Fréttablaðið


Fréttablaðið - 25.05.2007, Qupperneq 36

Fréttablaðið - 25.05.2007, Qupperneq 36
BLS. 4 | sirkus | 25. MAÍ 2007 Heyrst hefur S veinbjörn Kristjánsson, sem dæmdur var í fjögurra og hálfs árs fangelsi árið 2004 fyrir rétt rúmlega 260 milljóna króna þjófnað úr sjóðum Landssímans á árunum 1999 til 2002, hefur lokið afplánun sinni á Litla-Hrauni og er frjáls maður. Sveinbjörn er fluttur til Prag í Tékklandi þar sem hann starfar sem fjármálaráðgjafi fyrir hótelkeðjuna Key Hotels sem er í eigu Valdimars Jónssonar, sem oft er kenndur við Valhöll. Sveinbjörn lauk afplánun nú í byrjun árs og var ekki lengi að fá vinnu. Hann fór til Prag og hefur gengið allt í haginn þar. Starfsfólk Key Hotels sem Sirkus ræddi við ber Sveinbirni afar vel söguna en ekki náðist í Sveinbjörn þar sem hann er í fríi. Key Hotels rekur nú tvö hótel í Prag, þriggja stjörnu hótelið Express by Holiday Inn City Centre Prague og fjögurra stjörnu hótelið Hotel Crowne Plaza Prague Castle sem var opnað nú í vor. Jafnframt er á teikniborðinu hótel sem rísa á í Bratislava á næsta ári. Mikill hugur er í forsvarsmönnum Key Hotels og segir Valdimar Jónsson, forstjóri og aðaleigandi, á heimasíðu hótelkeðjunnar að stefnan sé að bjóða upp á fimm þúsund herbergi árið 2015. Ljóst má vera að aðkoma Sveinbjörns að hótelkeðjunni er liður í því að efla innri starfsemina. Eins og áður sagði var Sveinbjörn dæmdur í fjögurra og hálfs árs fangelsi. Hann hóf afplánun á Litla- Hrauni en fékk sig fluttan á Sólheima í Grímsnesi vegna góðrar hegðunar. Þar varð hann fyrir því óláni að vera tekinn ölvaður undir stýri síðasta sumar og var í kjölfarið sendur aftur á Litla-Hraun. Þetta atvik hafði þó ekki áhrif á afplánun Sveinbjörns, sem hann lauk nú í byrjun árs. oskar@frettabladid.is LANDSÍMAGJALDKERINN SVEINBJÖRN KRISTJÁNSSON HEFUR HAFIÐ NÝTT LÍF: FJÁRMÁLARÁÐGJAFI VIÐ HÓTEL Í PRAG NÝTT LÍF Í PRAG Sveinbjörn Kristjánsson hefur lokið afplánun og er nú að hefja nýtt líf í Prag, höfuðborg Tékklands. Þar mun hann starfa fyrir fjögurra stjörnu hótelið Hotel Crowne Plaza Prague Castle, flaggskip Key Hotels- keðjunnar. E yþór Arnalds hefur verið í stífu heilsuátaki sem tekið hefur verið eftir. Hann hefur sjaldan eða aldrei verið í jafn góðu formi. Var 86 kíló þegar hann var þyngstur en er kominn niður í 73. Og það á aðeins tólf mánuðum. „Það er kannski ekki aðalatriðið að vera sem léttastur heldur vera í góðu formi,“ segir Eyþór, sem hefur æft af krafti í World Class Laugum. „Markmiðið er að losna við fituna og komast í gott form. Ég verð að hrósa honum Bjössa í World Class því það er svo gaman í ræktinni hjá honum. Hann mætti gjarnan opna World Class víðar, til dæmis á Selfossi,” segir Eyþór hlæjandi enda búsettur í Hreiðurborg í dreifbýli Selfoss. Eyþór segist ekki hafa verið í lélegu formi áður fyrr en það hafi ekki verið nógu gott. „Ég æfi bara því meira því eldri sem ég verð. Ég heyrði eitt sinn þá sögu að gamall maður hefði sagt við Arnold Schwarzenegger að hann væri orðinn of gamall til að lyfta. Schwarzenegger svaraði því til: „Nei, þú ert of gamall til að lyfta ekki.“ Ég held að þessi saga sé ágæt áminning.“ Eyþór segir líkamsþyngdina ekki skipta mestu máli. „Vigtin er eitt en hvað er í þessum kílóum skiptir líka máli. Mér finnst lyftingar vera mikilvæg hreyfing,“ segir Eyþór. „Okkar vandamál er velmegunar- vandamál. Við söfnum bumbu undir skrifborðinu.“ Eyþór reynir að lyfta sex sinnum í viku og hleypur fimm kílómetra á dag, bæði í höfuðborginni og í sveitinni. „Fimm kílómetrar eru ósköp hæfileg vegalengd. Það er langskemmtilegast að hlaupa úti en það er ekki alltaf veður til þess,“ segir Eyþór Arnalds, stæltari en nokkru sinni fyrr. Eyþór Arnalds léttist um þrettán kíló á einu ári Í KOSNINGABARÁTTUNNI Hér sést Eyþór ásamt Þórunni Jónu Hauksdóttur á kosningavöku fyrir sveitastjórnarkosn- ingarnar í Árborg. Í FANTAFORMI Eyþór Arnalds telur að lykilatriðið í því að halda orku sé að vera í góðu formi og reyna á sig. „Fólk hleður í raun batteríin þegar það reynir á sig,“ segir Eyþór Arnalds. SIRKUSMYND/VILHELM Lalli logsuða Lárus Welding, nýráðinn bankastjóri hjá Glitni, hafði ekki verið lengi í hinu nýja starfi þegar kollegar hans hjá bankanum fóru að uppnefna hann. Welding, hið volduga eftirnafn Lárusar, getur jú merkt logsuða á erlendri tungu og því hefur bankastjórinn ungi verið kallaður Lalli logsuða af samstarfsfólki sínu. Dáni kveður klakann Sjónvarpsmaðurinn geðþekki Hálfdán Steinþórsson mun brátt kveðja land og þjóð en hann hyggur á nám í fjölmiðla- og markaðsfræði við Háskólann í Árósum næsta vetur. Hálfdán, sem er fyrrverandi umsjónarmaður Veggfóðurs, Landsins snjallasta og Djúpu laugarinnar, flytur á næstu vikum til Danaveldis ásamt unnustu sinni, Erlu Björnsdóttur, og strákunum þeirra tveimur.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.