Fréttablaðið - 25.05.2007, Page 1
71%
35%36%
Fr
é
tt
a
b
la
ð
ið
Fr
é
tt
a
b
la
ð
ið
M
b
l.
M
b
l.
*Samkvæmt fjölmiðlakönnun Gallup í mars 2007.
LESTUR MEÐAL 12-49 ÁRA
höfuðborgarsvæðið
Föstudagur
B
la
ð
ið
B
la
ð
ið
30
10
20
40
0
50
60
80
70
HÖNNUNHollenskt ævintýrateymi
HEIMILIÐFiskabúr sem húsgagn
INNLITLitadýrð Helgu Thorberg
hús&heimiliFÖSTUDAGUR 25. MAÍ 2007HÖNNUNSænskir fagurkerar
INNLIT
Vinnustofa listamanns GÓÐI HIRÐIRINN
Fjársjóður í Fellsmúla
Humarinn aðals-
merki í 40 ár
Vinnustofan á sér
engin landamæri
Hótel Höfn verður opnað í dag eftir gagngerar
endurbætur. Að sjálfsögðu er humar ofarlega
á matseðlinum hjá Gísla Má Vilhjálmssyni,
yfirkokki og einum af eigendum hótelsins.„Við á Hótel Höfn höfum haft hmerki í 40 á
miklu af grænmeti og ekki má gleyma smjöri, hvít-
víni og örlitlu salti.Smjörið er hitað vel og humarinn steiktur í eina
mínútu, síðan er hvítvíni hellt yfir og l ki
yfir í eina mínútu S fii
Viltu sei’eikkað?Ný útlit · Myndaalbúm · Símablogg
Bloggaðu meðsímanum!
Hvar sem er og hvenær sem er!
Kominn með
bílprófið
Hreinar eignir 25 ríkustu
Íslendinganna eru 1.390 milljarð-
ar, sem er um sextánföld sú upp-
hæð sem varið var til heilbrigðis-
mála á Íslandi á síðasta ári. Þetta
er meðal þess sem fram kemur í
úttekt sem birtist í Sirkus, fylgiriti
Fréttablaðsins, í dag.
Björgólfur Thor Björgólfsson er
langríkasti Íslendingurinn og lík-
lega í hópi 160 ríkustu manna
heims. Hann á þrefalt meira en
næsti maður á listanum. Þessi fer-
tugi viðskiptajöfur hefur efnast
gífurlega á undanförnum átta
árum og meðal annars innleyst
hagnað upp á rúmlega 100 millj-
arða undanfarið ár. Hann á nú
umtalsvert meira en þegar hann
komst í 249. sæti á lista Forbes
yfir ríkustu menn heims fyrr á
árinu.
Til marks um hversu hratt auður
manna getur vaxið má nefna að
hlutabréf Bakkavararbræðra,
Lýðs og Ágústs Guðmundssona, í
Exista hækkuðu um tíu milljarða á
þeim tveimur vikum sem úttektin
var unnin. Tilboð Portus Group í
byggingu tónlistarhúss í miðbæ
Reykjavíkur, ásamt ráðstefnumið-
stöð og hóteli, hljóðaði upp á um
tólf milljarða. Fyrir eignir 25 rík-
ustu Íslendinganna mætti reisa um
116 slíka klasa.
Listann skipar fólk sem allt á
yfir tuttugu milljarða skuldlaust.
Fimm konur eru á listanum, tvenn-
ir feðgar og tvennir bræður.
Jóhannes Jónsson, kenndur við
Bónus, er elsti maðurinn á listan-
um, 66 ára, en sá yngsti sonur hans,
Jón Ásgeir, sem fagnar fertugsaf-
mæli sínu í byrjun næsta árs.
Flestir á listanum eru úr hópi
útrásarvíkinganna en inn á milli
eru fulltrúar gamla tímans.
Sægreifarnir Þorsteinn Már Bald-
vinsson og Kristján Vilhelmsson í
Samherja og Guðmundur Kristj-
ánsson í Brimi eru á listanum og
minna okkur á að hafið er líka gjöf-
ult þótt það hafi ekki gefið jafn-
mikið og fjármálamarkaðurinn
undanfarin ár.
25 ríkustu eiga 1.390 milljarða
Eignir 25 ríkustu Íslendinganna eru 1.390 milljarðar, um sextánföld sú upphæð sem varið var til heilbrigð-
ismála í landinu í fyrra. Björgólfur Thor Björgólfsson er langríkastur. Fimm konur eru á listanum.
Verulegt magn af norsk-íslenskri síld
hefur mælst í rannsóknarleiðangri hafrannsókna-
skipsins Árna Friðrikssonar fyrir austan land.
Útbreiðsla og göngur síldarinnar í ár koma á óvart
því áratugir eru síðan síldin hefur gengið svona langt
suður og vestur á bóginn.
Sveinn Sveinbjörnsson, sérfræðingur á nytja-
stofnasviði Hafrannsóknastofnunar, stjórnaði fyrri
hluta leiðangursins. Hann segir ekki mögulegt að
áætla hve mikið magn sé á ferðinni fyrr en leiðangr-
inum lýkur í lok mánaðarins. „En ástandið er
töluvert öðruvísi núna en í langan tíma og vekur
vonir um að síldin fari að skila sér til okkar í meira
mæli en hún hefur gert. Við höfum ekki orðið varir
við síld í svona göngu eftir að stofninn tók að rétta úr
kútnum og við verðum varir við stórar og litlar
torfur víða á svæðinu.“ Sveinn bendir á að hrygning-
arstofninn sé í góðu ástandi. Hann er talinn vera um
sex milljónir tonna í dag en var stærstur um fjórtán
milljónir tonna fyrir 1950. „Vegna ofveiði á síldarár-
unum stóð glöggt að þessum stofni væri útrýmt.
Talið er að hann hafi verið kominn niður fyrir
100.000 tonn um 1970.“
Síldin er stór en frekar horuð, víða mjög dreifð í
ætisleit og því yfirleitt ekki í veiðanlegu ástandi enn
þá.
Landsliðsmaðurinn
Hermann Hreiðarsson skrifaði
í gær undir tveggja ára
samning við enska úrvalsdeild-
arfélagið Portsmouth.
„Þetta er frábært tækifæri
fyrir mig enda stórir hlutir að
gerast hjá Portsmouth og
raunhæft að stefna á Evrópu-
sæti næsta vetur,“ sagði
Hermann við Fréttablaðið í
gærkvöld en hann segir
stjórann, Harry Redknapp,
eiga mestan þátt í að hann
ákvað að ganga í raðir félags-
ins.
Hermann verður 35 ára
þegar samningurinn rennur út.
Hann hefur ekki tekið ákvörð-
un um hvort hann ætli að spila
heima á Íslandi að þeim tíma
loknum.
Samdi við
Portsmouth
25
. m
aí
2
00
7
RISAÚTTEKT BLS 916
MEÐ GAMALMENNUMÁ G-STRENG
Sigrún Ósk Kristjánsdóttir er nýkomin
heim frá Indlandi þar sem hún dvaldist
sem skiptinemi. Hún stiklar á stóru í
viðtali við Sirkus. BLS. 10