Fréttablaðið - 25.05.2007, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 25.05.2007, Blaðsíða 6
 Fréttablaðið heldur yfirburðastöðu sinni á íslenskum dagblaðamarkaði. Frá 1. mars til 30. apríl mældist meðallestur lands- manna á hvert tölublað um 65,2 prósent. Þetta er svipaður árangur og mældist í síðustu könnun, sem framkvæmd var í janúar og febrú- ar, en þá lásu 65,1 prósent Íslend- inga Fréttablaðið. Lestur Morgunblaðsins og Blaðs- ins helst einnig svipaður milli kann- ana. Morgunblaðslestur fer úr 43,6 prósentum niður í 43 prósent, en lestur Blaðsins minnkar úr 38,3 prósentum niður í 38,2. Langt á eftir hinum dagblöðun- um kemur svo DV. Það mælist með einungis 5,1 prósent meðallestur á tímabilinu. Sé litið til lesenda á aldrinum 18 til 49 ára er yfirburðastaða Frétta- blaðsins enn greinilegri. Meðallest- ur á tölublað í þeim hópi mældist 66,7 prósent hjá Fréttablaðinu, en 34,99 prósent hjá Morgunblaði. Lestur Fréttablaðs umfram Morg- unblað er því 91 prósent. Það þýðir að í þessum hópi lesa nærri tvöfalt fleiri Fréttablaðið en Mogga. Í sama aldurshópi er Blaðið með 34,27 prósenta lestur og er umfram- lestur Fréttablaðs því 95 prósent. DV mælist svo með 4,78 prósenta meðallestur í þessum hópi og telst umframlestur Fréttablaðs á DV því lítil 1.295 prósent. Niðurstöður könnunarinnar eru byggðar á svörum 2.471 manns á aldrinum 12 til 80 ára. ÍS L E N S K A /S IA .I S /H S K 3 75 91 0 5/ 07 INNRITUN www.hi.is Umsóknarfrestur í grunnnám er til 5. júní Allt sem þú vilt vita og rafrænar umsóknir á www.hi.is Hringdu í 530 2400 og fáðu Heimaöryggi í áskrift! www.oryggi.is H im in n og h af / S ÍA Hver vak tar þitt heim ili? www.lyfja.is - Lifið heil ÍS L E N S K A /S IA .I S /L Y F 3 75 59 0 5/ 07 Acidophilus Bifidus + FOS Mjólkursýrugerlar, góðir fyrir meltinguna. Champignon DETOX + FOS og Spirulina Hreinsaðu líkamann að innan - minnkar óæskilega lykt. Milk Thistle DETOX Hreinsaðu líkamann að innan. Psyllium Husk Fibre Rúmmálsaukandi, gott fyrir meltinguna. 30% afsláttur af Vega vítamínum Stórbruni varð í olíutönkum móttökustöðv- ar fyrir mengaðan úrgang við Sløvåg í Noregi í gærmorgun þegar að geysiöflug sprenging varð í einum tankanna. Tíu manns, flestir slökkvliðismenn, voru fluttir á sjúkrahús með reykeitrun. Eldtungurnar stóðu 50 til 60 metra upp í loftið og þykkan svartan reyk lagði frá eldinum að því er Norvald Hiuge, skipstjóri á olíuflutningaskipinu Karen Knutsen sem var í 50 metra fjarlægð frá olíutönkunum, sagði í samtali við Fréttablaðið. Hiuge sagði að kraftur sprengingarinnar hefði verið gífurlegur og að skipið, sem er 155.000 tonn, hafi nötrað. „Stykki úr tönkunum þeyttust yfir stórt svæði en ekkert þeirra lenti á skipinu. Við sáum fólk hlaupa burt frá tönkunum og svæðið var síðan rýmt.“ Skipið, sem var í móttökustöðinni vegna viðgerða, var flutt með dráttarbát yfir til olíuhreinsunarstöðv- ar Statoil sem staðsett er hinum megin við fjörðinn. Eldurinn braust út klukkan tíu um morguninn og slökkviliðsmönnum tókst að ráða niðurlögum hans rúmum tveimur tímum síðar eftir umfangsmikið slökkvistarf. Eldur braust út að nýju klukkan fjögur en skömmu síðar tókst að slökkva hann. Tveir tankar, sem innihéldu saltsýru og eldfimt botnfall, urðu eldinum að bráð að sögn aðalslökkviliðsstjór- ans í Björgvin, Jan Ove Brakstad og Bergens Tindende greindi frá. Gífurlegur kraftur Stórbruni varð í olíutönkum skammt frá Björgvin í Noregi í kjölfar sprenging- ar. Kraftur sprengingarinnar var slíkur að 155.000 tonna olíuflutningaskip í 50 metra fjarlægð nötraði. Tíu manns voru fluttir á sjúkrahús með reykeitrun. Fréttablaðið er langvinsælast Hvalveiðar í vísindaskyni og kostnað- ur þeim tengdum kostuðu íslenska ríkið um 750 milljónir króna frá árinu 1990 til 2006, að mati Þorsteins Siglaugssonar hagfræðings. Þorsteinn skrifaði skýrslu þessa efnis fyrir Náttúruverndarsamtök Íslands og International Fund for Animal Welfare. Hann segir skýrsluna sýna að sterk rök séu fyrir þeim áhyggjum sem hagsmunaað- ilar hafa af áhrifum hvalveiða í atvinnuskyni. „Þótt vísindaveiðarnar hafi haft einhver áhrif voru þau ekki umtalsverð. Afbókanir ferðamanna urðu til dæmis ekki miklar,“ segir Þorsteinn. Hins vegar gætu hvalveiðar í atvinnuskyni ollið meiri skaða. „Vísindaveiðar eru innan ramma Alþjóðahvalveiðiráðsins og þær má réttlæta með vísindalegum rökum en hinar eru álitnar ósjálfbærar og það er ekki til markaður fyrir vöruna. Þær eru að auki í andstöðu við alþjóðasamþykktir þannig að það horfir allt öðruvísi við,“ segir hann. Mjög ólíklegt sé að efnahagslegur ávinningur af hvalveiðunum geti vegið á móti þeim skaða sem útflutningsgreinar geti orðið fyrir. Aðalmeðferð hófst í gær í máli tíu manns sem ákærð eru fyrir langa afbrotahrinu sem hófst í júlí í fyrra og náði fram í janúar. Ákæran er í sjötíu liðum. Þrír þeirra, Sigurbjörn Adam Baldvinsson, Davíð Þór Gunnars- son og Jón Einar Randversson, tengjast flestum afbrotunum, en þeir voru hluti af svonefndu Árnesgengi, sem hlaut í febrúar dóm fyrir aðra langa afbrotahrinu. Fjórði maðurinn, Ívar Aron Hill Ævarsson, er einnig fyrirferðar- mikill í ákærunum, og á talsverð- an sakaferil að baki. Hann var til dæmis ákærður nýlega fyrir rán og líkamsárás. Árnesdrengir fyr- irferðarmiklir Var auglýsingin með Lalla Johns ósiðleg? Ertu sátt(ur) við stjórnarsátt- málann?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.