Fréttablaðið


Fréttablaðið - 25.05.2007, Qupperneq 10

Fréttablaðið - 25.05.2007, Qupperneq 10
Hátt gjald vegna endursölu lóða í Úlfarsárdal ein- kennir útboð á lóðum fyrir 388 íbúðir í hverfinu. Til sölu eru 73 einbýlishúsalóð- ir, 27 parhúsalóðir, 11 raðhúsalóð- ir fyrir 45 íbúðir og fjórar lóðir fyrir fjölbýlishús með samtals 216 íbúðum. Lóðirnar eru boðnar á talsvert lægra verði en verið hefur mark- aðsverð sambærilegra lóða. Til að freista þess að tryggja að aðeins þeir sæki um lóðir sem hyggja raunverulega á búsetu í Úlfarsárdal, en ætli ekki aðeins að græða á endursölu lóðanna, er ákvæði um viðbótargjald ofan á lóðarverðið sem kemur til greiðslu sé lóðin seld innan sex ára frá úthlutun. Viðbótargjaldið er 6 milljónir króna ofan á 11 milljóna króna verð fyrir byggingarrétt á einbýl- ishúsalóð. Fyrir raðhús og parhús er gjaldið 4 milljónir króna á hverja íbúð en byggingarréttur undir þær kostar 7,5 milljónir. Byggingarréttur fyrir hverja íbúð í fjölbýlishúsi er á 4,5 millj- ónir króna og er viðbótargjaldið þar 2 milljónir selji kaupandi þeirrar íbúðar eign sína innan sex ára. Í kynningarefni framkvæmda- sviðs Reykjavíkurborgar segir að byggðin í Úlfarsárdal verði sólrík og skjólsæl. Umsóknarfrestur um lóðir er til miðvikudagsins 13. júní. Dreg- ið verður úr umsóknum sem upp- fylla skilyrði. Milljónagjald fyrir endursölu Lögreglan á Eskifirði fann hátt í 200 karton af L&M sígarettum og 28 vodkaflösk- ur aðfaranótt sunnudags við leit í bíl. Í ljós kom að varningurinn hafði verið keyptur um borð í skipi í Norðfjarðarhöfn. Þegar það kom til Eskifjarðar gengu lögreglumenn ásamt tollvörðum um borð og fundu þann sem selt hafði varninginn. Hann var sektaður um 4.700 dollara, eða tæpar 300 þúsund krónur. Sá sem keypti góssið má einnig eiga von á hárri sekt. Jónas Vilhelmsson, yfirlögregluþjónn á Eskifirði, segir svona stór smyglmál afar sjaldgæf í umdæminu. Býsn af vodka og sígarettum Morgunflug Ice- landair til Bandaríkjanna hófst í gærmorgun en boðið verður upp á slíkt flug til New York og Boston. Flugfélagið ætlar auk þess að bjóða morgunflug í sumar frá Kaupmannahöfn, Osló og Stokkhólmi til Íslands. Guðjón Arngrímsson, upplýsinga- fulltrúi Icelandair, segir flugið fara vel af stað. „Til að byrja með verður þetta í sumar og síðan sjáum við til hvernig gengur og tökum þá ákvörðun um framhald- ið,“ segir Guðjón. Fór vel af stað Bjóðum ykkur velkomin í sælkeraverslanir okkar. Ný upplifun Fjölbreytt úrval af gæða kjöti og fisk á grillið. Láttu fagmenn okkar aðstoða þig við valið á helgarsteikinni. Gómsætir sjávarréttagrillpinnar Vi ð l e g g j u m m i k i n n m e t n a ð í a ð b j ó ð a þ é r a ð e i n s u p p á f y r s t a f l o k k s h rá e f n i o g t i l b ú n a ré t t i . E i n n i g b j ó ð u m v i ð u p p á ú r va l a f s ó s u m o g ö ð r u g æ ð a m e ð l æ t i . verslanir Fiskisögu verslanir Gallerí Kjöts Ljúffengir nautagrillpinnar Geir H. Haarde forsætisráðherra hefur verið gerður að heiðursdoktor við Háskólann í Minnesota í tilefni af 25 ára samstarfi Háskóla Íslands og Háskólans í Minnesota. Geir lauk meistaraprófi í hagfræði frá Háskólanum í Minne- sota árið 1977 og vill skólinn með nafnbótinni veita þessum fyrrverandi nemanda sínum viðurkenningu fyrir framlag hans til íslensks samfélags, sem eykur hróður Háskólans í Minnesota. Stjórnendur háskólanna hafa skrifað undir samstarfssamninga. Kristín Ingólfsdóttir háskóla- rektor segir að gamall samstarfssamningur hafi verið endurnýjaður og samstarfið gert víðtækara. Einnig hafi verið undirritaður samningur um samstarf í heilbrigðisvísindum þar sem verkefni og þátttaka eru skilgreind nákvæmlega og vörður settar fram í tímann um væntanlegan árangur. Geir H. Haarde heiðursdoktor Fertugur maður hefur í Héraðsdómi Suðurlands verið sýknaður af ákæru um að hafa brotið rúðu í hurð á lögreglustöð- inni á Selfossi þegar hann skellti henni á eftir sér að lokinni skýrslutöku. Var það vegna þess að maðurinn var óvart ákærður fyrir nytjastuld. Honum var gert að sök að hafa brotið gegn 1. málsgrein 259. greinar hegningarlaga, sem kveður á um nytjastuld. „Sú refsiverða háttsemi sem þar er lýst á ekkert skylt við þá háttsemi sem lýst er í ákæru,“ segir í dómnum. Hann var þó sakfelldur fyrir nokkur umferðarlagabrot, meðal annars að hafa flúið lögreglu á ofsahraða, og dæmdur til að greiða 350 þúsund króna sekt og sviptur ökuleyfi í hálft ár. Hurðaskellir slapp fyrir horn
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.