Fréttablaðið - 25.05.2007, Page 2
Krafa ríkisins á hendur
olíufélögunum, vegna samráðs
félaganna á árunum 1993 til og
með meirihluta ársins 2001, er
ekki enn tilbúin. Ríkið óskaði eftir
viðurkenningu félaganna á
bótskyldu í ágúst í fyrra en
olíufélögin féllust ekki á að
viðurkenna bótaskylduna. Í
kjölfarið var tekin ákvörðun um að
fara með málið fyrir dómstóla, en
Vilhjálmur H. Vilhjálmsson
hæstaréttarlögmaður fer með
málið fyrir hönd ríkisins.
Óljóst er hversu há krafa
ríkisins verður en búast má við því
að hún nemi hundruðum milljóna
króna. Stærstu viðskiptavinir
olíufélaganna á vegum ríkisins á
fyrrnefndu tímabili voru Land-
helgisgæslan, Vegagerðin og
lögreglan.
Krafa ríkisins
ekki tilbúin enn
Guðni, þyrfti þá Mörður ekki
að vera með í sögunni?
„Ég get bara sagt að hverri einustu
móður hlýtur að líða illa þegar hún fær svona fréttir
af barninu sínu,“ segir Erla Laxdal Gísladóttir, móðir
Ársæls Kristófers Ársælssonar, 41 árs verkefnis-
stjóra hjá Þróunarsamvinnustofnun Íslands, sem varð
fyrir árás fjögurra ribbalda, vopnuðum hnífum og
byssum, í Malaví aðfaranótt miðvikudags.
Ræningjarnir réðust inn á heimili Ársæls í bænum
Monkey Bay við Malavívatn, rændu af honum öllum
hans verðmætum og skildu hann eftir bundinn og
keflaðan í húsinu. Að sögn móður hans sakaði Ársæl
ekki en hann varð fyrir miklu áfalli. Hún sagðist
ekkert geta tjáð sig um málið að öðru leyti. „Það er
hans ósk og Þróunarsamvinnustofnunarinnar að þessi
mál verði eingöngu rædd við stofnunina,“ segir Erla.
Áður höfðu ræningjarnir læst verði hans inni í
útihúsi. Vörðunum tókst að komast út og komu Ársæli
til hjálpar. Hann var síðan fluttur til höfuðborgarinn-
ar Lílongve þar sem honum var veitt áfallahjálp.
Fjórir til fimm íslenskir starfsmenn hafa að jafnaði
búið við Malavívatn og hafa þeir allir verið fluttir
tímabundið burt af svæðinu á meðan málið verður
upplýst. Þá hefur skrifstofu Þróunarsamvinnustofn-
unarinnar þar verið lokað tímabundið.
Kynferðisbrotahluta
Byrgismálsins svokallaða hefur
verið vísað frá ríkissaksóknara-
embættinu aftur til Sýslumann-
sembættisins á Selfossi til frekari
rannsóknar. Átta konur, allar fyrr-
verandi vistmenn Byrgisins,
kærðu forstöðumanninn Guðmund
Jónsson fyrir kynferðislega mis-
notkun.
Saksóknari telur að ýmislegt
þurfi að rannsaka betur áður en
hægt er að ákveða hvort kærur á
hendur Guðmundi leiða til ákæru,
eða hvort þær verða felldar niður.
Sigríður J. Friðjónsdóttir saksókn-
ari vill ekki gefa upp hvaða atriði
um ræðir, en sagði að þau væru þó
nokkur. „Þetta eru náttúrlega átta
mál, þannig að það geta verið nokk-
ur atriði í hverju máli.“ Sigríður
segir ekkert óeðlilegt við þetta.
„Við endursendum málin mjög oft
til frekari rannsókna,“ segir hún.
„Okkur ber að sjá til þess að það
komi allt fram.“ Sigríður segist
búast við að rannsóknin taki ein-
hverjar vikur að minnsta kosti.
„Það eru mörg atriði sem þarf að
skoða og taka skýrslur af mörgum.
Þetta er heilmikil vinna.“
Kærendur eru eins og áður segir
átta, og er hver kæra rannsökuð
sem einstakt mál, en málið verður
rekið sem heild í dómskerfinu,
komi til þess.
Þá er saksóknari efnahagsbrota
með til meðferðar svarta skýrslu
Ríkisendurskoðunar sem gefur til
kynna stórfellda óráðsíu á fjár-
málum Byrgisins á árunum 2005
til 2006, þar á meðal meint fjársvik
Guðmundar gegn skjólstæðingum
Byrgisins.
Byrgismálið svokallaða hófst í
desember síðastliðnum þegar
fréttaskýringaþátturinn Kompás á
Stöð 2 sagði frá ásökunum nokk-
urra fyrrverandi skjólstæðinga
Guðmundar um að hann hefði not-
fært sér bágt ástand þeirra til að
misnota konurnar kynferðislega
og féfletta þær. Fyrsta kæran á
hendur honum var lögð fram dag-
inn eftir að þátturinn var sýndur. Í
kjölfarið komu í ljós miklar brota-
lamir á fjárhagslegum rekstri
Byrgisins, auk þess sem talið er að
konur hafi orðið þungaðar eftir
starfsmenn á meðan þær dvöldu
þar.
Byrginu var lokað vegna máls-
ins og hröktust nokkrir af fyrrver-
andi vistmönnum milli stofnana á
eftir. Sumir munu enn vera á göt-
unni. Auk þess var lögbýlisumsókn
Guðmundar vegna sumarbústaða-
lands í Grímsnesi hafnað vegna
málsins.
Byrgismáli vísað til
frekari rannsóknar
Ríkissaksóknari hefur vísað þeim hluta Byrgismálsins sem snýr að meintum kyn-
ferðisbrotum Guðmundar Jónssonar gegn skjólstæðingum sínum aftur til sýslu-
manns til frekari rannsókna. „Mörg atriði sem þarf að skoða,“ segir saksóknari.
Ísraelski herinn
handtók meira en 30 háttsetta
Hamasliða í gær, þar á meðal einn
ráðherra í þjóðstjórn Palestínu.
Einnig gerði ísraelski herinn
nokkrar loftárásir á Gazasvæð-
inu, og beindust þær gegn
þjálfunarbúðum og bækistöðvum
Hamas-samtakanna.
Mahmoud Abbas, forseti
stjórnarinnar, fordæmdi handtök-
urnar og Hamas-liðar hótuðu
hefndarárásum.
Amir Peretz, varnarmálaráð-
herra Ísraels, sagði handtökurnar
hafa þann tilgang að einangra
Hamas. „Handtökur eru betri en
skotárásir,“ sagði hann.
Handtóku tugi
Hamas-manna
Elías Mar látinn
Elías Mar rithöfundur lést að
heimili sínu sl. miðvikudag.
Elías Mar fæddist 22. júlí
árið 1924 í Reykjavík. Hann
stundaði nám í
Kennaraskól-
anum og sótti
bókmennta-
fyrirlestra í
Danmörku og
Bretlandi um
tveggja vetra
skeið. Að námi
loknu starfaði
hann sem
blaðamaður, þýðandi og
prófarkalesari samhliða
ritstörfum.
Meðal skáldsagna hans eru
Vögguvísa (1950) og Sóleyjar-
saga (1954) auk fjölda
smásagna, ljóða og greina.
Elías Mar var einn stofn-
enda Rithöfundasambands
Íslands 1974 og Finnlands-
vinafélagsins Suomi 1949.
Mahmoud Ahmadinejad
Íransforseti segir ekki koma til
greina að gera hlé á kjarnorku-
áætlun landsins. Það væri ekkert
annað en uppgjöf gagnvart
óvinum landsins sem vilja hindra
Íran í að verða áhrifamikið ríki í
heiminum.
Þetta sagði Ahmadinejad í gær,
daginn eftir að Alþjóðakjarnorku-
stofnunin birti skýrslu sína um
Íran, þar sem fram kemur að
Íranar hafi stóreflt kjarnorku-
vinnslu þvert ofan í kröfur
Sameinuðu þjóðanna um að hætta
henni. Eftir helgi er fyrirhugaður
fundur Írana og Bandaríkjamanna
í Írak.
Neitar að láta
undan óvinum
Læsing á þráðlausum net-
tengingum Símans og Vodafone er
úrelt og verður auðveldlega brotin
upp. Hver sem skilur einfaldar leið-
beiningar og kann að hala niður
forritum getur fundið lykilorðið á
nokkrum mínútum og komist inn á
þráðlaust net í nágrenninu.
Öryggisstaðallinn sem um ræðir
kallast WEP, og þarf eigandi teng-
ingarinnar að slá inn lykilorð til að
geta notað þráðlausa netið.
Brjótist einhver inn á þráðlausa
nettengingu getur hann halað niður
að vild í gegnum tenginguna. Nái
hann í ólöglegt efni, svo sem barna-
klám, lítur út fyrir að eigandi teng-
ingarinnar hafi gert það. Hann þarf
þá að sýna fram á sakleysi sitt.
„Það er á ábyrgð hvers og eins að
ekki sé verið að nota tengingar í
leyfisleysi,“ segir Hrannar Péturs-
son, forstöðumaður almannatengsla
hjá Vodafone. „Við bendum fólki á
að fylgjast með því að enginn sé að
nota kerfið þeirra.“ Spurður hvort
viðeigandi sé að nota svo óöruggt
kerfi til að læsa þráðlausum teng-
ingum segir Hrannar WEP-læsingu
algengasta staðalinn á Íslandi. „Not-
endur geta síðan sett netið upp á
öruggari hátt ef þeir vilja.“
Lykilorð fundið á
nokkrum mínútum
Hæstiréttur staðfesti í
gær að maður nokkur skuli sæta
gæsluvarðhaldi til mánaðarloka.
Maðurinn hefur viðurkennt að
hafa farið vopnaður öxi ásamt
tveimur mönnum inn á heimili
manns, sem hann telur að skuldi
sér peninga.
Meintur skuldari var ekki
heima, en sambýliskona hans
segir að mennirnir hafi brotið allt
og bramlað og verið ógnandi.
Skemmdu þeir meðal annars
tölvu, sjónvarp og borðstofuborð.
Maðurinn, sem gæsluvarðhaldi
sætir, hafi þá rekið öxi sína á kaf í
forstofuhurðina og skilið hana
þar eftir.
Áður hafði maðurinn veist að
meintum skuldara í Kringlunni og
barið hann í andlitið.
Skildi eftir öxi
sína í hurðinni