Fréttablaðið - 25.05.2007, Page 76
ATVINNA
TILKYNNINGAR
BORGARTÚN 3 - 105 REYKJAVÍK - SÍMI 411 3000 - MYNDSENDIR 411 3090
Auglýsing um nýtt
deiliskipulag og breytingar
á deiliskipulagsáætlunum
í Reykjavík
Í samræmi við 25. gr. skipulags- og byggingarlaga
nr. 73/1997, með síðari breytingum, eru hér með
auglýstar tillögur að nýju deiliskipulagi og breytingum
á deiliskipulagsáætlunum í Reykjavík.
Iðnskólareitur
Tillaga að deiliskipulagi fyrir Iðnskólareit, svæði
sem afmarkast af Frakkastíg, Bergþórugötu ,
Vitastíg og Skólavörðuholti.
Deiliskipulagið tengist og er framhald af skipulagi
og umhverfismótun Skólavörðuholtsins og fjallar
einnig um þéttingu íbúðabyggðar við Bergþórugötu.
Megin efni í uppbyggingu að Holtinu er tillaga að
fullnaðaruppbyggingu Iðnskóla þá aðallega fyrir
þá starfsemi sem Vörðuskóli hefur hýst til skamms
tíma. Tillagan gerir ráð fyrir tveggja hæða nýbygg-
ingu vestan núverandi bygginga að Frakkastíg og
heimila hækkun á núverandi verkstæðisbyggingu
um eina hæð auk byggingar miðlægrar tveggja
hæða þjónustubyggingar við núverandi aðalinn-
gang skólans. Gert er ráð fyrir að byggja megi
bílastæðageymslu neðanjarðar milli skóla og kirkju
með aðkomu um Vitastíg. Við Bergþórugötu er
lagt til að (heil)byggja randbyggð fyrir íbúðir eða til
notkunar fyrir skólann.
Nánar um tillöguna vísast til kynningargagna.
Klébergsskóli
Tillaga að breytingu á deiliskipulagi fyrir lóð
Klébergsskóla á Kjalarnesi.
Tillagan gerir ráð fyrir m.a. að á lóð skólans verði
gerður gerfigrasvöllur fyrir knattspyrnu, svokallaður
battavöllur. Núverandi byggingareitur skólalóðar er
stækkaður til norðvesturs og innan hans afmarkað
svæði fyrir battavöllinn. Völlurinn verður girtur af
samkvæmt staðlaðri fyrirmynd frá KSÍ með timbur-
girðingum og lýstur upp með fjórum ljósastaurum.
Nánar um tillöguna vísast til kynningargagna.
Norðlingaskóli
Tillaga að breytingu á deiliskipulagi fyrir Norðlinga-
holt vegna lóðar Norðlingaskóla við Árvað.
Tillagan gerir ráð fyrir að lóðir og byggingareitir
grunn- og leikskóla við Árvað 2 og Árvað 3 eru sam-
einaðir. Innan byggingareits er heimilt að byggja
grunn- og leikskóla á einni til tveimur hæðum og
er þakform frjálst. Heimilt er að byggja íþróttahús
og sundlaug innan byggingareits og heimilt verður
að setja bráðabirgða kennslustofur tímabindið utan
hans. Bundin byggingalína er felld niður en skilyrt
að bygging tengist/snerti byggingareit til norður
eða vesturs.
Nánar um tillöguna vísast til kynningargagna.
Tillögurnar liggja frammi í upplýsingaskála skipu-
lags- og byggingarsviðs Reykjavíkurborgar að
Borgartúni 3, 1. hæð, virka daga kl. 8:20 – 16:15, frá
25. maí 2007 til og með 6. júlí 2007. Einnig má sjá til-
lögurnar á heimasíðu sviðsins, www.skipbygg.is.
Eru þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta
hvattir til að kynna sér tillögurnar. Ábendingum og
athugasemdum við tillögurnar skal skila skriflega
eða á netfangið skipulag@rvk.is, til skipulags-
og byggingarsviðs eigi síðar en 6. júlí 2007.
Vinsamlegast notið uppgefið netfang fyrir innsendar
athugasemdir með tölvupósti.
Þeir sem eigi gera athugasemdir innan tilskilins
frests, teljast samþykkja tillögurnar.
Reykjavík, 25. maí 2007
Skipulagsstjóri Reykjavíkur
Reykjavíkurborg
Skipulags- og byggingarsvið
FYRSTUR MEÐ
FRÉTTIRNAR
www.visir.is