Fréttablaðið - 24.05.2007, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 24.05.2007, Blaðsíða 4
 Samkvæmt úrskurði undirréttar í Danmörku mega þrír íbúar í fríríkinu Kristjaníu búa áfram í húsum sínum, þrátt fyrir að dönsk stjórnvöld telji þá ekki hafa heimild til að búa þar. Stjórnvöld eru ósátt og hafa ákveðið að áfrýja dómnum. Undirrétturinn taldi ekki löglegt að bera íbúana út úr húsunum fyrr en úrskurður væri fallinn í öðru máli fyrir lands- rétti, sem snýst um það hvort Kristjaníubúar hafi áunnið sér hefðarrétt til búsetu á svæðinu, sem þýddi að ríkið hefði ekki heimild til að rýma húsin. Kristjaníubúar vinna dómsmál „Okkur líst vel á þetta og væntum góðs samstarfs við ríkis- stjórnina. Ég bind mestar vonir við að ríkisstjórn- in nái vel saman, samstarfið verði gott og við náum góðu samstarfi við ríkisstjórn- ina í heild,“ segir Vil- hjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, SA. „Við höfum lagt mesta áherslu á að hér yrði góður hagvöxtur og efnahagslegur stöðugleiki og sjáum ekkert í stjórnarsáttmálanum sem á að koma í veg fyrir það þannig að við horfum að því leyti björtum augum til næstu ára.“ „Við þurfum að nýta betur einkarekstur og vonum að áform í stjórnarsáttmálanum verði að veruleika.“ „Ég er þokkalega sáttur við þetta, þetta er það verkefni og sýn sem við höfum haft,“ segir Haraldur Benedikts- son, formaður Bændasamtaka Íslands, um stefnuyfirlýs- ingu ríkisstjórnarinnar. Hann sagði bændur hafa haft þá stefnu að auka atvinnufrelsi og takast á við það verkefni að bæta hag bænda og lækka verð til neytenda, eins og kveðið er á um í sáttmálanum. Það sé raunar kveðið á um slíkt í búvörulögum, og hafi verið frá 1985. Haraldur segir vissu- lega eftirsjá í Guðna Ágústssyni úr stól landbúnaðarráðherra, en sagðist hlakka til sam- starfsins við nýjan ráðherra. Grétar Þorsteins- son, forseti ASÍ, var á þingi evrópsku verkalýðs- hreyfingar- innar á Spáni í gær og hafði því ekki lesið allan stjórnarsáttmálann en minnti á að samráð hefði verið við ríkisstjórn- ir varðandi atvinnulíf á undanförnum árum. „En við hefðum gjarnan viljað sjá það formlegra og markvissara og kallað eftir því þannig að það er fagnaðarefni að þetta skuli vera að finna í stjórnarsáttmála. Síðan verður reynslan að skera úr um hvernig til tekst. Ef samráðið skilar tilætluð- um árangri þá er það verulegur ávinningur,“ segir hann og fagnar því að fjallað sé um annað tækifæri til náms í stjórnarsáttmálanum. „Það er ekki mikið fjallað um sjávarút- vegsmál þó að það sé margt sem snertir okkur annað en það. Mér líst vel á það sem almennt er skrifað um efnahagsstjórn og atvinnulífið, skattaum- hverfið og ríkisrekstur- inn,“ segir Friðrik J. Arngrímsson, fram- kvæmdastjóri LÍÚ. „Það litla sem er skrifað um sjávarútvegsmál er bara um að tryggja stöðugleika í sjávarút- vegi. Ég les út úr þessu að það sé ekki verið að tala um að breyta fyrirkomu- lagi í sjávarútvegi og þarf það ekki að koma á óvart.“ „Það er ekki hægt annað en að taka undir að þetta sé frjálslynd umbóta- stjórn,“ segir Sveinn Hannesson, fram- kvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, SI. „Okkur finnst auðvitað afskaplega gott að sjá áherslu á nýsköpun í atvinnurekstri, aðgerðir til að efla hátækniiðnað og starfsumhverfi sprotafyr- irtækja. Sveinn bendir á að í stjórnarsáttmálanum séu áform um að auka áherslu á menntun og efla rannsóknar- og tækniþró- unarsjóð. „Við höfum lagt mikla áherslu á það. Það er gott að sjá líka að menn vilja heilbrigða sam- keppni og nýta möguleika í útrás orkufyrirtækja,“ segir hann. Ný stjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar verður nýfrjálshyggju-hægrikrat- ísk, segir Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna. Hann boðar harðsnúna stjórnarand- stöðu, sér í lagi í umhverf- is- og heilbrigðismálum. „Það er margt fallega sagt þarna, og örugglega vel meint, en það vekur athygli hvað þetta er almennt orðað, hversu fátt er handfast og beinlínis ákveðið,“ segir Steingrímur um stefnuyfirlýsingu nýrrar ríkisstjórnar. Hann segir rýra uppskeru Samfylkingar- innar vekja athygli, bæði hversu lítið hún beri úr býtum við skiptingu ráðuneyta, en ekki síður að flokkurinn hafi gefið eftir í veigamiklum málum í stefnuyfirlýsingunni. Ekkert beri þess hins vegar merki að Sjálfstæðisflokkurinn hafi gefið eftir. „Ég held að niðurlæging Samfylkingarinn- ar sé hvað mest í umhverfismálum og Íraksmálinu, en einnig mætti nefna ókeypis tannlækningar barna og að 30 prósent af námslánum breytist í styrk,“ segir Stein- grímur. Hann segir vissulega góð fyrirheit á sviði velferðarmála í yfirlýsingunni, en þau séu almennt orðuð, og Sjálfstæðisflokkurinn sitji á ríkiskassanum. „Ég geri mér ljóst að hér eru miklar breytingar í aðsigi á mörgum sviðum og margt óunnið í bakher- bergjum sem geti orðið átakamál milli flokkanna,“ sagði Guðni Ágústsson, formaður Framsóknar- flokksins, þegar hann hafði kynnt sér stefnuyfirlýs- ingu nýrrar ríkisstjórnar í gær. Hann sagði ljóst að báðir stjórnarflokkarnir hafi lagst á sína hægri hlið. Hann óttist að höggva eigi landbúnað- arráðuneytið niður og eyðileggja það, með sameiningu við sjávarútvegsráðuneytið. Ef ráðuneytin verði sameinuð verði landbúnað- urinn að ganga þar inn með jafnræði og fullri virðingu. Guðni segir Íbúðalánasjóð nú á leið á líknardeild í fjármálaráðuneytinu, og ljóst að það sé fyrsta skrefið í að leggja sjóðinn niður. Einnig sé að vænta mikilla breytinga eftir að Sjálfstæðisflokkurinn tekur við heilbrigðisráðuneytinu. Þá muni það hafa slæmar afleiðingar fyrir íslenskan landbúnað að færa atvinnuvegahá- skólana undir menntamálaráðuneytið, segir Guðni. Eins sé afar óheppilegt að færa skógrækt og landgræðslu undir umhverfis- ráðuneytið. Kristín Gísladóttir sjúkraþjálfari aðstoðar við val á réttri dýnu alla fimmtudaga á milli kl. 16 og 18. Opið virka daga: 10-18 Reykjavík: Mörkin 4, s: 533 3500 „Það er að sumu leyti ágætis stefnumótun í sáttmálanum en orðalagið finnst mér frekar loðið,“ segir Guðjón Arnar Kristjánsson, formaður Frjálslynda flokksins, um stjórnarsáttmálann sem kynntur var í gær. „Mér finnst svolítið kjöt á beinunum í velferðarkafl- anum, hvað varðar kjör aldraðra og öryrkja, og skattakaflanum í samræmi við það. Við fögnum því ef menn ætla að taka á skattamálum með tilliti til lág- og millitekjufólks.“ Hann segist hins vegar mjög ósáttur með sjávarútvegskaflann. „Það stendur nánast ekkert í honum nema að stuðla eigi að stöðugleika, og ef það snýst um að tryggja stöðugleika í kvótakerfinu í dag þá höfnum við þeirri lausn. Það verður að fara að taka á réttarstöðu fólks sem býr í sjávarútvegs- plássum.“ Guðjón segir almennt ágætis stefnumótun að finna víðs vegar í sáttmálanum, en útfærsluna vanti. „Þegar þing verður kallað saman í næstu viku má búast við að stjórnin leggi fram einhver mál. Í stefnuræðu forsætisráðherra mun vonandi birtast betur hvert hún ætlar að stefna.“ Getnaðarvarnarpilla, sem stöðvar blæðingar kvenna og kemur í veg fyrir getnað, verður brátt sett á markað í Bandaríkj- unum. Lyfið var samþykkt nýlega af Matvæla- og lyfjaeftirliti Bandaríkjanna. Helmingur kvenna sem tekur pilluna hefur óreglulegar og óvæntar tíðir. Félagsfræðingur einn, sem BBC vitnar í, varar við hugsan- legum og ókunnum langtíma- áhrifum pillunnar og minnir á að blæðingar séu eðlilegur hluti lífsins, ekki sjúklegt ástand. Til höfuðs tíð- um kvenna
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.