Fréttablaðið - 24.05.2007, Blaðsíða 56

Fréttablaðið - 24.05.2007, Blaðsíða 56
Fyrsta tölvan sem ég eignaði mér hét Amstrad en hana hafði frændi minn fengið í fermingar- gjöf einhvern tíma á áttunda áratugn- um. Henni fylgdi þykk gormabók með forskriftum sem fylgja mátti til að láta skjáinn skipta um lit – og ef maður var verulega þolinmóður gat maður látið lítinn kall hlaupa yfir skjá- inn með því að skrifa upp fjórar síður af kóða. Þessi tölva kenndi mér mikla þolinmæði og hjálpaði mér að ná upp miklum vélritunar- hraða sem nýtist mér enn á hverj- um degi. Í hana var einnig hægt að stinga kasettum (og bíða í korter) eftir að leikir hlæðust inn á hana. Í þeirri tölvu skaut ég niður mörg illmenni, setti heimsmeistaramet í sleggjukasti og tapaði oft í tvívíð- um kappakstri. Ég las á dögunum að helstu sóknarfæri tölvuleikjaframleið- enda væru hjá framtíðar eldri borgurum. Ég verð vonandi einn þeirra. Þó ég leiki mér ekki mikið í tölvunni núna hlakka ég til að taka fram stýripinnann aftur. Ég hef reynt að ímynda mér með hvern- ig leikjum við gamla liðið eigum eftir að drepa tímann. Verður rykið bara dustað af Pac-Man eða munum við bregða okkur í hlut- verk smekkbuxnadvergsins Super Mario? Eða verðum við kannski föst inn í veruleika Eve Online sem í dag virðist töluvert meira spennandi en spilakvöld á Grund? Verður kannski hægt að hekla á netinu? Ég get ekki ímyndað mér um hvað leikirnir munu snúast en það verður ábyggilega heljarinnar fjör í framtíðinni. Reyndar verð- ur ábyggilega eftirsóknarvert að vera gamall, fólk hlýtur brátt að fá leiða á þessari æskudýrkun. Ég er af mjög fjölmennri kynslóð, fædd á ári barnsins, og þegar sú kynslóð verður loksins komin með eitthvert eiginlegt mótunarvald mun hún í krafti stærðar sinnar koma því til leiðar að það sé svalt að eldast. Og þá verð ég vonandi á notalegu vistheimili með Ice-T í eyrunum að spila Tetris. Stæsta bloggsamfélagið á Íslandi Viltu breyt’eikkurru? Ný útlit · Myndaalbúm · Símablogg Ný útlit í viku hverri! Búðu til eigið útlit eða veldu tilbúið! Viltu sýn’eikkað? Ný útlit · Myndaalbúm · Símablogg
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.