Fréttablaðið - 24.05.2007, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 24.05.2007, Blaðsíða 12
Skerpt verður á viðbragðsáætlun fangelsis- ins á Litla-Hrauni og brunaæfingar verða í fastari skorðum en þær eru nú. Þetta var ákveðið í heimsókn Björns Karlssonar brunamálastjóra í fangelsið í gær. Tilefni heimsóknarinnar var tímaritsgrein sem fangi skrifaði um brunavarnir á Litla-Hrauni. „Ég fór um allt fangelsið í fylgd eldvarnareftirlits- manns frá Eldvarnareftirliti Árnessýslu og ræddi við forstöðumann fangelsisins, trúnaðarmann fanga og slökkviliðsstjóra Brunavarna Árnessýslu. Allir aðilar voru sammála um að þarna ríkti ekki neitt neyðar- ástand,“ segir Björn. Hann segir að viðbragðsáætlun fangelsisins, sem gefin er út af Fangelsismálastofnun og Ríkislögreglustjóra, hafi verið skoðuð og í kjölfarið ákveðið að skerpa á henni. Eins hafi verið rætt um að koma á reglulegri æfingum. „Það er mikil öryggismenning í fangelsinu og allir sem ég ræddi við voru afar meðvitaðir um þessi mál. Í fangelsinu vinna nokkrir slökkviliðsmenn sem fanga- verðir og næstæðsti maðurinn á staðnum hefur verið í slökkviliðinu í tvo áratugi,“ segir Björn. Valtýr Sigurðsson, forstjóri Fangelsismálastofnun- ar, telur að öryggi sé ekki ábótavant í fangelsum lands- ins en vissulega sé alltaf tilefni til að skoða hvort gera megi betur. „Öll okkar starfsemi er tekin út af eldvarn- areftirlitinu og fangelsismálastofnun og Ríkislögreglu- stjóri gefa reglulega út viðbragðsáætlanir fyrir fang- elsin sem eru svo æfðar reglulega,“ segir Valtýr. P IP A R • S ÍA • 71 00 6 Laugavegur - Smáralind - Kringlan Stúdentastjarnan og Rósin með ártalinu 2007 eru fallegar stúdentagjafir sem fást hjá okkur. www.jonogoskar.is Seltjarnarnes varð í gær fyrsta ljósleið- aravædda sveitarfélag veraldar. „Við vitum að minnsta kosti ekki betur,“ segir Jónmundur Guð- marsson, bæjarstjóri Seltjarnarness. „Við erum aðilar að alþjóðasamtökum borga og sveitarfélaga sem hafa þetta að markmiði, og okkur skilst að við séum fyrst.“ Gagnaveita Reykjavíkur, dótturfélag Orkuveit- unnar og Seltjarnarnesbær, boðuðu til blaðamanna- fundar í gær þar sem tíðindin voru kynnt. Ljósleiðari hefur nú verið tengdur í nær öll hús bæjarins og segist Jónmundur búast við því að í kringum 90 prósent heimila í bænum verði farin að nýta sér tengingarnar innan skamms. „Við höfum vísbendingu um að mjög stór hluti bæjarbúa muni nota sér þessa tengingu. Í könnun sem gerð var í tengslum við verkefnið kom fram að rúm 90 prósent bæjarbúa töldu mjög líklegt að þau myndu nýta sér ljósleiðarann. Það vakti athygli hjá orkuveitunni á þeim tíma, því þeir höfðu gert sér talsvert hógvær- ari væntingar um notkun á kerfinu.“ Hægt er að fá allt íslenskt sjónvarpsefni flutt um ljósleiðarann, sem og fjölda erlendra sjónvarps- stöðva og hraðvirka internettengingu. Áformað er að Reykjavík og fleiri sveitarfélög á Suður- og Vesturlandi muni einnig verða ljósleiðaravædd á næstu misserum. Nesið ljósleiðaravætt fyrst í heimi Sjálfsmorðsárásar- maðurinn, sem sprengdi sjálfan sig í loft upp í fjölfarinni verslunarmiðstöð í Ankara á mánudag, hét Guven Akkus, 28 ára gamall maður sem hafði setið tvö ár í fangelsi. Sex manns létu lífið og tugir slösuðust. Ráðamenn í Tyrklandi gáfu í skyn að aðskilnaðarsamtök kúrda stæðu að baki árásinni. Sprengingin varð á háannatíma og var mjög öflug. Rúður brotnuðu bæði í verslunarmið- stöðinni og nærliggjandi húsum og húsgögn og brak þeyttust út á götu. Sjálfsmorðsárás á háannatíma
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.