Fréttablaðið - 24.05.2007, Blaðsíða 80

Fréttablaðið - 24.05.2007, Blaðsíða 80
Álæknabiðstofum kemur yfir mann nagandi tilfinningin um fallvaltleika lífsins. Ekki það að maður eigi endilega von á slæm- um tíðindum hjá lækninum held- ur eru það gömlu glansblöðin sem þarna liggja í hrúgum sem minna á þá einföldu staðreynd að það sem skiptir öllu máli í dag skipt- ir engu máli á morgun. Kannski er það viljandi gert hjá læknum að hafa gömul en ekki ný glansblöð á borðunum, einmitt til að undir- búa sjúklingana og koma þeim í rétt hugarástand. Kannski er auð- veldara að segja sjúklingi frá æxli hafi hann nýlokið við að lesa viðtal við Kalla Bjarna sem segist vera í „fangelsi frægðarinnar“. Líklega yrðu tíðindin mun óbærilegri ef sjúklingurinn hefði verið að lesa flunkunýtt viðtal við Jógvan um bjarta framtíð hans í poppinu og yfirþyrmandi kvenhylli. er auð- velt að gleyma í dagsins önn en þegar hún glottir framan í mann úr gömlu glansblöðunum er engr- ar undankomu auðið. Daglegt líf okkar er sem síða í glænýjasta glansblaðinu. Ekki ýkja spennandi síða kannski, meira svona eins og uppfyllingarefni sem fáir nenna að lesa. Okkur finnst núið eilíft, að allt verði alltaf eins og það er. Að hamingjan brosi alltaf við okkur eða við munum endalaust vera sveitt í bælinu að bylta okkur yfir nýjasta vísareikningnum. Svo er ekki. Það kemur alltaf nýr vísa- reikningur. Nema maður hætti að nota kort. Líklega er auðveldara að hætta á heróíni. um að „lifa lífinu lif- andi“ ætti að vera sú sem maður hefur mest á bakvið eyrað. Henni er þó hvergi haldið á lofti nema stund- um í auglýsingaherferðum. „Þú átt bara eitt líf – notaðu það!“ stendur með auglýsingu á jeppa. Fulltrúar eilífðarinnar hafa ekki einu sinni fyrir því að mótmæla þessari full- yrðingu, enda kannski ekki hægt að kaupa jeppa á himnum. eru stútfull af hverfulleika lífsins. Sjáið viðtalið við valdamesta mann Íslands: Jón Ólafsson. Árni Þór, prinsinn á Skjá einum er eftirsóttasti pip- arsveinn landsins. Heitur Teit- ur – sjarmörinn í Sjáðu á Stöð 2. Fyrir nú utan öll viðtölin við þenn- an og hinn vongóða listamanninn á „barmi heimsfrægðar“, veiku börnin og andstreymið og hinar árlegu greinar um „vændi á Ís- landi“ (pottþétt söluhæsta tölu- blað ársins). Og ekki má gleyma Andreu Róberts og Friðriki Weiss- happel: Ást að eilífu! Í gulnandi ei- lífð í hrúgunni á biðstofunum. Hverfulleikinn á biðstofunni FYRSTUR MEÐ FRÉTTIRNAR www.visir.is Taktu Frelsið með í ferðina Ferðafrelsið virkar alveg eins og Frelsið þitt heima! Símtölin eru gjaldfærð samstundis og því færðu enga bakreikninga eftir heimkomuna. Núna þarftu ekki að skrá þig sérstaklega í Ferðafrelsi Vodafone og þú getur notað það í flestum löndum. Kynntu þér málið á vodafone.is/frelsi áður en þú leggur af stað. Góða ferð. Smelltu þér á www.vodafone.is/frelsi, komdu í næstu verslun Vodafone eða hringdu í 1414 og fáðu nánari upplýsingar. Gríptu augnablikið og lifðu núna Fí to n/ S ÍA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.