Fréttablaðið - 25.05.2007, Qupperneq 28
Nútímatölvutækni
er langt komin
með að leysa af
hólmi þá tækni
sem eldri fjar-
skiptainnviðir
byggja á. Fjar-
skiptanet, hvort heldur fastlínu-
net eða radíónet, byggja í aukn-
um mæli á pökkum í stað rása.
Þannig eru gögn send stafrænt
í formi margra smárra gagna-
pakka, sem raðast svo saman hjá
móttakanda, í stað þess að mynda
rás milli sendanda og móttak-
anda. Skýrasta dæmið er inter-
netið sem er pakkanet byggt á
IP tækni. Með þessu móti verða
hefðbundin fjarskipti á borð við
sjónvarpsútsendingar, talsíma og
gagnaflutning einfaldlega staf-
rænn IP gagnaflutningur. Við
sjáum því hugtök eins og IPTV og
VoIP verða jafn sjálfsögð og int-
ernetið.
Gagnaveita Reykjavíkur hefur,
yfir ljósleiðaranet sitt, byggt upp
eitt öflugasta IP net landsins.
Þetta net tengir nú saman öll ljós-
leiðaratengd heimili á þann hátt
að þau geta sótt sér fjarskipta-
þjónustu á borð við sjónvarp,
heimasíma og internet til mis-
munandi þjónustuaðila.
Við ljósleiðaravæðingu heimila
leggur Gagnaveita Reykjavíkur
heimilum til ljósleiðaratengingu
og nauðsynlegan endabúnað án
nokkurs stofnkostnaðar.
Stækkunarmöguleikar ljósleið-
aranets eru nánast óendanlegir.
Í upphafi er flutningsgeta ljós-
leiðaranetsins 100 Mb/s á hvert
heimili sem eykst síðan í takt við
þróun og þarfir. Þegar þörf verð-
ur á enn meiri bandbreidd þarf
einungis að skipta um endabún-
að; ljósleiðarinn sjálfur verð-
ur aldrei flöskuháls. Það sama
verður ekki sagt um símavíra úr
koparþráðum, sem lagðir voru
snemma á síðustu öld, ætlaðir
fyrir einföld talsamskipti. Algeng
flutningsgeta slíkra lagna er um
og innan við 10 Mb/s. Slík lagna-
kerfi renna sitt skeið á sama hátt
og gamli margendurbætti vegur-
inn var lagður af þegar nýja hrað-
brautin var lögð við hliðina.
Einhver kann að spyrja til
hvers við þurfum svo sem alla
þessa bandbreidd og hvort þess-
ir símavírar dugi ekki bara. Eða
þráðlaus net? Að svara því er
eins og að segja til um hversu
margir munu aka yfir brúna á
morgun byggt á því hversu marg-
ir syntu yfir ána í gær. Með ljós-
leiðara alla leið, milli heimilis og
þjónustuveitu, eru möguleikarnir
ótakmarkaðir og framtíðarinnar
að leiða þá í ljós.
Um ljósleiðaranetið er hægt að
senda allar sjónvarps- og útvarps-
rásir sem við þekkjum í dag. Út-
sendingar eru stafrænar og í há-
marksgæðum. Mynd- og hljóm-
gæði fullkominna tækja nýtast
nú til fulls og áhrif veðurfars á
útsendingar eru úr sögunni. Þá
hafa sjónvarpsútsendingar engin
áhrif á getu ljósleiðarans til að
sinna internet-notkun heimila á
sama tíma.
Bæjaryfirvöld á Seltjarnarnesi
sýndu þá framsýni fyrir nokkrum
árum að leita eftir framtíðarlausn
á háhraða gagnaflutningi fyrir öll
heimili bæjarfélagsins. Nú er svo
komið að Seltjarnarnesbær er
fyrsta bæjarfélagið í heimi, svo
vitað sé, þar sem hverju einasta
húsi – heimilum, fyrirtækjum og
stofnunum – stendur ljósleiðara-
tenging til boða.
Í samstarfi við Gagnaveitu
Reykjavíkur hefur Seltjarnarnes-
bær rutt brautina á alþjóðlegum
vettvangi. Ljósleiðaravætt sveit-
arfélag og opið og jafnt aðgengi
þjónustuveitna að neti, þar sem
fjölbreytt þjónusta samkeppn-
isaðila býðst heimilum og fyr-
irtækjum, var áður hugmynda-
fræði en er nú raunveruleiki.
Gagnaveita Reykjavíkur tekst
á við ljósleiðaravæðingu heim-
ila á sama hátt og Orkuveitan og
fyrirrennarar hennar – Vatns-
veita Reykjavíkur, Rafmagns-
veita Reykjavíkur og Hitaveita
Reykjavíkur – sem lögðu dreifi-
kerfi fyrir vatn, rafmagn og
hita á árum áður. Um er að ræða
langvarandi lausn til hagsbóta
fyrir samfélagið. Þrátt fyrir háan
stofnkostnað og það rask sem
felst í lagningu ljósleiðarans er
gert ráð fyrir endingu hans næstu
áratugina.
Og áfram er haldið. Unnið er
hörðum höndum að ljósleiðara-
væðingu heimila í fjölda ann-
arra sveitarfélaga, þar á meðal
í Reykjavík. Utan Seltjarnar-
ness hafa þúsundir heimila, víðs-
vegar um Reykjavík og á Akra-
nesi, þegar verið tengd við hið
opna ljósleiðaranet Gagnaveitu
Reykjavíkur. Ég hvet íbúa þess-
ara heimila til að kynna sér vel þá
möguleika sem felast í ljósleið-
artengingu sinni. Nú verður allt
hægt – hratt.
Höfundur er framkvæmdastjóri
Gagnaveitu Reykjavíkur.
Tenging til framtíðar
Milljarður manna á flótta árið 2050
Ádögunum kom út skýrsla frá hjálparstofnuninni Christi-
an Aid í Bretlandi, þar sem farið
er yfir hvernig loftslagsbreyting-
ar muni hafa áhrif á flóttamanna-
strauminn í heiminum. Talið er að
allt að 1 milljarður manna gæti
hrakist á flótta af þessum orsök-
um fram að árinu 2050 ef ekkert
verður að gert til þess að stöðva
hlýnun jarðar.
Í dag eru um 160 milljónir
manna flóttamenn. Við heyrum
slíkar tölur og getum ómögulega
gert okkur grein fyrir þeirri þján-
ingu sem í þeim felast. Til þess
að reyna að skilja hvað það þýðir
að vera flóttamaður bið ég þig að
ímynda þér hvernig þér myndi
líða ef þú þyrftir að flýja heim-
ili þitt. Ástæðan gæti verið jarð-
skjálfti, flóð, pólitísk eða trúarleg
afstaða þín, húðlitur þinn eða jafn-
vel stríð. Þú getur sama og ekkert
tekið með þér, kannski myndaalb-
úmið, en allar eignir sem þú ert
búinn að vinna hörðum höndum
fyrir, verður þú að skilja eftir. Allt
sem fyllir okkar daglega líf, nýja
eldhúsinnréttingin, leikföng barn-
anna og flottu nýju spari-
skórnir verður að engu
þegar þú þarft að bjarga
lífi þínu. Í þeirri ringul-
reið sem fylgir gætir þú
orðið viðskila við fjöl-
skyldu þína, misst sjón-
ar af börnunum þínum
og jafnvel öllum þeim
sem standa þér nær. Þú
veist ekki hvað morgun-
dagurinn ber með sér, í
raun hefur allt þitt líf splundrast.
Hvernig myndi þér líða?
Ef ekkert verður að gert verð-
ur það sem hér er lýst raun-
veruleiki fyrir allt að einn millj-
arð manna á næstu 40 árum. Enn
og aftur er þetta svo gríðarleg-
ur mannfjöldi að við getum ekki
gert okkur grein fyrir því. Þetta
mun hafa áhrif á okkur líka, beint
og óbeint. Og hver veit nema við
gætum orðið meðal þessa fjölda?
Ennþá eru það þó íbúar í fátæk-
um löndum sem upplifa afleið-
ingar hlýnunar jarðar. Í Malí er
draumurinn að komast til Evr-
ópu, hefja nýtt líf þar sem allir
virðast ríkir. Í landinu er varla
hægt að stunda landbúnað leng-
ur, linnulausir þurrkar
gera ræktun ómögulega.
Á einungis 80 árum hefur
rigning í Malí minnk-
að um helming og þegar
rignir, þá rignir eldi og
brennisteini. Því er spáð
að jafnvel 1/3 hluti jarð-
ar muni skrælna í gríð-
armiklum þurrkum um
næstu aldamót. Hvaða
áhrif það mun hafa á
íbúa á þessum svæðum er eitt-
hvað sem við getum velt fyrir
okkur. Kannski finnst okkur hér
á Íslandi að þetta sé þróun sem
ekki snertir okkur. En bara eitt til
að hugsa um – hvaða áhrif hefði
skrælnuð jörð á þriðjungi jarðar
á matvælaverð hér hjá okkur?
Verði ekkert að gert, er þetta
framtíðin sem blasir við okkur.
En við ætlum varla að gera ekki
neitt. Hlýnun jarðar er ekki eitt-
hvað sem við getum ýtt frá okkur
og vonað að þessi eða hinn muni
leysa vandamálið einhvern tíma
síðar. Það er ábyrgð hvers og eins
okkar að haga okkur þannig að
jörðin okkar eigi sér bjarta fram-
tíð. Það er margt sem við getum
gert til þess að draga úr koldí-
oxíðsmengun sem einstakling-
ar og þjóð. Við getum tildæm-
is hjólað, gengið og ekið saman
í auknu mæli. Framtak Kolviðar
www.kolvidur.is, er gott dæmi,
sem gerir okkur kleift að koltví-
sýringsjafna útblástur okkar. Þar
er tækifæri sem við ættum öll að
nýta okkur. Það sem er mikilvægt
að hafa í huga er það að Vestur-
landabúi sleppir allt að 24 sinnum
meiri koltvísýringi út í andrúms-
loftið en Afríkubúi. Það þýðir að
það erum við sem erum að skapa
vandann og það á kostnað annarra
þar sem fátæku löndin eru þau
fyrstu til að súpa seyðið af hlýn-
uninni. Dr. Peter Glick rannsakar
loftslagsbreytingar meðal annars
í Malí. Orð hans eru mjög lýsandi
fyrir stöðuna: „Ef þú keyrir bíl
inn í stofuna hjá nágranna þínum,
þá væntanlega skuldar þú honum
eitthvað fyrir skemmdirnar, sér-
staklega ef hann er ótryggður.“
Hjálparstarf kirkjunnar hvet-
ur þig til að huga að þínum þætti
í hlýnun jarðar. Við Íslendingar
ættum ekki að eiga þátt í því að
splundra lífi manna, hvorki ann-
arra né okkar eigin.
Höfundur er verkefnastjóri hjá
Hjálparstarfi kirkjunnar.