Fréttablaðið - 24.05.2007, Page 56

Fréttablaðið - 24.05.2007, Page 56
Fyrsta tölvan sem ég eignaði mér hét Amstrad en hana hafði frændi minn fengið í fermingar- gjöf einhvern tíma á áttunda áratugn- um. Henni fylgdi þykk gormabók með forskriftum sem fylgja mátti til að láta skjáinn skipta um lit – og ef maður var verulega þolinmóður gat maður látið lítinn kall hlaupa yfir skjá- inn með því að skrifa upp fjórar síður af kóða. Þessi tölva kenndi mér mikla þolinmæði og hjálpaði mér að ná upp miklum vélritunar- hraða sem nýtist mér enn á hverj- um degi. Í hana var einnig hægt að stinga kasettum (og bíða í korter) eftir að leikir hlæðust inn á hana. Í þeirri tölvu skaut ég niður mörg illmenni, setti heimsmeistaramet í sleggjukasti og tapaði oft í tvívíð- um kappakstri. Ég las á dögunum að helstu sóknarfæri tölvuleikjaframleið- enda væru hjá framtíðar eldri borgurum. Ég verð vonandi einn þeirra. Þó ég leiki mér ekki mikið í tölvunni núna hlakka ég til að taka fram stýripinnann aftur. Ég hef reynt að ímynda mér með hvern- ig leikjum við gamla liðið eigum eftir að drepa tímann. Verður rykið bara dustað af Pac-Man eða munum við bregða okkur í hlut- verk smekkbuxnadvergsins Super Mario? Eða verðum við kannski föst inn í veruleika Eve Online sem í dag virðist töluvert meira spennandi en spilakvöld á Grund? Verður kannski hægt að hekla á netinu? Ég get ekki ímyndað mér um hvað leikirnir munu snúast en það verður ábyggilega heljarinnar fjör í framtíðinni. Reyndar verð- ur ábyggilega eftirsóknarvert að vera gamall, fólk hlýtur brátt að fá leiða á þessari æskudýrkun. Ég er af mjög fjölmennri kynslóð, fædd á ári barnsins, og þegar sú kynslóð verður loksins komin með eitthvert eiginlegt mótunarvald mun hún í krafti stærðar sinnar koma því til leiðar að það sé svalt að eldast. Og þá verð ég vonandi á notalegu vistheimili með Ice-T í eyrunum að spila Tetris. Stæsta bloggsamfélagið á Íslandi Viltu breyt’eikkurru? Ný útlit · Myndaalbúm · Símablogg Ný útlit í viku hverri! Búðu til eigið útlit eða veldu tilbúið! Viltu sýn’eikkað? Ný útlit · Myndaalbúm · Símablogg

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.