Fréttablaðið


Fréttablaðið - 25.05.2007, Qupperneq 12

Fréttablaðið - 25.05.2007, Qupperneq 12
Þrjár eiginkonur manns, sem nauðgaði fimm ungum dætrum sínum, voru fangelsaðar á dögunum í Singap- úr fyrir að hafa aðstoðað eigin- mann sinn við sifjaspell. Maðurinn var dæmdur í 32 ára fangelsi og til að þola 24 stafs- högg í apríl á síðasta ári, fyrir að hafa ítrekað misnotað dætur sínar. Hann á tíu eiginkonur og sextíu og fjögur börn. Maðurinn, sem er múslimi, sagði konum sínum og dætrum, að samkvæmt Kóraninum ætti hann börn sín og mætti stunda kynlíf með þeim. Konurnar voru síðan milliliðir í sifjaspellinu. Þær gerðu dætrunum, sem voru á aldrinum tólf til fimmtán ára þegar misnotkunin átti sér stað, vart þegar maðurinn vildi stunda kynlíf með þeim. Eiginkonur tóku þátt í misnotkun Talsmenn Sambands ungra sjálfstæðismanna eru ánægðir með yfirlýsingu nýju ríkisstjórnarinnar. Í ályktun frá sambandinu er áherslum ríkis- stjórnarinnar í heilbrigðismálum fagnað, þar sem meðal annars á að skapa svigrúm fyrir einkarekstri. „Við erum að horfa til þess að Sjálfstæðisflokkurinn hefur ekki verið með heilbrigðisráðuneytið síðan 1987, og nú er kominn tími til að reyna nýjar lausnir,“ segir Borgar Þór Einarsson, formaður sambandsins. „Það er grundvall- aratriði fyrir komandi kynslóðir að við sólundum ekki fjármunum í heilbrigðiskerfinu.“ Ánægðir með sáttmálann „Alþjóðasamfélagið einkenndist á síðasta ári af van- trausti og sundrungu,“ segir í nýrri ársskýrslu mannréttinda- samtakanna Amnesty Internation- al. Því hafi ekki tekist að bregðast við neyðarástandi á „gleymdum“ átakasvæðum, til dæmis í Tjet- sjeníu, Kólumbíu, Srí Lanka og í Mið-Austurlöndum. Alþjóðasam- félagið hafi ekki haft þor til að bregðast við hörmulegum mann- réttindabrotum í Palestínu, né nýtt tækifæri til að byggja upp öflugt ríki í Afganistan. Þess í stað búi Afganar við óstöðugleika og spillingu. Samtökin segja voldugar ríkis- stjórnir magna upp ótta meðal fólks til að grafa undan mannrétt- indum og geri þannig heiminn hættulegri. Bilið milli ríkra og fátækra, eða „okkar“ og „þeirra“ aukist stöðugt. Á síðasta ári voru þannig dæmi um að erlendum ríkisborgurum væri mismunað um alla Evrópu. Í skýrslunni er sérstaklega rætt um illa framkomu við Róma-fólk, eða sígauna. Þá er og harmað að bandarísk yfirvöld líti á heiminn sem risa- stóran vígvöll í stríði sínu gegn hryðjuverkum. Þau hafi „hnatt- vætt mannréttindabrot“ með mannránum, handahófskenndum fangelsunum og pyndingum. Grafið undan mannréttindum RAUNVÍSINDADEILD www.hi.is ÍS L E N S K A /S IA .I S /H S K 3 77 86 0 5/ 07 MATVÆLA- OG NÆRINGAFRÆÐI Umsóknarfrestur er til 5. júní MATVÆLA- OG NÆRINGARFRÆÐISKOR Þrjár námslínur eru í boði: Næringarfræði Matvælavinnsla Matvælaefnafræði Matvæla- og næringafræðingar eru mjög eftirsóttir á vinnumarkaði þar sem þeir sinna mikilvægum störfum sem tengjast matvælaframleiðslu, manneldi, heilbrigðisþjónustu, rannsóknum, stjórnun, ráðgjöf og markaðsmálum. Nánari upplýsingar er að finna á heimasíðu skorarinnar: www.raunvisindi.hi.is/page/matvskor Þráinn Sigurðsson, aðstoðarforstjóri Framkvæmda- sýslu ríkisins, gagnrýnir Dofra Eysteinsson, framkvæmdastjóra Suðurverks, fyrir að lýsa efa- semdum um gæði efnis sem notað er í snjóflóðavarnargarða á Siglu- firði. „Það er ábyrgðarhluti hjá verk- takanum þar sem hann er kominn í tímaþröng með verkið að lýsa því yfir í fjölmiðlum að hann sé að byggja snjóflóðavarnargarða úr drullu og gefa í skyn að þeir muni ekki standa og þar með að hræða bæjarbúa og íbúa annarra sveitarfélaga þar sem áformað er að byggja sams konar garða,“ segir Þráinn. Garðarnir á Siglufirði er byggðir úr skriðuefni sem tekið er á staðnum. Þráinn segir nokkra reynslu vera til um notkun skriðuefnis við gerð snjóflóða- varnargarða hérlendis. Dæmi um það séu varnargarðar á Flateyri og leiðigarðar á Siglufirði. „Ekki er vitað til annars en að það hafi gefist ágætlega og var þó skriðuefnið á Flateyri lakara að gæðum en það sem notað hefur verið á Siglufirði og flái garð- anna þar brattari,“ segir Þráinn. Að sögn Þráins hafa rúmlega tvö hundruð þúsund rúmmetrar af ónothæfu efni verið fjarlægt undan görðunum á Siglufirði úr svokölluðum skeringarsvæðum. „Því hefur verið valið besta efnið á svæðinu og þar sem garðarnir eru næst húsum er í þeim sérstök styrking á um hundrað metra kafla,“ segir hann. Framkvæmdastjóri Suður- verks boðaði í Fréttablaðinu í gær að búast mætti við kröfu frá fyrirtækinu um auknar greiðslur þar sem verkið á Siglufirði hafi reynst umfangsmeira en samið var um. Umsamið verð var 534 milljónir króna. Þráinn segir að í útboðinu hafi verið gert ráð fyrir að verkið hæfist 2003 og að því lyki haustið 2006. Suðurverk hafi hins vegar talið sig geta lokið verkinu haust- ið 2005. „Eftir að skrifað var undir samning við verktakann tók hann að sér mun stærra verk annars staðar og sinnti því verkinu mjög lítið sumarið 2004 sem var besta sumar framkvæmdatímans hvað veðráttu varðar,“ segir Þráinn en votviðri sumrin 2005 og 2006 segir framkvæmdastjóri Suður- verks einmitt hafa tafið fram- gang verksins. Eins og fram kom í Fréttablað- inu í gær vilja Siglfirðingar að verkinu við varnargarðana ljúki sem fyrst vegna ýmis ónæðis á framkvæmdatímanum. Suður- verk áætlar að garðarnir verði tilbúnir í haust. Ábyrgðarhluti að hræða Siglfirðinga Astoðarforstjóri Framkvæmdasýslu ríkisins segir snjóflóðavarnargarðana á Siglufirði byggða úr besta efninu á staðnum. Verktakinn sé á eftir áætlun. Hæstiréttur sýkn- aði í gær íslenska ríkið af kröfu Ljósmyndarafélags Íslands þess efnis að ófag- lærðir mættu ekki taka pas- samyndir í íslensk vega- bréf. Ljósmyndarafélag Íslands hafði farið þess á leit að utan nemenda í ljós- myndun og þeirra sem taka myndir í eigin vegabréf, væri ljósmyndurum með iðnréttindi einum heimilt að taka myndir í íslensk vegabréf. Ófaglært starfsfólk á afgreiðslustöðvum vegabréfa mætti því ekki lengur taka myndir í vegabréf. Það væri brot gegn iðnréttindum ljósmyndara, sem vernduð eru í iðnaðarlög- um. Hæstiréttur hafnaði þessari kröfu á þeim for- sendum að útgáfa vega- bréfa sé verkefni ríkisins samkvæmt lögum og þar með hluti af stjórnsýslu ríkisins. Myndatakan sé hluti útgáfunnar og engar faglegar kröfur séu gerðar sem krefjist atvinnuljós- myndara. Héraðsdómur hafði áður dæmt Ljósmyndarafélag- inu í hag og komist að þeirri niður- stöðu að einungis ljósmyndurum með iðnréttindi og nemum í ljós- myndum væri heimilt að taka pas- samyndir í vegabréf.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.