Fréttablaðið - 25.05.2007, Síða 42
BLS. 10 | sirkus | 25. MAÍ 2007
Kristín Jóhannesdóttir (44)
20 milljarðar
K ristín er framkvæmdastjóri Gaums, sem er eignarhaldsfélag Baugsfjölskyldunnar. Hún
hefur verið í lykilhlutverki í örum vexti félaga
sem tengjast Gaumi. Hún er á lausu.
Magnús Þorsteinsson (45)
20 milljarðar
M agnús lagði grunninn að auðæfum sínum í Rússlandi með Björgólfsfeðgum. Hann
býr á Akureyri og er meiri sveitamaður en
heimsborgari þrátt fyrir alla milljarðana.
Kristján
Vilhelmsson (52)
25 milljarðar
Stærsta eign:
Samherji 35 milljarðar
Í gegnum rúmlega 40% hlut sinn
Guðbjörg Matthíasdóttir (55)
25 milljarðar
Tryggingamiðstöðin 18,5 milljarðar
Í gegnum 44,5% hlut
eignarhaldsfélaganna Kristins og Fram
Ísfélag Vestmannaeyja 8 milljarðar
Jóhannes Kristinsson (58)
30 milljarðar
Jóhannes er viðskiptafélagi Pálma Haralds-sonar í Fons. Hann býr í Lúxemborg og
hefur verið umsvifamikil í uppkaupum á jörðum
með laxveiðiréttindi á Austurlandi.
Guðmundur Kristjánsson (46)
25 milljarðar
G uðmundur er aðaleigandi útgerðarfélags-ins Brims, sem vaxið hefur gífurlega á
undanförnum árum. Guðmundur er umdeildur
mjög enda maður sem lætur verkin tala.
Þorsteinn M.
Baldvinsson (54)
25 milljarðar
Stærsta eign:
Samherji 35 milljarðar
Í gegnum rúmlega 40% hlut sinn
Gísli Þór Reynisson (41)
35 milljarðar
Ingibjörg Pálmadóttir (46)
30 milljarðar
Baugur Group 26 milljarðar
Í gegnum 8% hlut Eignarhaldsfélagsins ISP
Fasteignaf. Stoðir 12 milljarðar
Í gegnum 17,6% hlut Eignarhaldsdélagsins ISP
V egur Þorsteins hefur vaxið gífurlega á undanförnum árum. Helstu eignir hans
liggja í hlut fjárfestingarfélagsins Materia,
sem hann á ásamt Magnúsi Ármann og Kevin
Stanford, í FL Group. Hann er einnig
meirihlutaeigandi í Vífilfelli og á auk þess
töluvert af hlutabréfum í fyrirtækjum á borð
við Exista, Kaupþing, Byr og hollenska
drykkjavörufyrirtækinu Refresco. Þorsteinn
nýtur mikillar virðingar viðskiptafélaga sinna
og er stjórnarformaður í Glitni fyrir hönd FL
Groups.
Þorsteinn M. Jónsson (44)
20 milljarðar
Gunnþórunn Jónsdóttir (61)
20 milljarðar
G unnþórunn er ekkja Óla Sigurðssonar í Olís. Það fer lítið fyrir henni en hún er enn
öflugur fjárfestir ásamt börnum sínum, Jóni og
Gabríelu, í fjárfestingarfélaginu Sund.
F rændurnir Þorsteinn Már Baldvinsson og
Kristján Vilhelmsson hafa
byggt upp útgerðarfélagið
Samherja á Akureyri af
mikilli kostgæfni frá
stofnun þess. Þeir hafa
unnið þétt saman allt frá
því að Þorsteinn fann
ryðdallinn Guðstein GK í
Hafnarfjarðarhöfn árið
1983. Á rúmum tuttugu
árum hefur það breyst í
stórt alþjóðlegt sjávar-
útvegsfyrirtæki og hækkað
í verði samkvæmt því. Þeir
eru kannski þekktastir fyrir
að vera nær ósýnilegir og
berast lítið á. *
G uðbjörg er ekkja Sigurðar Einarssonar útgerðarmanns í Vestmannaeyjum sem
lést langt fyrir aldur fram árið 2000, þá rétt
liðlega fimmtugur. Það er óhætt að segja að
Guðbjörg, sem er kennari að mennt og
starfaði lengi sem slíkur, hafi tekið við góðu
búi af manni sínum því Sigurður var afskap-
lega framsýnn og farsæll viðskiptamaður auk
þess að hann skildi eftir sig Ísfélag Vestmanna-
eyja, sem hefur verið rekið með góðum
árangri undanfarin ár. Sigurður keypti hlutabréf
í Tryggingamiðstöðinni árið 1996 og þau bréf
eru nú stærsta eign Guðbjargar. Margir hafa
reynt að kaupa hlut hennar í tryggingafélaginu
en hún hefur hingað til neitað að selja. Það er
óhætt að segja að þrátt fyrir að Guðbjörg hafi
lengi verið ein ríkasta kona landsins hafi lítið
borið á henni. Hún býr til að mynda í
blokkaríbúð við Boðagranda í Vesturbæ
Reykjavíkur. Og ekki hefur hún verið áberandi í
fjölmiðlum því hún er feimin og veitir aldrei
viðtöl þótt oft hafi verið sóst eftir því.
I ngibjörg er menntaður innanhússhönnuður sem erfði, líkt og systkini hennar, Sigurður
Pálmi, Jón og Lilja, fúlgur fjár eftir föður sinn
Pálma í Hagkaup. Munurinn á Ingibjörgu og
hinum er hins vegar sá að hún hefur margfaldað
auð sinn á skömmum tíma og er það ekki síst
að þakka því að hún
hefur fjárfest í
fyrirtækjum sem eru
tengd sambýlismanni
hennar Jóni Ásgeiri
Jóhannessyni.
Ingibjörg hannaði og á
Hótel 101 og rekur
einnig listagallerí á
Hverfisgötunni. Hún á
tvö hús á Sóleyjargötu
sem eru samtals um
900 fermetrar.
Gísli Þór Reynisson sá aldrei fyrir sér þegar hann var við nám í fjármálahagfræði og tölfræði í
Finnlandi fyrir um fimmtán árum að leiðir hans ættu
eftir að liggja inn á veg viðskipta. Hans hugur
stefndi til kennslu og rannsókna en eftir að hann
fékk smjörþefinn af fjármálaumhverfinu í Austur-
Evrópu varð ekki aftur snúið. Hann stofnaði Nordic
Industries árið 1996 og síðan þá hefur vöxturinn
verið ævintýralegur, sérstaklega í Lettlandi og
öðrum Eystrasaltslöndum. Í dag á hann meirihluta í
fyrirtækinu Nordic Partners sem á meðal annars
gífurlega stóra iðn- og skrifstofugarða í Riga,
höfuðborg Lettlands, hinum Eystrasaltslöndunum og
Póllandi sem telja 500-600 þúsund fermetra. Auk
þess á Nordic Partners mjög stór drykkjarfram-
leiðslu- og matvælafyrirtæki sem og einkaþotuflugfé-
lagið Ice Jet og gríðarstóra timburvinnslu. *
*Viðtal í Morgunblaðinu 2001
*Ú
r b
ók
in
ni
Ís
le
ns
ki
r m
illj
ar
ða
m
æ
rin
ga
r.
R Í K U S T U Í S L E N D I N G A R N I R