Fréttablaðið - 25.05.2007, Side 38

Fréttablaðið - 25.05.2007, Side 38
BLS. 6 | sirkus | 25. MAÍ 2007 É g var voðalega mikið íþrótta-nörd þegar ég var unglingur og barn og fór ekki að spá í tísku fyrr en ég varð 15 eða 16 ára,“ segir Embla Sigríður Grétarsdóttir knattspyrnukona og viðurkennir að hún hafi gengið í íþróttagöllum og öðrum þægilegum fatnaði fram eftir aldri. „Í dag er stíllinn minn frekar einfaldur en ég geng aðallega í gallabuxum og bolum og fötum sem mér finnst töff. Ég elti stundum tískubylgjurnar en er líka óhrædd að ganga í því sem mér finnst flott. Annars er ég ekki snobbuð og finnst lítið mál að láta sjá mig í íþróttafötum og gæti alveg farið þannig klædd í Kringluna,“ segir Embla, sem aðallega kaupir sín föt erlendis enda þykir henni skemmtilegast að eiga föt sem aðrir eiga ekki. Kærastinn hennar, körfuboltamaðurinn Jón Arnór Stefánsson, býr á Ítalíu og Embla er dugleg að heimsækja hann og kíkja í búðir í leiðinni. „Megnið af fötunum mínum sem ég klæðist á myndunum var keypt þegar ég fór að heimsækja hann,“ segir hún og bætir við að Jón Arnór fylgist sjálfur vel með tískunni. „Hann er miklu meiri tískulögga en ég nokkurn tímann og það er hann sem er alltaf að dressa mig upp frekar en á hinn veginn,“ segir Embla hlæjandi. indiana@frettabladid.is EMBLA SIGRÍÐUR GRÉTARSDÓTTIR KNATTSPYRNUKONA HEFUR GAMAN AF FLOTTUM FÖTUM. EINFALDUR EN TÖFF STÍLL KÖRFUBOLTA- STJARNA Embla segir að kærastinn, Jón Arnór, sé enn meiri tískulögga en hún. JÓLAGJÖF MÖMMU „Pilsið var keypt í Anas og var upphaflega hugsað sem ein af jólagjöfunum hennar mömmu til pabba. Pilsið var hins vegar ekki til í hennar stærð svo pabbi laumaði því í pakkann minn þessi elska. Pilsið er íslensk hönnun og ég er rosalega hrifin af því og mamma greyið er græn af öfund.“ GRÆNN KJÓLL OG GULLSKÓR „Kjólinn er Diesel-kjóll sem ég fékk í Róm og var hugsaður fyrir fermingu litlu systur minnar. Skóna fékk ég í Bandaríkjunum í búð sem heitir Aldo á spottprís, eða 25 dollara.“ LOPAPEYSA FRÁ ÖMMU „Amma mín, Sigríður Lafði, prjónaði lopapeysuna. Mér þykir vænt um þessa peysu enda er hún rosalega hlý og tákn um fallega gamaldags íslenska hönnun.“ UPPÁHALDSBUXURNAR „Þetta eru uppáhalds buxurnar mínar en ég keypti þær í Valencia á Spáni. Skyrtan er frá Róm en þar var ég fyrir þremur vikum að hitta kærastann minn. Skórnir eru rúsínan í pylsuendanum. Þeir eru frekar háir og henta ekki við öll tækifæri en mér finnst þeir rosalega töff.“ EKTA EMBLA „Þetta átfitt lýsir mér rosalega vel, buxurnar eru Diesel en þær fékk ég í Róm og varð strax skotin þegar ég sá þær. Bolurinn er töff og í miklu uppáhaldi. Skóna fékk ég í Mílanó á síðasta ári en ég nota þá hrikalega mikið enda henta þeir bæði við gallabuxur, kjóla og pils.“ SIR K USM YN D /VALLI
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.