Fréttablaðið - 24.05.2007, Blaðsíða 30
Ég var á ferð í Rússlandi
á dögunum með
gsm símann í
vasanum. Þegar
heim kom beið
mín reikning-
ur uppá nær
50 þúsund krónur frá Síminn
hf sem var að verulegum hluta
fyrir fáein innanbæjarsímtöl í St.
Petersburg sem kostuðu nær 500
krónur mínútan! Þar sem kona
mín er rússnesk þekki ég nokkuð
vel til hvað almennt verð er á
þessu svæði fyrir notkun gsm
síma en það er 7-14 krónur fyrir
hverja mínútu fyrir símtöl á milli
gsm síma eða frá gsm síma í fast-
línur innan borgarinnar. Sím-
inn reyndi að rukka mig með
nær 5000% - fimm þúsund földu
álagi!
Auk símtaxta sem er gjörsam-
lega úti á túni og algerlega á skjön
við reglur sem Evrópusamband-
ið hefur nú sett á símafélög varð-
andi notkun gsm síma utan heima-
landsins, eru fleiri hundruð krón-
ur rukkaðar í hvert sinn sem
reynt er að hringja í númer sem
er á tali eða ekki náðist samband.
Ítrekaðar en árangurslausar til-
raunir að ná sambandi við slíkt
númer kostuðu fleiri þúsund krón-
ur hjá Símanum.
Hvað varðar símtöl í gsm sím-
ann til mín er bæði rukkað fyrir
‘Símtal móttekið erlendis’ og
‘Svargjald erlendis (TAP)’ en
enginn hjá þjónustuveri Símans
hefur getað upplýst mig hvað
þetta gjald stendur fyrir. Lengd
þeirra símtala er alltaf sýnd sem
0, en samt eru þúsundir króna
færðar á símareikninginn fyrir
þetta. Til að kóróna vitleysuna er
síðan rukkað fyrir ‘GPRS notkun
erlends’ sem starfsmaður Sím-
ans segir mér að sé fyrir að vafra
á netinu. Hinsvegar er símtólið
mitt með engar slíkar stillingar
eða uppsetningar og ég hef aldrei
séð eina einustu vefsíðu nokkru
sinni birtast í þessum síma. Hins-
vegar barst ruslpóstur með smá-
skilaboðum inná símann á þessu
tímabili.
Það tók Símann marga mán-
uði að senda útskrift á símtölun-
um eftir að ég kvartaði fyrst yfir
reikningnum. Eftir að skoða út-
skriftina er ástæða til að benda
fólki á að fara vandlega yfir síma-
reikninga sína frá Símanum, sér-
staklega þegar gsm síminn er
tekin með á ferðalögum erlendis.
Slík gjaldtaka sem lýst er að ofan
er auðvitað ekkert annað en fjár-
svik og þjófnaður. Evrópusam-
bandið hefur skorið upp herör
gegn slíku svindli símafélaga og
nýlega sett reglur sem banna slíka
gjaldtöku.
Þegar ég vakti athygli starfs-
manna Símans á þessu voru svörin
á þá leið að þetta hefði ekkert með
Símann að gera, þeir hefðu ekk-
ert yfir gjaldtökunni í Rússlandi
að segja. Mér sem viðskiptavini
Símans kemur í raun ekkert við
hvort félagið lætur rússnesku
mafíuna stela af sér peningum,
hvort starfsmenn Símans séu svo
óhæfir í starfi að þeim sé ófært að
semja um eðlilegt verð fyrir sína
viðskiptavina á erlendri grund
eða hvort aðstandendur Símans
séu sjálfir að stinga þessum pen-
ingum í vasann eða drekka þá út
á sólarströndum erlendis. Það er
þeirra mál hvernig þeir haga því,
en Síminn getur ekki skuldað á
minn símareikning hvað sem þeim
eða glæpamönnum sem þeir eru í
samstarfi við dettur í hug. Eitt-
hvert samræmi verður að vera
á milli eðlilegs markaðsverðs,
þeirrar þjónustu sem veitt er og
þess sem síðan er prentað á síma-
reikninginn.
Þar sem allar tilraunir mínar
til að fá starfsfólk Símans til
að leiðrétta símareikninginn og
færa hann til samræmis við eðli-
lega viðskiptahætti, hef ég neyðst
til að grípa til þess úrræðis að
kæra fjársvikin til Lögreglunnar í
Reykjavík og Neytendastofu.
Höfundur er athafnamaður.
Fjársvik Símans á viðskiptavinum sínum
Er þjóðin í álögum? Hvernig getur annars staðið á því að
þeir sem vinna að gróðurvernd eða
skógrækt eða menntað fólk í nátt-
úruvísindum virðist ekki hafa, eða
vill ekki hafa, hugmynd um hörmu-
legt ástand gróðurlendisinns á
landinu okkar, þó það sé vitnað í
það í erlendum náttúruritum sem
skemmdasta land af búsetu. Með
stærstu manngerðar eyðimerkur
af manna völdum og þarf að fara
til Norður-Afríku til samjafnaðar.
Er þessi skömm feimnismál í
skólakerfinu? Ekki björgum við
restinni af gróðrinum og gróður-
moldinni, okkar dýrustu eign, með
lokuð augu. Þessir fræðingar ættu
að opna augun fyrir
staðreyndum og
horfa í kring um sig
á öll sárin og gróður
og kjarrleifarnar
sem berjast fyrir lífi
sínu á viðkvæmum
svæðum, fyrir
ágangi 1.000.000 fjár
og á annað hundrað
þúsunda hrossa sem naga gróður-
inn stjórnlaust um landið allt
sumarið, og enginn ber ábyrgð á
afleiðingunum fyrir landið.
Þið sem hafið lært og búið ykkur
undir lífið, við að sinna umhverfis-
málum, er ekki brýnt erindi fyrir
ykkur að byrja á grunn vandamál-
inu, sem allt annað byggist á, bar-
áttu fyrir stöðvun stöðugrar rán-
yrkju sem heldur allri viðleitni til
landgræðslu í tapi? Að vinna að
áætlunum og fræðslu um náttúru-
vernd við þessar aðstæður er eins
og að byggja hús án þess að byrja
á grunninum, eða prjóna flík sem
stöðugt er rakið neðan af. Hvaða
árangri skilar það? Er ásættanlegt
að vinna við slíkar aðstæður? Ég
veit að við sjálft „tregðulögmálið“
er að etja, en það má þó reyna að
vekja samvisku þeirra sem eiga að
sjá til þess að við skilum ekki land-
inu stöðugt skemmdara í hendur
afkomendum okkar.
Það væri kannski meiri von í að
ráðamenn hlustuðu frekar á ykkur
fræðingana en einn og einn hróp-
anda í eyðimörkinni.
Það er sannarlega kominn tími
til að þið látið í ykkur heyra.
Höfundur er leikkona og fyrrver-
andi formaður Lífs og lands.
Margt skrýtið í kýrhausnum
Alheimssamtökfótaaðgerða-
fræðinga; FIP, hafa
valið maí fyrir fót-
verndarmánuð. Í ár
ber hann yfirskrift-
ina: fætur og íþróttir. Átt þú fótum
þínum fjör að launa? Fæturnir
endurspegla heilsufar þitt!
Í fætinum eru 52 bein, 66 liðamót,
214 liðbönd og 38 vöðvar. Íþróttir
og hreyfing hafa góð áhrif á heilsu
okkar andlega jafnt sem líkamlega.
Fæturnir þarfnast þó sérstakrar
umönnunar hjá íþróttaiðkendum.
Við iðkun íþrótta, s.s skokk, hlaup,
boltaleiki, fjallgöngur o.fl. verð-
ur mikið álag á fætur og er ekki
óalgengt að það blæði undir neglur,
myndist blöðrur eða tognun. Með
réttri umhirðu má fyrirbyggja
mörg fótvandamál.
Góð upphitun og góðar teygjur í
lok æfinga eru mikilvægar.
Einnig góðir sokkar sem passa
vel og halda raka frá fætinum.
Mikilvægt er að velja rétta skó
fyrir hverja íþróttagrein. Ekki er
gott að vera í hlaupaskóm þegar
spilaður er tennis eða körfubolti.
Nota þarf sérhannaða skó fyrir fót-
bolta, þolfimi o.s.frv. Klippa þarf
neglur reglulega, hafa þær frekar
stuttar og ekki klipptar í spíss.
Hvíld er besta ráðið við minni-
háttar vandamálum. Hægt er að
hefja æfingar á ný þegar bólga er
hjöðnuð og óþægindi eða sársauki
er horfinn. Ef blöðrur myndast
er ekki ráðlagt að sprengja þær.
Betra að klippa til filt eða plástur
og klippa úr þar sem blaðran er
og líma yfir. Þá fær hún frið til að
gróa. Einnig getur verið gagnlegt
að nota gervihúð.
Gott er að leita ráða hjá fóta-
aðgerðafræðingum áður en farið
er af stað t.d. göngufólk, skíða-
iðkendur, golfarar o.fl, þegar
vandamál koma upp.
75% fólks finna fyrir fótavanda-
málum einhverntímann á ævinni.
Það er ekki eðlilegt að finna til í
fótunum og nauðsynlegt að leita
aðstoðar þegar það gerist.
Á einni mannsævi gengur meðal-
manneskja um 150.000 km og getur
það tekið sinn toll. Mannslíkam-
inn er skapaður fyrir hreyfingu en
ekki kyrrstöðu.
Kyrrsetufólk ætti að stunda a.m.k
30 mínútna rösklega göngu dag-
lega. Það örvar vöðva og liðbönd
til að starfa betur og eykur blóð-
flæði um allan líkamann. Lykillinn
að heilbrigðum fótum, sama hvaða
hreyfing er stunduð, er skórnir.
Þegar keyptir eru íþróttaskór er
gott að prufa nokkrar mismunandi
gerðir. Best er að kaupa þá seinni-
part dags því fæturnir vilja þrútna
þegar líður á daginn. Gott er að
vera í sömu eða samskonar sokk-
um og notaðir eru við íþróttaiðkun-
ina, þegar skórnir eru keyptir. Mik-
ilvægt er að halda skónum þurrum
milli þess sem þeir eru notaðir.
Með sumarkveðju og ósk um
góða fótheilsu við íþróttaiðkun
sumarsins.
Höfundur skrifar fyrir hönd
fræðslu- og kynningarnefndar
Félags íslenskra fóta-
aðgerðafræðinga.
Fætur og íþróttir
Ef þú kaupir Miele þvottavél eða þurrkara færðu
kaupverðið endurgreitt með betri meðferð á þvottinum
Íslenskt stjórnborð
Ný og betri tromla
Verð frá kr.114.800
Hreinn sparnaður
1.
verðlaun
í Þýskalandi
W2241WPS
Þurrkari T223
Verð frá kr. 78.540