Fréttablaðið - 24.05.2007, Blaðsíða 64

Fréttablaðið - 24.05.2007, Blaðsíða 64
Árni Ragnarsson, brennslumeist- ari hjá Te og kaffi og Íslands- meistari í kaffismökkun, keppti nýlega á heimsmeistaramóti kaffi- smakkara í Antwerpen í Belgíu. Árni hreppti annað sætið í keppn- inni, sem alls nítján þjóðir tóku þátt í. „Þetta var fyrsta keppnin sem ég fer í og þetta gekk bara vonum framar,“ sagði Árni, sem hefur starfað hjá Te og kaffi í ein sex ár. „Ég er sem sagt brennslumeist- ari. Í því felst að ég rista allt kaff- ið sem við fáum, bý til blöndurnar okkar og smakka kaffið til,“ sagði hann. Fleiri hafa heyrt af kaffibar- þjónakeppnum en kaffismökkun- arkeppnum, og ekki nema von. „Þetta er tiltölulega nýtt, keppn- in í ár var bara sú þriðja sem er haldin,“ útskýrði Árni, sem var að vonum ánægður með árangurinn. Árleg Nemakeppni Kornax fór fram í tíunda sinn í Hótel- og mat- vælaskólanum í Kópavogi dagana 17.–18. maí. Keppnin hefur verið haldin árlega frá árinu 1998. Auk Hótel- og matvælaskólans standa Landssamband bakarameistara, Klúbbur bakarameistara og Korn- ax að keppninni, að því er fram kemur í fréttatilkynningu. Fjórir nemar kepptu til úr- slita í ár. Það voru þeir Aron Eg- ilsson, hjá Bakarameistaranum, Axel Þorsteinsson, Kökuhorninu, Björgvin Páll Gústavsson, Hjá Jóa Fel og Þorkell Marvin Halldórs- son, Brauðgerð Ólafsvíkur. Björg- vin Páll bar sigur úr býtum og hlýtur að launum eignarbikar frá Kornaxi, ásamt farandbikar frá Klúbbi bakarameistara. Stjórnandi keppninnar var Ingólfur Sigurðsson, bakarameist- ari og kennari. Að lokinni verð- launaafhendingu bauð Kornax keppendum, aðstandendum þeirra og starfsmönnum bakaría til mót- töku, en á laugardeginum voru af- urðirnar sýndar í Smáralind, í til- efni af 20 ára afmæli Kornax. Árleg nemakeppni Hafdís Bjarnadóttir tón- listarkona ber hag fátækra námsmanna fyrir brjósti og eldar fram í tímann. Hafdís hefur sjálf reynslu af að- stæðum fátækra námsmanna, þar sem hún tilheyrir þeim hópi. „Ég er að klára BA í tónsmíðum frá Listaháskóla Íslands. Ég útskrif- ast 2. júní,“ útskýrði hún. Náms- árum hennar lýkur þó ekki þar. „Nei, ég hef þessa dagana verið að reyna að ákveða hvort ég ætla í framhaldsnám í tónsmíðum í Sví- þjóð eða Danmörku. Ég þarf að ákveða það fyrir morgundaginn, svo þetta er mjög skrautlegt allt saman,“ sagði hún og hló við. Eitt besta húsráð Hafdísar er að elda stærri uppskriftir og frysta afganga í smáskömmtum. „Ef maður er mjög latur að elda er til dæmis ágætt að sjóða fullt af ýsu. Svo má borða hana með kartöflum en frysta afgangana, til dæmis til að búa til fiskítós úr,“ sagði Haf- dís, sem deilir hér hagkvæmri uppskrift að svokölluðum fiskítós með Fréttablaðslesendum. Hún hefur safnað fleiri húsráð- um í sarpinn, þó að ekki sé víst að þau fengju öll pláss í húsmæðra- handbókum. „Annað húsráð sem ég luma á er að borða aldrei saman grænar ólífur og heitt súkkulaði með rjóma,“ sagði Hafdís grafal- varleg. „Ég rak mig á þetta þegar ég fór á kaffihús eftir að eldhús- inu þar var lokað. Þetta var það eina sem var eitthvað saðsamt, en reyndist alveg hræðilegt saman,“ bætti hún hlæjandi við. Hafdísi reynist vel að elda sér í haginn, enda önnum kafin kona. Utan námsins er hún meðlimur í Hljómsveit Hafdísar, sem treð- ur upp á AIM festival eftir viku. „Hljómsveitin hefur verið starf- rækt í svona fimm ár. Hún er reyndar alltaf síbreytileg eftir því hverjir eru lausir hverju sinni,“ sagði Hafdís og hló. Hún verður á Græna hattinum ásamt VilHelm og Shadow Parade að viku liðinni. Afgangsfiskurinn má vera ýsa, steinbítur, lax, rækjur eða hvað sem er. Grænmetið er það sem til er hverju sinni, s.s. sveppir, tómat- ar, laukur, maísbaunir eða kapers. Smyrjið pönnukökuna með sósu. Hrúgið fiski og grænmeti inn í, passið að hægt sé að loka kökunni. Setjið ost með ef vill. Rúllið pönnu- kökunni upp og hitið í ofni. Takið fiskítóinn úr ofninum þegar hann er farinn að líta sannfærandi út. Gott er að bera hann fram með meiri sósu ofan á og smá slettu af sýrðum rjóma eða ab-mjólk. Ég mæli með því að kveikja á kerti og góðri tónlist til að maturinn smakkist betur. Úrvals smakkari Argentína steikhús efnir til sérlegs vindlakvölds fimmtudaginn 31. maí, degi áður en reykbannið tekur við. „Þessi hugmynd kom upp fyrir svona tveimur vikum. Við erum að hætta að selja vindla, því nú er að koma reykbann,“ útskýrði Jón Eggert Víðisson, yf- irþjónn á Argentínu. „Hjá mörgum viðskiptavinum okkar hefur það verið partur af því að fara út að borða að fá sér stóran vindil eftir matinn. Við höfum stílað svolítið inn á þann markhóp líka. Svo okkur datt í hug að kveðja vindlana og reykinn með hvelli. Það er alls ekkert neikvætt. Yfirskrift kvöldsins er að við kveðj- um góða tíma og fögnum nýjum,“ sagði Jón Eggert. Kokkar steikhússins hafa sett saman sérstakan matseðil fyrir kvöldið. „Á honum er meðal annars að finna cohiba tóbaksís, sem er víst mjög góður, þó að hann hljómi kannski skringilega. Kokkarnir hafa séð hann erlendis,“ sagði Jón Eggert. „Svo erum við með Davidoff reykt hreindýr, sem er reyndar ekki tóbaks- reykt,“ bætti hann við. Eftir matinn geta gestir svo notið síðasta vindilsins á Argentínu, en þeir verða seldir á heildsöluverði. Jón Eggert segir fastagesti hafa tekið vel í hug- myndina. „Svo munum við auglýsa þetta í Boston Legal-þáttunum, af því að þeir reykja alltaf vindil í lok hvers þáttar,“ sagði Jón Eggert sposkur. „Þetta verður mjög skemmtilegt,“ bætti hann við. Kveðja reykinn með hvelli Snæddi emúfuglasteik í KaupmannahöfnKotasæla...ber sælunafn- ið með rentu. Hún er ljóm- andi ljúffengt álegg og tilval- in fyrir þá sem vilja skipta smjöri og osti út fyrir eitthvað skemmtilegra. Snúið henni á hvolf í ís- skápnum, þá geym- ist hún lengur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.