Fréttablaðið - 24.05.2007, Blaðsíða 78

Fréttablaðið - 24.05.2007, Blaðsíða 78
1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 „Ég kreisti mér appelsínusafa og fæ mér svo fullt af ferskum ávöxtum í AB-mjólk eða hálfa melónu með.“ Ljósmyndarinn Baldur Braga- son hefur verið valinn til að taka portrett-myndir af verðlaunahöf- um Polar Music Prize-verðlaun- anna í Svíþjóð sem eru afhent einu sinni á ári. Auk þess að mynda sigurveg- ara hvers árs mun Baldur mynda alla þá sem hafa unnið verðlaun- in frá árinu 1992, þar á meðal sir Paul McCartney, Bob Dylan, sir Elton John, BB King, Bruce Springsteen og eftirlifandi með- limi Led Zeppelin. „Hérna í Svíþjóð er þetta það næsta við Nóbelsverðlaunin. Maður hefur tekið eftir því þegar maður hittir þessa tónlistarmenn hvað það er borin mikil virðing fyrir þessu,“ segir Baldur. „Þetta er í fyrsta skipti sem maður fær virkilegt langtímaverkefni. Ég verð með þetta í höndunum þang- að til ég gefst upp eða drepst,“ segir hann og hlær. Baldur þarf að mynda alla verðlaunahafana vegna bókar sem verður gefin út eftir fjögur ár í tilefni tuttugu ára afmælis verðlaunanna. Reiknar hann með því að flakka um heiminn til að mynda fólkið á heimilum sínum og hlakkar hann vitaskuld mikið til. Það var Karl Gústaf Svíakon- ungur sem afhenti verðlaunin sl. mánudagskvöld en í ár hlutu þau bandarísku tónlistarmenn- irnir Steve Reich og Sonny Roll- ins. Myndaði Baldur þá vitaskuld í bak og fyrir. Að lokinni afhend- ingunni var blásið til veislu þar sem Sylvía drottning, Viktoría krónprinsessa og Lilian prins- essa voru á meðal gesta. „Ég hálfskammast mín fyrir það en ég nennti ekki í veisluna. Ég var búinn að gera það sem mig lang- aði að gera,“ segir Baldur. Myndar McCartney og Dylan „Það var eiginlega ekki fyrr en ég fluttist heim að hlutirnir fóru að ganga upp úti eins og ég vildi. Ég hef lengi stefnt að því að leikstýra bíómynd. Jú, þetta er mín fyrsta,“ segir kvikmyndagerðarmaðurinn Guðjón Hafþór Ólafsson eða Gus Olafsson eins og hann kallar sig á erlendum vettvangi. Guðjón Hafþór er nú að búa sig undir að leikstýra ævintýramynd en í henni leika stórstjörnur á borð við Roger Moore og David Bowie. Myndin heitir Cornelius Fly og fjallar um breskan dreng sem missir foreldra sína. Bowie leikur gráðugan náunga sem vill fá for- ræði yfir drengnum en Moore leik- ur dómara í myndinni. Myndin fer í tökur 3. september og verður tekin í Toulmne County sem er 150 mílur inn af San Francisco. Einnig verð- ur myndin tekin upp í Hollywood og á Bretlandi. Að sögn Guðjóns er þetta ekki dýr mynd á Hollywood-mæli- kvarða, kostnaðaráætlun er ekki fyrirliggjandi en tökukostnaður einn og sér hleypur á 200 milljón- um íslenskra króna. Þá eru eftir laun leikara. Fyrirhugað er að frumsýna myndina á næsta ári. Guðjón segir jafnframt að hugsanlegt sé að Pegasus komi að framleiðslu myndarinnar sem og einhverjir ís- lendingar til starfa en of snemmt er um það að segja á þessu stigi málsins. Skemmti- legt er að segja af því hvernig verkefnið er til komið en Guðjón ásamt samstarfsmanni sínum voru að halda handriti að fyrirtæki sem heitir Milk and Honey. „Þar starf- ar Christian Moore, sonur Rog- ers. Við vorum að vinna að handrit- inu saman en þá dettur þessi mynd inn. Christian stakk upp á því að ég myndi leikstýra henni meðan við leituðum fjár- magns til gerðar hinnar myndarinnar.“ Roger Moore, sem nú er áttræður, ætlar að leika í myndinni fram- leiðendum að kostnaðarlausu í greiðaskyni við son sinn. Hlut- verk Bowies er einnig til komið vegna fjölskyldutengsla. Það að þessar stórstjörnur hafi fallist á að taka að sér hlutverk hefur svo opnað ýmsar dyr. Og Guðjón nefnir tvo leikara til sem munu taka þátt eða þau Karen Grassle sem þekkt- ust er fyrir að hafa leikið Ingals- mömmuna í Húsinu á sléttunni og Bichard Bakalyan. Hann er 76 ára gamall karl og var mikill vinur Sin- atra. Hlutverkaskipan er ýmist eldra fólk og svo krakkar og ungl- ingar. Guðjón Hafþór var lengi vel bú- settur úti í Los Angeles, eða í 16 ár. Þar lærði hann innanhússarkitekt- úr en fór í framhaldi að starfa við leikmyndagerð. Undan- farin tvö ár hefur hann svo verið hér heima og starfað hjá Pegasus kvikmynda- gerð. En þá fóru ævintýr- in að gerast og hann hefur eiginlega meira verið að störfum utan landsteina en hér heima. „Auðvitað mun ég reyna í þessum matarboðum að koma því þannig fyrir að þau fái sér flug- miða til Íslands. Ætla að reyna að sjarmera þau. En við skulum ekki minnast á að ég ætli að láta smella í sokka- böndunum,“ segir Jóhann Páll Valdi- marsson, útgefandi hjá JPV. Um næstu mán- aðamót heldur Jó- hann til New York þar sem hann mun eiga fund og þiggja matarboð tveggja þeirra höfunda sem vakið hafa mesta at- hygli á undanförnu ári eða svo fyrir bækur sínar. Ann- ars vegar er um að ræða Khaled Hoss- eini, höfund Flugdrekahlaupar- ans, og hins vegar Alice Sebold, sem skrifaði Svo fögur bein. Báðar þessar bækur gaf JPV út fyrir um ári og hafa þær notið mikilla vin- sælda. Flugdrekahlauparinn er með söluhæstu bókum á Íslandi og hefur nú setið á topp tíu-sölu- lista í rúmt ár. „Já, þetta eru miklir frásagna- meistarar. Næsta haust mun ég gefa út splunku- nýjar bækur eftir þau bæði. Al- mennt er ég ekk- ert uppveðrað- ur að snæða með einhverjum höf- undum en mér fannst það ómögulegt að þiggja þetta ekki,“ segir Jóhann Páll sem reyndar var á leið til Svíþjóðar um þetta leyti og var búinn að afþakka matarboð Sebold, en þegar Hoss- eini bauð honum einnig var um að gera að sæta lagi. Útgefandinn snjalli mun leita allra leiða til að fá höfundana til að heimsækja Ísland og þykist hann hafa staðfestan einlægan áhuga beggja á að sækja landið heim. Hins vegar gæti þetta verið slagur við „agenta“ sem vilja fá þau Hoss- eini og Sebold til að standa á haus við kynningarstarf vestra í tengsl- um við þeirra nýju bækur. Sebold er reyndar þekkt fyrir að vera fjöl- miðlafælin mjög en engum sögum fer af því hvort höfundur Flug- drekahlauparans er hlédrægur þannig að til vandræða horfi. JPV hittir Sebold og Hosseini í New York FYRSTUR MEÐ FRÉTTIRNAR www.visir.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.