Fréttablaðið - 25.05.2007, Qupperneq 26
greinar@frettabladid.is
Kísildalurinn á San Francisco- svæðinu í Bandaríkjunum er
þekktur sem háborg hátækninn-
ar í heiminum, enda varð upplýs-
ingatækni nútímans til þar. Tölvu-
heilinn, einkatölvan, nettæknin,
leitarvélar veraldarvefjarins, líf-
tækni og margt fleira hefur borist
þaðan út um heiminn. Kísildalur-
inn er í reynd höfuðborg hins nýja
skapandi þekkingarhagkerfis. Hér
er ímyndunaraflið, sköpunargáfan
og þekkingin hið daglega viðfangs-
efni, ásamt drjúgum skammti af
vinnusemi. Fyrirtækjamenn og há-
skólamenn reyna í sífellu að virkja
þessar uppsprettur nýmæla til að
betrumbæta tækni og aðferðir,
hver á sínu sviði.
Það var því vel við hæfi að
Björk, drottning frumleika og
sköpunar, kæmi hér við á nýrri
tónleikaferð sinni um heiminn. Þar
eð ég hef haft búsetu í Kísildaln-
um um sinn notaði ég tækifærið
og mætti á tónleikana, sem fram
fóru í útileikhúsi í bænum Mounta-
in View í miðjum Kísildalnum. Auk
mín voru þarna vel yfir 20 þúsund
manns er nutu tónleikanna undir
stjörnubjörtum Kaliforníuhimni.
Og hvílík sýning.
Björk opnaði tónleikana með
kraftmiklu lagi af nýjum diski
sínum og tók mannfjöldann sam-
stundis með sér á flug sem lauk
tveimur tímum síðar, án þess að
nokkurs staðar hefði verið slegið
af. Þetta var samfelld veisla fyrir
augu og eyru, borin áfram af krafti
og sköpunargleði, með fagmennsku
sem enginn slær við. Með Björk
var glæsilegur hornaflokkur ís-
lenskra stúlkna sem einnig sungu
undir. Jónas Sen lék á hljómborð
með fyrirmannlegu yfirbragði og
erlendir tónlistarmenn léku á slag-
verk og stafræn rafeindatæki. Og
svo leit Einar Örn við í einu laginu
og kryddaði vel með vinkonu sinni,
við mikinn fögnuð gesta.
Það var frábært að sjá hversu
vel allir kunnu að meta list Bjark-
ar. Enda á hún mikið erindi við
þetta fólk. Í næsta nágrenni við
tónleikavettvanginn eru höfuð-
stöðvar Google fyrirtækisins, í
svokölluðum Googleplex, sem er
byggingaklasi sérstaklega hannað-
ur til að örva sköpunarkraft starfs-
manna. Þeim er að auki uppá-
lagt af yfirmönnum sínum að nota
hluta starfstíma síns til að gera
skapandi hluti svo ímyndunaraflið
haldi vöku sinni. Þetta fólk tók
enda kröftuglega undir með Björk
og félögum. Í lok tónleikanna geisl-
aði ánægja og áhugi af hverju and-
liti og umsagnir gesta á netsíðum
eru allar hástemmdar.
Björk er ekki aðeins framúr-
skarandi listamaður á heimsvísu.
Tónlist hennar, sem er greinilega
að ná nýjum hæðum, er einnig í
takti við það nýjasta sem er að ger-
ast í heiminum. Hún rímar vel við
nýsköpunaráherslur í tækni, efna-
hagslífi og mannlífi þar sem hin
mannlega auðlind er uppspretta
þess sem gera skal. Þetta kunna
menn að meta í Kísildalnum.
Við Íslendingar áttum okkur
kannski ekki til fulls á því hversu
stór í sniðum Björk er. Við erum
þar að auki of mikið að eltast við
gamla hagkerfið, sem bræðir fjöll
í hrámálma til úrvinnslu í öðrum
löndum. Við eigum að leggja meiri
áherslu á þekkingu og nýsköpun.
Þorgerður Katrín Gunnarsdótt-
ir menntamálaráðherra tók reynd-
ar stórt skref í þá átt er hún gerði
nýjan metnaðarfullan rannsókn-
arsamning við Háskóla Íslands í
vetur. Það er líka uppörvandi að
í málefnasamningi nýrrar ríkis-
stjórnar skuli hraustlega tekið
undir markmið um framþróun
þekkingarhagkerfisins og hátækni
um leið og af er slegið í framþróun
gamla hagkerfisins.
Ríkisstjórnin þyrfti að fá
Reykjavíkurborg í lið með sér
til að byggja upp þekkingarklasa
á Vatnsmýrarsvæðinu, þar sem
saman hnýtast háskólar og þekk-
ingarfyrirtæki. Slíkt starf var
hafið með undirbúningi að bygg-
ingu þekkingarþorps Háskóla Ís-
lands og síðan bætti Reykjavík-
urborg við og veitti Háskólan-
um í Reykjavík framtíðarland á
svæðinu. Þar með hefur almennur
grundvöllur verið lagður að mið-
stöð þekkingarhagkerfisins á Ís-
landi á þessu svæði. Það var ein-
mitt með slíkum klasa sem þróunin
í Kísildalnum byrjaði á sjötta ára-
tugnum. Nú er bara að vinna kröft-
uglega að áframhaldi þessarar þró-
unar á Íslandi.
Þarna liggur sú stefna sem við
Íslendingar eigum nú að leggja
meiri rækt við. Full ástæða er til
að ætla að ný ríkisstjórn muni róa
í sömu átt og Björk og aðrir útrás-
arriddarar hafa gert með góðum
árangri á undanförnum árum. Það
er fagnaðarefni. Málmbræðslu-
hagkerfið er gamla hagkerfið. Hið
nýskapandi þekkingar- og þjón-
ustuhagkerfi er framtíðin.
Höfundur er gistiprófessor við
Stanford-háskóla í Kísildalnum.
Björk í Kísildalnum
Full ástæða er til að ætla að
ný ríkisstjórn muni róa í sömu
átt og Björk og aðrir útrásar-
riddarar hafa gert með góðum
árangri á undanförnum árum.
Rétturinn til að ganga í hjónaband telst til mannréttinda samkvæmt alþjóð-
legum sáttmálum en stjórnvöld í hverju
ríki um sig velja hvernig þessum rétti er
framfylgt. Einstaklingum af sama kyni
er nú heimilt að giftast í Hollandi, Belgíu,
Suður-Afríku, Kanada, Spáni og Massa-
chusetts-ríki í Bandaríkjunum. Suður-Afr-
íka hefur nýlega samþykkt lög sem leyfa
samkynheigðum að giftast eða staðfesta
sambúð og í Hollandi er öllum pörum, óháð kyni,
gert kleift að velja að staðfesta sambúð í stað þess
að giftast.
Á næsta ári mun Svíþjóð breyta löggjöf sinni
þannig að samkynhneigð pör eiga nákvæmlega
sama rétt varðandi hjónaband og gagnkynhneigð
pör, þ.e. hjónabandslöggjöfin verður kynhlutlaus.
Samkvæmt hinum nýju sænsku lögum er trúfélög-
um heimilt að ákveða sjálf hvort þau vilja gefa pör
saman. Dómstólar munu ekki lengur sjá um borg-
aralega vígslu því í hinu nýja kerfi munu nokkurs
konar stjórnsýslunefndir skipa einstaklinga sem
hafa það hlutverk að gefa fólk saman – gagnkyn-
hneigð og samkynhneigð pör.
Jafnvel þótt munur réttaráhrifa stað-
festrar sambúðar og hjúskapar séu ekki
mikill á Íslandi, þá hefur staðfest sambúð
ekki sömu samfélagslegu þýðingu og hjú-
skapur. Hjónaband er félagsleg stofnun
sem hefur um aldir verið sáttmáli konu og
karls. Og þó þessi skilgreining á hjúskap
hafi um langt skeið verið eitt af grunngild-
um samfélagsins þá verður að taka tillit til
breyttra tíma, nýrra gilda og skoðana.
Hefðbundin skilgreiningin á hjúskap ætti
ekki að standa í vegi fyrir því að samkyn-
hneigð pör gifti sig – staðfesta ást sína og
trúfesti fyrir guði og mönnum. Jafnvel þó
að trúuð samfélög reyni að halda hjónabandinu að-
eins fyrir einstaklinga af gagnstæðu kyni, verður
löggjafinn að skilgreina hjúskap á þann hátt að það
samræmist ríkjandi gildum í þjóðfélaginu og gera
þeim trúfélögum, sem það vilja, kleift að fram-
kvæma hjónavígslu fyrir samkynhneigð pör. Auð-
veld lausn væri að gera hjónabandslöggjöfina kyn-
hlutlausa. Hjónaband á að vera opið fyrir tvo ein-
staklinga án tillits til kyns þeirra.
Höfundur er lögfræðingur og vinnur hjá Mannrétt-
indaskrifstofu Íslands.
Sá sem berst gegn ástinni tapar
Á
miðöldum var guðstrú boðuð með sverði og kærleikur
Krists með öxi. Á okkar tímum boða vestræn ríki lýð-
ræði með byssum og mannréttindi með hátæknihern-
aði.
Útbreiðsla lýðræðis er trúarbragðastríð 21. aldar. Í
nafni lýðræðis hafa helstu leiðtogar hins vestræna heims þver-
brotið alþjóðalög, drepið saklausa borgara í fjarlægum löndum og
komið á lögum sem skerða frelsi þegna sinna eigin landa.
Í vikunni kom út ársskýrsla mannréttindasamtakanna Amnesty
International. Þar er bent á þá augljósu staðreynd að stríðið gegn
hryðjuverkum, sem lýst var yfir eftir tilræði Al-kaída í Bandaríkj-
unum í september 2001, hefur gert heiminn að óöruggari stað.
„Aðgerðir stjórnvalda víða um heim hafa síst dregið úr hryðju-
verkaógninni og alls ekki tryggt fórnarlömbum hryðjuverka nokk-
urt réttlæti. Þessar aðgerðir hafa á hinn bóginn grafið undan mann-
réttindum með margvíslegum og alvarlegum hætti og dregið úr
þeirri vernd sem lög og réttur eiga að veita fólki um heim allan,“
segir meðal annars í úrdrætti úr skýrslunni á íslenskri heimasíðu
Amnesty International.
Forystumenn vestrænna ríkja hafa óspart réttlætt stríðsrekst-
urinn í Afganistan og Írak á þann hátt að með því að berjast gegn
hryðjuverkum að heiman minnki líkurnar á því að vestrænar þjóð-
ir þurfi að berjast gegn þeim í eigin löndum. Þessa kenningu hafa
þeir kallað fyrirbyggjandi stríð.
Líklegra er þó að þetta nýja stríð, þar sem mestu herveldi heims
áskilja sér rétt til fyrirbyggjandi hernaðaraðgerða hvar sem er
á jörðinni, sé hluti af þrátafli þeirra við að viðhalda hnattrænum
áhrifum sínum og völdum.
Í því samhengi er ástæða til að rifja upp orð Mikahíl Gorbatsjov,
fyrrum leiðtoga Sovétríkjanna, sem hann lét falla í Háskólabíói í
haust, þegar hann sagði fyrirbyggjandi viðræður stjórnarerind-
reka mun vænlegri til friðar í heiminum.
Í ársskýrslu Amnesty er bent á að stríðið gegn hryðjuverkum
hafi undanfarin ár verið notað til að réttlæta alls kyns kúgun, sem
stjórnvöld hafa lengi beitt almenning, til dæmis í Egyptalandi og
Pakistan.
Í Bretlandi voru leidd í lög óskýr ákvæði, sem eiga að auðvelda
baráttuna gegn hryðjuverkum, en bera jafnframt með sér alvar-
lega skerðingu á tjáningarfrelsi í landinu. Svipað hefur gerst í
Bandaríkjunum. Stjórnvöld þar hafa nú mun víðtækari heimild-
ir til að njósna um og kortleggja hegðun almennings en þau höfðu
fyrir 11. september 2001.
Fyrir réttum tuttugu árum skrifaði bandaríski hæstaréttardóm-
arinn William J. Brennan: „Að loknu hverju því tímabili, sem hefur
verið skynjað sem hættuástand, hafa Bandaríkin full iðrunar áttað
sig á því að afnám borgaralegra réttinda var óþarft. Að sama skapi
hafa Bandaríkin sýnt að þau eru ófær um að koma fyrir að mistök-
in verði endurtekin næst þegar hættuástand skapast.“
Þessa niðurstöðu má hæglega yfirfæra á gjörvallt mannkyn.
Sagan er svo gjörn á að endurtaka sig. Fyrir fimm hundruð árum
þurfti að útbreiða orð guðs með öllum meðölum, nú er það lýð-
ræðið.
Trúarbragðastríð
21. aldar