Fréttablaðið - 25.05.2007, Page 16

Fréttablaðið - 25.05.2007, Page 16
Charlie Crist, ríkisstjóri í Flórída, hefur undirritað lög um að forkosning- ar stjórnmálaflokka fyrir forsetakosningarnar á næsta ári verði haldnar hinn 29. janúar. Þar með verður Flórída fyrst allra ríkja í Bandríkjunum til að halda forkosningar. Þetta rýfur þá hefð að fyrstu forkosningar flokkanna séu haldnar 5. febrúar en þann dag verða engu að síður haldnar forkosningar í tólf ríkjum. Flórída er hins vegar langfjöl- mennasta ríkið af þeim sem efna snemma til forkosninga og því munu forkosningarnar þar veita fjársterkustu frambjóðendunum meira forskot og hugsanlega draga athyglina frá forkosning- um sem fram fara í minni ríkjum. Fyrstu forkosn- ingar í Flórída Urgur er meðal mús- lima í Bretlandi vegna ríkisstyrkt- rar námskrár sem ætlað er að kenna börnum múslima að snið- ganga öfgahyggju. Yfirlýst mark- mið er að kenna börnum frá átta til fjórtán ára að það að skaða borgara Bretlands samræmist ekki íslam. Ein kennsluæfingin snýst um að hópur íslamskra öfgamanna vill kaupa áburð sem nota má til sprengjugerðar og börnin eiga að svara hvort kaupmaðurinn ætti að selja þeim áburðinn, jafnvel ef hann grunar að hann verði notaður í „heilögu stríði“. Í annarri æfingu segir frá Ahmad og að vinir hans vilji að hann geri árás á matvöru- verslun í hefndarskyni fyrir Íraks- stríðið. Börnin eiga svo að svara því hvort það sé rétt hjá Ahmad að skaða saklausa Breta vegna þess að stjórnvöld hafi ráðist inn í mús- limaríki. Mörgum múslimskum kennur- um finnst þetta námsefni óviðeig- andi fyrir unga nemendur. Sumum gremst einnig að svo virðist sem námskráin geri ráð fyrir því að trúarskólar múslima séu jarðveg- ur fyrir hryðjuverkamenn. Tíu múslimaklerkar kenna samkvæmt námskránni og hafa 500 nemendur klárað námskeiðið. Bresk stjórnvöld, sem styrkja námið, hafa viðurkennt að náms- kráin taki á viðkvæmum málum en sé nauðsynlegt til að gefa múslim- um þá hæfni sem þarf til að hafna öfgahyggju. Kennt að forðast öfgahyggju Þingkosningar voru haldnar á Írlandi í gær. Líklegast þykir að Bertie Ahern, leiðtogi miðjuflokksins Fienna Fail, verði áfram forsætisráðherra, en fái í þetta sinn vinstri flokk með sér í stjórnina í staðinn fyrir hægri sinnaða Lýðræðisflokkinn sem hefur stjórnað með Fienna Fail undanfarin tíu ár. Talning atkvæða hefst þó ekki fyrr en í dag og úrslit verða varla ljós fyrr en á morgun. Ástæðan er sú að kosningakerfið á Írlandi er býsna flókið, sem stafar af því að það var sérstaklega hannað til að koma í veg fyrir að einhver einn flokkur gæti náð hreinum meiri- hluta á þingi. Í gær sögðust margir kjósendur ætla að greiða Fienna Fail atkvæði sitt vegna þess hve efnahags- ástandið hefur verið gott. Kosn- ingabaráttan einkenndist samt sem áður af hörðum deilum um neikvæða fylgifiska hagsældar- innar; straumur innflytjenda vekur sívaxandi spennu, verðlag fer hækkandi og opinber þjónusta er að sligast undan álagi. Sá stjórnmálaleiðtogi sem helst gerir sér vonir um að taka við af Bertie Ahern er Enda Kenny, leið- togi Fine Gael. Hann hefur lofað því að efla heilbrigðisþjónustuna og fjölga í lögreglunni. Fine Gael hefur áratugum saman verið næst stærsti flokkur Írlands, næst á eftir Fienna Fail. Báðir eru miðjuflokkar, en Fine Gael hélt af stað í þessa kosninga- baráttu í nánu samstarfi við Verka- mannaflokkinn. Til þess að ná meirihluta á þingi þarf stjórnin að hafa að minnsta kosti 83 þingmenn, en samkvæmt spá dagblaðsins Irish Times fengju núverandi stjórnarflokkar aðeins 70 þingmenn en Fine Gael og Verkamannaflokkurinn næðu heldur ekki nema 69 þingmönn- um. Jafnvel þótt Græningjaflokk- urinn gengi til liðs við vinstri- stjórn Fine Gael og Verkamannaflokkinn myndi það varla duga í meirihluta. Það myndi þýða að hinn umdeildi flokkur Sinn Fein, sem á uppruna sinn á Norður-Írlandi og lýtur for- ystu Gerry Adams, fyrrverandi foringja í Írska lýðveldishernum, gæti komist í oddastöðu við stjórn- armyndunina. Bertie Ahern hefur hins vegar ítrekað lýst því yfir að ekki komi til greina að mynda stjórn með Sinn Fein, og þá yrði varla annar möguleiki eftir en að Fienna Fail fái Verkamannaflokkinn í stjórn með sér. Írska þjóðin hefur kosið sér nýtt þing Flest bendir til að Bertie Ahern verði áfram forsætis- ráðherra. Hann gæti samt þurft að skipta um sam- starfsflokk. Úrslit koma ekki í ljós fyrr en á morgun. „Íslensk blóm eru harðgerð, kröftug og fersk.“ Björn Sigurbjörnsson, garðyrkjumaður. Í áratugi hafa íslenskir garðyrkjubændur unnið að því að byggja upp og rækta úrval af garðplöntum fyrir íslenska veðráttu. Nýttu þér dýrmæta þekkingu og reynslu íslenskra garðyrkjubænda. VELDU ÍSLENSK SUMARBLÓM, SÉRMERKT ÞÉR. Leikskólavist einhvers hluta barna fæddra árið 2005 gæti frestast ef illa gengur að manna leikskólana fyrir haustið líkt og verið hefur undanfarin ár. Þetta var tekið fram í bréfi sem sent hefur verið öllum foreldrum verð- andi leikskólabarna. Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir, formaður leikskólaráðs borgar- innar, segir að allir leikskólastjór- ar og starfsmenn leikskólasviðs séu uppteknir við það að reyna að lágmarka vandann sem öllu jafna skapast á haustin. „Ég er alls ekk- ert hundrað prósent viss um að við getum mannað leikskólana full- komlega í haust. Það getur tekið nokkra mánuði.“ Hún segir umræðuna um mönnunarvandann nú sprottna af því að í fyrsta sinn hafi verið gerður fyrirvari um hann í bréfi sem sent var foreldr- um um inntöku barna í leikskóla. „Við vorum bara að auka upplýs- ingafæðið til foreldra.“ Fram kemur í fundargerð leik- skólaráðs frá 16. maí að með sveigjanlegum skólaskilum hafi færst í vöxt að foreldrar óski eftir því að barn þeirra fái að halda plássi sínu í leikskóla eftir að það hefur hafið nám í grunnskóla sem býður upp á nám fyrir fimm ára börn. Meirihlutinn leggur til að þessi möguleiki verði afnuminn. Þorbjörg segir að börn sem séu á báðum skólastigum nú séu þó ein- ungis örfá. „Við viljum bara hafa það skýrt hvort skólastigið beri ábyrgð á börnunum.“ Málið er nú í skoðun. Ekki víst að takist að manna leikskóla Héraðsdómur Reykja- víkur hefur vísað frá dómi máli vegna deilu um málverk eftir Magnús Kjartansson, sem komast ekki út úr vinnustofu í Álafosshús- inu í Mosfellsbæ, þar sem nýr veggur var reistur eftir að verkunum var komið fyrir. Ekkja Magnúsar og eigandi verkanna krafðist þess að eigandi þess hluta hússins bryti gat á vegginn til að hægt væri að sækja verkin. Konan krafðist innsetningar í málverkin, en dómurinn vísaði málinu frá þar sem kröfugerð þarf að vera ákveðin en þessi krafa beinist að lausafjármunum sem viðkomandi hafi full umráð yfir. Verkin enn föst í herberginu
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.