Fréttablaðið - 25.05.2007, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 25.05.2007, Blaðsíða 34
BLS. 2 | sirkus | 25. MAÍ 2007 Heyrst hefur M argir kallar á mínum aldri fá sér Harley Davidson. Ég vil hins vegar ekki fara í þessar aðstæður sem þessir gæjar fara í,” segir listamaðurinn Tolli Morthens sem fyrir skömmu keypti sér nýtt fjallahjól og það af bestu gerð. Hjólið er af gerðinni Trek Elite XC 9.9 og er eldrautt að lit. Sjálfur lýsir Tolli hjólinu sem vængjuðum fáki. Hjólið kostaði líka sitt. Ásett verð í Erninum er tæpar 600 þúsund krónur. „Það er rosalega gaman að fara út að hjóla þegar þú átt gott hjól. Nú er ég á þeim aldri að geta leyft mér þann munað að kaupa besta hjólið í búðinni. En þú þarft að vera tilbúinn að streða og leggja fyrir í hálfa öld,” segir Tolli, sem veit hvað hann syngur þegar fjallahjól eru annars vegar. Hlutskipti Tolla og Bubba bróður hans eru ólík. Tolli fékk sér nýtt fjallahjól en Bubbi nýjan jeppa – farartæki sem kostar um sjö og hálfa milljón króna. „Bubbi er nú samt gamall hjólamaður. Hann var mjög öflugur hjóla- maður á sínum tíma og var fyrirmynd yngri manna,” segir Tolli, sem sjálfur notar hjálm. „Svona gamlir kallar eins og ég verða að sýna unga fólkinu að við notum líka hjálma.“ TOLLI FLÝGUR UM Á ELDRAUÐUM FÁKI F imleikarnir komu að góðum notum í þessum atriðum en svo var ég á stíf- um bardagaæfingum alla daga,” segir Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir sem sýnir á sér nýja hlið í myndinni Astrópíu eða Dorks & Damsels sem frumsýnd verður hinn 22. ágúst næstkom- andi. Í myndinni bregður Ragnhildur Steinunn sér í hlutverk Hildar, ungrar stúlku sem neyðist til að standa á eigin fótum eftir að kærastinn hennar, glaumgosi og bílasali, er settur bak við lás og slá. Hildur fær vinnu í leikjabúð þar sem undarlegir hlutir eiga sér stað og að lokum dregst hún inn í ævintýraheim þar sem hún þarf að bjarga sér frá illum vættum og ófreskjum. Og það gerir Ragnhildur Steinunn með stæl. Í sýnishorni úr myndinni, sem hefur verið sett á netið, sést hvar hún fer flikk-flakk, aftur á bak og áfram, tekur hring- spörk að hætti þrautþjálfaðra karatemanna og lumbrar á ófreskjunum vopnuð tveimur sverðum. Ragnhildur Steinunn býr að góðum grunni þar sem hún æfði fimleika um árabil og var sem fyrr segir á stífum bardagaæfingum fyrir myndina. „Ég var meira að segja með sverð heima sem ég notaði til æfinga. Ég er frekar metnaðargjörn og stóð fyrir framan spegilinn og æfði mig þegar tími gafst til,“ segir Ragnhildur Steinunn. Á meðan á tökum á myndinni stóð var leiðbeinandi úr bardagalist- um henni innan handar. Hún lék öll atriðin sjálf, sama hversu erfið þau voru, og þurfti engan staðgengil eða áhættuleikara í sinn stað. Aðstandendur myndarinnar voru yfir sig hrifnir af Ragnhildi Steinunni, sem þótti sýna ótrúlega hæfi- leika við erfiðar aðstæður oft á tíðum. Hlutverk Ragnhildar Stein- unnar í Astrópíu minnir óneitanlega á bardagaprinsess- una Xenu sem gerðinn garðinn frægan á árum áður. Xena, sem leikin var af Lucy Lawless, var óvenju fjölhæf ævintýraprins- essa sem lumbraði á illmennun- um vopnuð sverði. Þetta er í fyrsta sinn sem Ragnhildur Steinunn fer með aðalhlutverk í bíómynd en hún hefur þó reynt fyrir sér á sviði, bæði í söngleiknum Fame og Kalla á þakinu. Þá er hún alls ekki óvön því að vera fyrir framan sjónvarpsvélarnar enda einn af stjórnendum Kastljóssins. Tökur á Astrópíu fóru fram síðasta sumar en með aðalhlut- verkin, ásamt Ragnhildi Steinunni, fara þeir Snorri Engilbertsson og Ómar Örn Hauksson, fyrrverandi meðlim- ur Quarashi. Meðal annarra leikara eru Davíð Þór Jónsson, Steinn Ármann Magnússon, Halldór Magnússon, Sveppi, Pétur Jóhann og Sara Guð- mundsdóttir. Sýnishorn úr myndinni má finna á slóðinni: http://www. kisi.is/home/Films/DorksDam- sels/Trailer. KASTLJÓSSDROTTNINGIN RAGNHILDUR STEINUNN SÝNIR Á SÉR NÝJA HLIÐ Elín María þrítug Elín María Björnsdóttir, framkvæmda- stjóri húsgagnaverslunarinnar Egg og fyrrum þáttastjórnandi Brúðkaupsþáttar- ins Já, fagnaði þrjátíu ára afmæli sínu í góðra vina hópi að heimili sínu við Aratún í Garðabæ á laugardaginn var. Að sjálfsögðu var Hrafnkell Pálmarsson, eiginmaður Elínar Maríu, staddur þar en meðal gesta má nefna Gunnar Einarsson, bæjarstjóra í Garðabæ, Stein Loga Björnsson forstjóra Húsasmiðj- unnar, Ingu Lind Karlsdóttur sjónvarpskonu og Árna Hauksson eiginmann hennar, Þorbjörgu Helgu Vigfúsdóttur borgarfulltrúa, Hlyn Sigurðsson og frú úr Fasteignasjónvarp- inu, Arnbjörgu Valsdóttur leikkonu, sem og strákana úr Í svörtum fötum. Jón Jósep Snæbjörnsson söngvari sveitarinnar var þó fjarri góðu gamni en leiða má líkur að því að hann hafi verið á flugi enda nýbyrjaður að starfa sem flugþjónn hjá Icelandair. Lumbrar á ófreskjum vopnuð tveimur sverðum Xena Bardagaprinsessan á ekki séns í Ragnhildi Steinunni. Tolli og vængjaði fákurinn Trek-hjólið hans Tolla er af bestu gerð og kostar tæpar 600 þúsund krónur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.