Fréttablaðið - 25.05.2007, Síða 38
BLS. 6 | sirkus | 25. MAÍ 2007
É g var voðalega mikið íþrótta-nörd þegar ég var unglingur og barn og fór ekki að spá í tísku
fyrr en ég varð 15 eða 16 ára,“ segir
Embla Sigríður Grétarsdóttir
knattspyrnukona og viðurkennir að
hún hafi gengið í íþróttagöllum og
öðrum þægilegum fatnaði fram eftir
aldri. „Í dag er stíllinn minn frekar
einfaldur en ég geng aðallega í
gallabuxum og bolum og fötum sem
mér finnst töff. Ég elti stundum
tískubylgjurnar en er líka óhrædd að
ganga í því sem mér finnst flott.
Annars er ég ekki snobbuð og finnst
lítið mál að láta sjá mig í íþróttafötum
og gæti alveg farið þannig klædd í
Kringluna,“ segir Embla, sem aðallega
kaupir sín föt erlendis enda þykir
henni skemmtilegast að eiga föt sem
aðrir eiga ekki. Kærastinn hennar,
körfuboltamaðurinn Jón Arnór
Stefánsson, býr á Ítalíu og Embla er
dugleg að heimsækja hann og kíkja í
búðir í leiðinni. „Megnið af fötunum
mínum sem ég klæðist á myndunum
var keypt þegar ég fór að heimsækja
hann,“ segir hún og bætir við að Jón
Arnór fylgist sjálfur vel með tískunni.
„Hann er miklu meiri tískulögga en ég
nokkurn tímann og það er hann sem
er alltaf að dressa mig upp frekar en á
hinn veginn,“ segir Embla hlæjandi.
indiana@frettabladid.is
EMBLA SIGRÍÐUR GRÉTARSDÓTTIR KNATTSPYRNUKONA HEFUR GAMAN AF FLOTTUM FÖTUM.
EINFALDUR EN TÖFF STÍLL
KÖRFUBOLTA-
STJARNA Embla
segir að
kærastinn, Jón
Arnór, sé enn
meiri tískulögga
en hún.
JÓLAGJÖF MÖMMU „Pilsið var keypt í
Anas og var upphaflega hugsað sem ein
af jólagjöfunum hennar mömmu til
pabba. Pilsið var hins vegar ekki til í
hennar stærð svo pabbi laumaði því í
pakkann minn þessi elska. Pilsið er
íslensk hönnun og ég er rosalega hrifin
af því og mamma greyið er græn af
öfund.“
GRÆNN KJÓLL OG GULLSKÓR „Kjólinn
er Diesel-kjóll sem ég fékk í Róm og var
hugsaður fyrir fermingu litlu systur
minnar. Skóna fékk ég í Bandaríkjunum í
búð sem heitir Aldo á spottprís, eða 25
dollara.“
LOPAPEYSA FRÁ ÖMMU „Amma mín, Sigríður Lafði, prjónaði lopapeysuna. Mér þykir
vænt um þessa peysu enda er hún rosalega hlý og tákn um fallega gamaldags
íslenska hönnun.“
UPPÁHALDSBUXURNAR
„Þetta eru uppáhalds
buxurnar mínar en ég
keypti þær í Valencia á
Spáni. Skyrtan er frá
Róm en þar var ég fyrir
þremur vikum að hitta
kærastann minn.
Skórnir eru rúsínan í
pylsuendanum. Þeir eru
frekar háir og henta
ekki við öll tækifæri en
mér finnst þeir rosalega
töff.“
EKTA EMBLA
„Þetta átfitt lýsir
mér rosalega vel,
buxurnar eru
Diesel en þær fékk
ég í Róm og varð
strax skotin þegar
ég sá þær.
Bolurinn er töff og
í miklu uppáhaldi.
Skóna fékk ég í
Mílanó á síðasta
ári en ég nota þá
hrikalega mikið
enda henta þeir
bæði við
gallabuxur, kjóla
og pils.“
SIR
K
USM
YN
D
/VALLI