Fréttablaðið - 24.05.2007, Blaðsíða 60

Fréttablaðið - 24.05.2007, Blaðsíða 60
Kl. 20.00 Orgelsnillingurinn Michael Radualescu stýrir tónleikum í kirkjunni þar sem fluttar verða tvær kantötur eftir J. S. Bach. Ein- söngvarar eru Ólöf Kolbrún Harðardóttir, Sesselja Kristjánsdóttir, Þorbjörn Rúnars- son og Bergþór Pálsson. Kór Langholtskirkju syngur og Kammersveit Langholtskirkju leikur en konsertmeistari er Júlíana Elín Kjartansdóttir. Austfirskt tónlistarfólk skipulegg- ur tónleika í Kirkju- og menningar- miðstöðinni á Eskifirði um hvíta- sunnuna þar sem tónlist héraðsins verður í forgrunni. Megintilgang- ur tónleikanna er að minna á þann sterka menningararf sem fólginn er í austfirskri tónlist og textum og þýðingu þess menningararfs fyrir samfélagið. Á tónleikunum verður flutt tón- list eftir Inga T. Lárusson, Svavar Benediktsson, Óðin G. Þórarins- son og bræðurna Þorvald og Þor- lák Friðrikssyni. Textahöfund- ar eru flestir austfirskir, meðal annars Helgi Seljan, Hákon Aðalsteinsson, Kristján Ingólfs- son, Kristján frá Djúpalæk, Páll Ólafsson og fleiri. Margir kannast við lög Inga T. Lárussonar, til dæmis „Ég bið að heilsa“ og „Sumarkveðju“ og lög Óðins G. Þórarinssonar hafa hljómað víða en hann samdi til dæmis lögin „Nú liggur vel á mér“ og „Blíðasti blær“. Í fyrra kom út geisladiskurinn Ljósbrot með lögum eftir Þorlák Friðriksson, eða Lalla á Skorra- stað eins og Austfirðingar kalla hann. Allir textar við lögin eru eftir bróður hans, Helga Seljan. Á diskinum eru lög eins og Drauma- veröld og Ljósbrot. Fyrir fjórum árum kom út geisladiskurinn Lögin hans Valda sem inniheldur lög eftir Valda á Sigurðarhúsinu eða Þorvald Frið- riksson, bróður þeirra Lalla og Helga. Á diskum bræðranna sáu synir þeirra að mestu um söng og hljóðfæraleik og nutu dyggrar að- stoðar Magnúsar Kjartanssonar. Á annan tug flytjenda bæði söngvara og hljóðfæraleikara koma fram á tónleikunum og eru það að langmestu leyti þeir sömu og komu að gerð geisladiska þeirra bræðra, nær allir að austan. Tónlistarstjórar og útsetjarar eru Ágúst Ármann Þorláksson, skólastjóri Tónskóla Neskaupstað- ar, en skólinn er hinn formlegi tón- leikahaldari, og hinn landskunni tónlistarmaður Magnús Kjartans- son. Tónleikarnir verða næstkom- andi sunnudag kl. 20.30 og á mánu- daginn kl. 15. Kall austfirsku átthaganna Djassbandið E.S.T. fer sínar eigin leiðir en frumleiki þess og fag- leg spilamennska hefur komið því ofarlega á lista djassaðdáenda um allan heim. Gagnrýnendur hafa lofað sænska djasstríóið E.S.T í hástert, ekki aðeins fyrir tónlistina sem það semur heldur einnig líflegan flutning. E.S.T. leikur á tvennum tónleikum á Listhátíð í Reykjavík nú um helgina. Meðlimir E.S.T. eru frá Stokk- hólmi og tónlistin er léttur og auð- heyrilegur djass með áhrifum víða að, meðal annars úr klassískri tón- list, poppi, raftónlist, og fönki. Styrkur þeirra er meðal annars fólginn í því hversu óhræddir þeir eru við að feta ótroðnar slóðir og er bæði um að ræða frumsamið efni og útgáfur þeirra á frægum djasslögum, til dæmis eftir Thel- onius Monk. Tríóið skipa Esbjörn Svensson á píanó, Magnus Öström á trommur og Dan Berglund á bassa. Esbjörn og Magnus eru æskuvinir og hófu snemma að bralla sitthvað saman í tónlist. Tilraunamennska þeirra vakti athygli og varð mörgum tón- listarmönnum, bæði í Svíþjóð og Danmörku, mikill innblástur. Árið 1993 spratt tríóið fram fullskapað í framhaldi af kynnum þeirra við Dan Berglund og hver geisladisk- urinn af öðrum leit dagsins ljós. Árið 1995 var tónlist þeirra farin að seljast eins og heitar lummur. Árin 1995 og 1996 var Es- björn Svenson valinn djasstónlist- armaður ársins í Svíþjóð og 1998 lagahöfundur ársins. Ári síðar kom út sá geisladiskur E.S.T. sem vakti athygli umheimsins. Boltinn hefur rúllað og verðlaunin hlað- ist utan á þá félaga, sem hafa til dæmis hafa fengið upphefðina „djassband ársins í Evrópu“ árið 2004 samkvæmt mati dómnefnd- ar sem skipuð var fulltrúum rúm- lega tuttugu Evrópuþjóða. E.S.T. varð enn fremur fyrst evrópskra hljómsveita til þess að prýða for- síðu hins virta bandaríska djass- tímarits Downbeat. E.S.T hefur nú þegar gefið út ellefu geisladiska sem flestir hlotið hafa afbragðs viðtökur. Tónleikar E.S.T eru töluvert frábrugðnir hefðbundnum djass- tónleikum, til dæmis notast þeir gjarnan við ljós og reyk líkt og gert er á rokktónleikum. Í dag telja margir E.S.T. með frumlegri djassböndum heimsins og eru óteljandi viðurkenningar og verð- laun til marks um vinsældir þess. Koma tríóisins til landsins er því mikill fengur fyrir áhugafólk og aðra forvitna sem vilja kynna sér auðheyrilega og öðruvísi tónlist. Tónleikar E.S.T. fara fram á Nasa föstudags- og laugardags- kvöld. aðalfundur vinafélags sinfóníuhljómsveitar íslands 31 2007 17.30 Vinafélags Sinfóníuhljómsveitar Íslands dagskrá aðalfundarins 1. 2. 3. 4. 5. 6. Karólína Eiríksdóttir stjórn vinafélags sinfóníuhljómsveitar íslands „ÞAÐ ELSKA ALLAR KONUR HEIMSFRÆGA MENN“ GRETTIR Miðasala 568 8000 www.borgarleikhús.is grettir.blog. is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.