þetta var tilkynnt á kvik-
myndahátíðinni í Cannes. Framleiðandi
myndarinnar verður Dino De Laurentis
en hann framleiddi einnig upphaflegu
myndina. „Möguleikarnir eru óþrjót-
andi. Ég elska þessa persónu og allt sem
hún stendur fyrir,“ sagði Rodriguez við
blaðamenn af þessu tilefni. Laurentis
sagði í yfirlýsingu að Barbarella væri
hinn fullkomna hetja vísindaskáld-
skapar. „Hún er gáfuð, sterk og kyn-
þokkafull,“ lýsti framleiðandinn yfir.
Barbarella var frumsýnd 1968
en var slátrað af gagnrýnend-
um og áhorfendum. Á einhvern
undarlegan hátt varð kvikmyndin
þó að „költ“-fyrirbæri síðar meir
og má víða finna tilvísanir í hana
í nútíma poppmenningu. Nægir
þar að nefna popphljómsveitina
Duran Duran sem var nefnd
eftir illmenni myndarinnar. Þá
endurskapaði Kylie Minogue at-
riði úr myndinni í myndbandinu
Put Yourself in My Place þegar
hún afklæddist í þyngdarleysi
en þegar Jane Fonda gerði það
sumarið ´68 vakti það mikla
hneykslan.
Rodriguez endurgerir
Barbarellu
Bandaríski leikstjórinn Martin
Scorsese tilkynnti á kvikmynda-
hátíðinni í Cannes að hann hefði
stofnað sérstakan sjóð sem hygð-
ist forða gömlum kvikmyndum
frá gleymsku og glötun. Sjóðurinn
hefur fengið nafnið World Cinema
Foundation eða Heimskvikmynda-
sjóðurinn. Scorsese hefur fengið
til liðs við sig marga af fremstu
leikstjórum kvikmyndaiðnaðar-
ins og mun hlutverk sjóðsins vera
fólgið í því að bjarga kvikmyndum
í heimalandi hvers og eins.
Scorsese sagðist myndu ein-
beita sér að horfnum kvikmyndum
þróunarlandanna. „Ef ekkert verð-
ur að gert munu þessar kvikmynd-
ir hverfa af sjónarsviðinu,“ sagði
hann við blaðamenn. „Foreldr-
ar mínir voru verkamenn í New
York og því var ekki mikil hefð
fyrir bókalestri. Þess í stað horfði
ég mikið á kvikmyndir frá öllum
heimshornum í sjónvarpi og þær
opnuðu fyrir mér nýja menning-
arheima,“ útskýrði Scorsese. Step-
hen Frears, sem er í forsvari fyrir
Cannes-dómnefndina, lýsti því yfir
við blaðamenn að meginmarkmið
hans yrði að varðveita gamlar
breskar kvikmyndir. „Breska kvik-
myndastofnunin þarf á meiri fjár-
styrk að halda til að standa straum
af slíku verkefni. Þetta er líf okkar
og menning en yfirvöld sýna þessu
ekki nógu mikinn áhuga,“ sagði
Frears.
Scorsese bjargar kvikmyndum
Þriðju og síðustu kvik-
myndarinnar í þríleiknum
Pirates of the Caribbean
hefur verið beðið með
mikilli eftirvæntingu og nú
hefur hefur hinu eina og
sanna gullskipi verið siglt
til Íslands.
Þegar framleiðandinn Jerry Bruck-
heimer tilkynnti árið 2002 að hann
hygðist gera kvikmynd eftir sögu-
þræði sjóræningjaleiktækis í
Disney-garðinum töldu flestir að
hann hefði endanlega glatað glór-
unni. Sjóræningjar höfðu ekki sést
á hvíta tjaldinu í háa herrans tíð og
voru jafn útdauðir og hetjur villta
vestursins. Sjóræningjamynd væri
því bara eins og að kasta peningum
á haf út. En Bruckheimer skellti
skollaeyrum við slíkum hrakspám
og hélt ótrauður áfram enda lumaði
hann á óvæntu trompi uppi í erm-
inni: Johnny Depp.
Þeir voru ófáir sem ráku upp stór
augu þegar framleiðandinn með pen-
inganefið tilkynnti að Depp myndi
leika aðalhlutverkið enda hefur
leikarinn ekki verið þekktur fyrir
að leggja lag sitt við Hollywood-
„blockbuster“ myndir. Og varla eru
þeir margir sem hefðu spáð því að
gæðaleikarinn ætti eftir að bind-
ast tryggðaböndum við Bruckheim-
er, sem er hvað þekktastur fyrir að
framleiða innihaldslausar gróðrar-
stíur. En Depp sá ekki eftir ákvörð-
un sinni. Jack Sparrow tryggði
honum meira að segja tilnefningu til
Óskarsverðlauna.
Eftir að fyrsta myndin var frum-
sýnd sumarið 2003 varð öllum ljóst
að Buckerheimer og félagar höfðu
veðjað á réttan hest; Pirates of the
Caribbean kostaði litlar 140 millj-
ónir dollara í framleiðslu en rakaði
inn rúmum 300 milljónum dollara
í Bandaríkjunum. Og ekki þýddi
neitt annað en að framleiða aðra
mynd. Og þriðju.
Þrátt fyrir að annarri myndinni
hafi ekki verið tekið neitt sérstak-
lega vel af gagnrýnendum kom það
bersýnilega í ljós að áhorfendur
höfðu áhuga á ævintýrum Sparrow,
Elizabeth og Will Turner. Dead
Man‘s Chest fékk aukið fjármagn
enda tæknibrellurnar ögn flóknari
en í fyrstu myndinni. Sæskrímsli
eltu Sparrow á röndum og heimt-
uðu líf hans. Bruckheimer og félag-
ar reiddu fram 225 milljónir doll-
ara til framleiðslunnar. Og líkt og
síðast fengu þeir peninginn til baka
og vel það. 425 milljónir Banda-
ríkjadala komu í kassann eftir sýn-
ingar í Bandaríkjunum.
Og Bruckheimer opnaði veskið
upp á gátt fyrir síðustu myndina
enda skyldu örlög Sparrow og fé-
laga þá ráðast endanlega. Þrjú
hundruð Bandaríkjadölum var
pungað út og er At World‘s End því
ein dýrasta myndin sem framleidd
hefur verið. En Jerry missir varla
svefn yfir þessum gríðarlegu fjár-
munum. Og varla skiptir dómur
sérfræðinga neinu því áhorfendur
virðast elska skylmingar og segl-
skip. Enda hefur því verið spáð
að hvorki Lóa Köngulóarmanni,
Skrekki hinum þriðja né öðrum
væntanlegum stórmyndum takist
að skáka sjóræningjastuðinu með
Depp og Keith Richards fremsta í
flokki. Nema að John McClane setti
strik í reikninginn en það væri þá
ekki í fyrsta skipti.
Draugar, slím og kaldhæðni
,, Kvikmynd sem snertir mann djúpt.”
-Steven Rea, Philadelphia Inquirer.
,,Langbesta rómantíska stórmynd ársins.”
-Mick LaSalle, San Francisco Chronicle.
FRUMSÝND 16. MAÍ SÝND Í REGNBOGANUM
FALIN ÁSÝND
GOLDEN GLOBE
V E R Ð L A U N
BESTA TÓNLISTIN
SAMTÖK
GAGNRÝNENDA
BESTA HANDRIT
2 INDEPENDENT SPIRIT
AWARDS TILNEFNINGAR
BESTI LEIKARI
BESTA HANDRIT
KLIPPIÐ HÉR!
- Ekkert hlé á góðum myndum
Ekkert hlé Minna af auglýsingum Engin truflun321
2 fyrir 1 allar frumsýningarhelgar gegn framvísun þessarar úrklippu.
www.graenaljosid.is - Skráðu þig í Bíóklúbbinn og þú færð sendan boðsmiðakóða á Miða.is alla frumsýningardaga