Fréttablaðið - 25.05.2007, Qupperneq 70
BLS. 22 | sirkus | 25. MAÍ 2007
É g hef haft áhuga á sirkus frá því ég var lítil og lét drauminn
rætast,“ segir Andrea Ösp Karlsdóttir,
sem útskrifaðist úr sirkusskóla frá
Bretlandi í fyrra. Andrea Ösp er
meðlimur leikhópsins Lottu sem
frumsýnir Dýrin í Hálsaskógi í
Elliðaárdalnum á sunnudaginn. Hún
hafði lært fimleika í fjögur ár sem
barn og æfði einnig dans, sem hún
segir hafa hjálpað sér í sirkus-
náminu, en þar lærði hún meðal
annars loftfimleika, trúð, fimleika-
ballans, að hjóla á einhjóli og „djöggl“,
sem felst í því að halda mörgum
hlutum á lofti í einu. Andrea Ösp, sem
leikur Lilla klifurmús, stefnir á
leiklistarnám í Los Angeles í janúar
en ætlar að vinna þangað til og safna
sér pening. Hún segir sirkusnámið
skemmtilegan grunn fyrir leiklistina.
„Þetta var rosalega skemmtilegt og
það var ótrúlega margt sem við
lærðum á þessu eina ári,“ segir hún og
bætir við að hún hafi áhuga á að
vinna í sirkus í framtíðinni. „Draum-
urinn er að verða leikari og halda
áfram að gera skemmtilega hluti. Í
dag er ég að leika Lilla klifurmús og
vonandi fæ ég einhvern tímann að
leika Línu Langsokk. Eins langar mig
að komast í kvikmyndir. Ég tók eina
önn í leiklistarnámi í skóla í Chicago
en vildi komast í betri skóla og námið
í LA er bæði kvikmyndatengt og
leikhústengt.“ indiana@frettabladid.is
Útskrifuð úr sirkusskóla
SIRKUS Andrea lét drauminn rætast og skellti sér í sirkusskóla.
ANDREA ÖSP Andrea er félagi í leikhópnum Lottu sem frumsýnir Dýrin í Hálsaskógi í
Elliðaárdalnum á sunnudaginn. SIRKUSMYND/ANTON
„Ég held að ég verði að segja að
uppáhaldsmyndin mín sé ítalska
bíómyndin La vita e bella. Roberto
Benigni er stórkostlegur í hlutverki
föðurins sem reynir að telja syni
sínum trú um að Helförin sé
bara leikur. Ein af þessum
myndum sem hreyfa við
manni á allan mögulegan
hátt.“
Heimir Eyvindar-
son tónlistar-
maður
„Ég var 6 ára þegar ég kunni Cabaret
með Lizu Minnelli utan að en
annars hefur The Piano með
Harvey Keitel og Helen
Hunt hefur verið mín
uppáhaldsmynd frá því ég
sá hana á menntaskólaár-
unum.“
Arnbjörg Hlíf
Valsdóttir leikkona
Uppáhalds
kvikmyndin
Útgáfufélag 365 prentmiðlar
Útgefandi Helgi Hermannsson, ábm.
Ritstjórn Óskar Hrafn Þorvaldsson
oskar@frettabladid.is,
Indíana Ása Hreinsdóttir, indiana@
frettabladid.is Útlitshönnun Kristín
Agnarsdóttir kristina@frettabladid.is,
Sirkusblaðið Skaftahlíð 24
105 Rvk, sími 550 5000
Sölustjóri Gréta Karen Grétarsdóttir
550 5864 gretakaren@frett.is
sirkus
Murray Sentinel 15,5hp
15,5hp garðsláttuvél
102cm (40”) sláttubreidd
3 hnífar
Briggs & Stratton OHV I/C vél
Sjálfskipting
Lækkað verð!
Murray Sentinel 20hp
20hp dvergtraktor
117cm (46”) sláttubreidd
2 strokka Briggs & Stratton vél
Sjálfskipting
3 hnífar
Murray Sentinel 18hp
18hp garðtraktor
107cm (42”) sláttubreidd
2 hnífar
Briggs & Stratton OHV I/C vél
Sjálfskipting
Beygjur á öllum hjólum
15” framhjól, 20” afturhjól
AVS hristivörn
Murray
Sentinel 12,5hp
12,5hp garðtraktor
76cm (30”) sláttubreidd
Briggs & Stratton vél
Safnkassi
Afturblástur
STÝRI Á ÖL
LUM!
Hvellur | G. Tómasson ehf. | Súðarvogi 6 | 104 Reykjavík | www.hvellur.is | 577 6400
NÚNA ER TÍMINN TIL AÐ KAUPA!
kr. 438.000
kr. 295.298
kr. 283.580
Murray
Sentinel 5,5hp
5,5 hestafla garðsláttuvél
51cm (20”) sláttubreidd
70 lítra söfnunarpoki
Briggs & Stratton vél
8” framhjól og 12” afturhjól
7 hæðarstillingar
kr. 54.354
-16%
-15%
-10%
-10%
kr. 395.814