Fréttablaðið - 25.05.2007, Side 78

Fréttablaðið - 25.05.2007, Side 78
Það er svolítið bros-legt að heyra gagn- rýni ýmissa einstaklinga úr röðum Samfylkingar- innar á Steingrím J. Sig- fússon og fleiri í Vinstri grænum. Sú gagnrýni er á að Vinstri græn hafi komið í veg fyrir myndun vinstri stjórnar á Íslandi. Gagnrýnin er að Vinstri græn hafi reynt að koma því svo fyrir að framsókn væri ekki stjórntæk til þess að hafa afsökun fyrir því að hlaupa í eina sæng með íhaldinu. Það sem mér finnst broslegt við svona gagnrýni er einmitt að hún er fyrst og fremst vel fall- in til þess að afsaka meint- an eigin glæp: Fyrst að VG eyðilagði vinstristjórn- ina þá verðum við bara með Sjálfstæðisflokknum. Þó enginn sé hafinn yfir gagnrýni þá leysist þessi rökleysa upp af sjálfu sér, í sjálfri sér. Það eina sem er ljóst og öruggt er það að vilji var til þess að mynda núverandi stjórn hjá þessum tveimur flokkum, Sjálfstæðisflokknum og Sam- fylkingunni. Viljinn endurspegl- aðist síðan í þeirri ákvörðun sem var tekin af forystufólki þessara flokka. Það liggur fyrir. Morg- unljóst er að við í vinstri græn- um höfum, að óreyndu, engar forsendur til þess að gefa okkur neitt með vilja annarra flokka til samstarfs með okkur eða öðrum. Fyrir kosningarnar lá ekki annað fyrir en yfirlýsingar framsóknar um að vera utan stjórnar vegna lítils fylgis. Mér finnst heiðar- legt af Steingrími J. Sigfússyni og öðrum að taka þær yfirlýsing- ar alvarlega. Mér finnst líka að slík yfirlýsing þurfti ekki að úti- loka vinstri stjórn heldur hefði verið hægt að hafa minnihluta- stjórn með stuðningi framsókn- ar, sem þá hefði gefið framsókn um leið tækifæri til þess að reisa sig við – en einnig ad halda reisn sinni og standa við fyrri yfirlýs- ingar um að vera utan stjórnar. Eins var líka heiðarlegt að gefa út yfirlýsingar um að ekki væri lokað á neins konar samstarf við nokkurn flokk. Þessum hugmyndum hefur verið lýst sem dónaskap af vara- formanni framsóknar, Guðna Ág- ústssyni. Henni hefur verið lýst sem klaufalegri af bloggurum moggabloggs og vísis. Hugmynd- unum hefur verið lýst sem ein- kennilegri nálgun Steingríms sem ekki gerði annað en að úti- loka myndun vinstri stjórnar og allt að því neyða Samfylkinguna í stjórn með Sjálfstæðisflokknum. Öllum er frjálst að hafa skoðanir um brag og hætti fólks við að setja fram hugmyndir. Munum samt að það var Guðni Ágústsson sem upplifði dónaskapinn, bloggararn- ir sem kusu að sjá klaufaskap og margt samfylkingarfólk valdi að líta þannig á málin að Steingrím- ur J. Sigfússon væri að reka Sam- fylkinguna í fang Sjálfstæðis- flokksins. Ég hef talsvert álit á Stein- grími J. Sigfússyni. Ég veit að hann stýrir Vinstrihreyfingunni grænu framboði með glæsibrag. Og hann nýtur eindregins stuðn- ings okkar allra. En hann stýrir ekki fleiri flokkum. Hann stýrir ekki Sjálfstæðisflokknum og hans vilja til stjórnarmyndunar. Ekki fremur en Samfylkingunni. Þeim tveimur flokkum stýrir annað fólk og er því vonandi sjálfrátt um vilja og athafnir. Þau bera því alla ábyrgð á myndun hinnar nýju ríkisstjórnar og ber að axla hana. Höfundur er formaður kjördæmisráðs í Kraganum. Er Ingibjörgu Sólrúnu og Geir ekki sjálfrátt? Vorið 2003 auglýsti Fræðslu-net Suðurlands grunnskóla- kennaranám í fjarnámi við Há- skólann á Akureyri. Við undirrit- aðar höfðum þá um allnokkurt skeið haft í huga að drífa okkur í kennaranám og ákváðum því að sækja kynningarfund hjá Fræðslunetinu þess efnis. Á fundinum var margt um manninn enda var verið að kynna bæði grunn- og leikskólakenn- aranám en einstaka fög tilheyra báðum brautum. Þar kom fram að fyrirlestrar yrðu tvo daga í viku hverri og tveir hópar, annar frá Selfossi en hinn úr Reykja- nesbæ, yrðu þeir fyrstu í grunn- skólakennarafjarnámi við Há- skólann á Akureyri. Við ákváð- um að innrita okkur í þetta nám sem hófst haustið 2003. Við fjarnemar höfum sótt fyr- irlestra að öllu jöfnu tvisvar í viku og er skemmst frá því að segja að fjarfundabúnaður hjá bæði Fræðsluneti Suðurlands og Háskólanum á Akureyri er til fyrirmyndar. Okkur fannst ákaf- lega mikilvægt að við fjarnemar mynduðum fljótt hópa þar sem ríkti góður andi og samvinna eins og í samstæðum bekkjum. Það er einmitt þetta sem skiptir svo miklu máli í fjarnámi að maður sé hluti af bekk þar sem nemend- ur geta stutt hvern annan. Námið við kennaradeild Há- skólans á Akureyri er þannig upp byggt að við líkt og staðarnem- ar tökum sameiginlegan deild- arkjarna sem er 24 einingar og grunnskólakjarna sem er 38 ein- ingar. Það er dýrt að halda úti fjar- námi og því höfum við fjarnemar ekki eins mikið val um kjörsvið og staðarnemar en tökum þær 28 einingar sem á vantar á svo- nefndu almennu sviði. Þeir sem vilja geta tekið sitt val við Kenn- araháskóla Íslands. Námið er þannig upp byggt að við tökum fimm kennslufræði- tengd námskeið í grunnskóla- fræðum og eru það mjög vel gerð og gagnleg námskeið þar sem áhersla er lögð á kennsluaðferðir, námsskrá, skólaþróun, námsefni o.fl. Við viljum ennfremur nefna námskeið í þróunarsálfræði, námssálarfræði og hugmynda- sögu. Auk þess, sem að framan er talið, lærum við aðgerðir í töl- fræði, stærðfræði, eðlisfræði og efnafræði og höfum við fjarnem- ar farið nokkrum sinnum norð- ur á Akureyri í gagnlegar verk- legar tilraunir og dæmatíma. Einnig lærum við Íslandssögu, ensku, líffræði mannsins, lest- ur og skrift, grenndarkennslu, þ.e. staðarmenningu, dýrafræði og jarðfræði og við tökum fjög- ur námskeið í íslensku og bók- menntum. Einnig höfum við tekið tvö heimspekitengd nám- skeið, þ.e. siðfræði og heimspeki menntunar svo flest sé til tínt. Öllu þessu, sem hér hefur verið nefnt, finnst okkur að grunn- skólakennari þurfi að kynnast rækilega og tileinka sér eins og kostur er, enda gott veganesti. Æfingakennsla og vettvangs- nám skipa stóran sess í náminu og á næstsíðasta misseri förum við á vettvang í skóla sem við höfum valið okkur en þar fer æf- ingakennslan og vettvangsnámið fram allt misserið. Allan náms- tímann erum við í nánum sam- skiptum við kennara okkar á Akureyri en það er einn af höf- uðkostum kennaradeildar Há- skólans á Akureyri hversu greið- ur aðgangur er að kennurum þar og hversu vel er fylgst með námi okkar og framgangi á öllum svið- um námsins. Okkur finnst námið í heild hafa verið alveg frábært þótt það krefjist mikillar fyrirhafnar sem aftur skilar sér í góðri undir- stöðumenntun en til þess er leik- urinn einmitt gerður. Hinn 9. júní nk. útskrif- ast fyrsti fjarnemahópurinn af grunnskólabraut við kennara- deildina en það eru alls 22 nem- endur, 15 frá Suðurnesjum og 7 af Suðurlandi, en alls braut- skrást 136 manns frá kennara- deild af leikskóla-, grunnskóla- og framhaldsbraut. Þess ber að geta að á grunn- skóla- og leikskólabraut fjar- námsins er nú kennt á tíu stöð- um á landinu en þeir eru Selfoss, Reykjanesbær, Hafnarfjörð- ur, Grundarfjörður, Ísafjörður, Sauðárkrókur, Þórshöfn, Nes- kaupstaður, Höfn í Hornafirði og Vestmannaeyjar. Á Egilstöðum, Vopnafirði, Akranesi og í Borg- arnesi er eingöngu kennt á leik- skólabraut en fyrsti hópur fjar- nema af leikskólabraut braut- skráðist árið 2003. Í ljósi reynslu okkar leyfum við okkur að mæla með fjarnámi á grunnskólabraut við kennara- deild Háskólans á Akureyri og hvetjum þá, sem eru að hugsa um kennaranám, til að kynna sér á vef Háskólans á Akureyri (unak.is) það sem hann hefur upp á að bjóða. Höfundar eru í hópi fyrstu nem- enda sem útskrifast sem grunn- skólakennarar úr fjarnámi við kennaradeild Háskólans á Ak- ureyri. Fjarnám fyrir kennara Hinn 10. september 2005 bár-ust harmafregnir af sjóslysi á Viðeyjarsundi. Ástvinir okkar, Matthildur Harðardóttir og Frið- rik Ásgeir Hermannsson, létust í slysinu. Lögregla hóf þegar rann- sókn á tildrögum slyssins og lauk þeirri rannsókn með því að ríkis- saksóknari gaf út ákæru á hend- ur Jónasi Garðarssyni vegna brota hans gegn almennum hegn- ingarlögum og siglingalögum. Með dómi Héraðsdóms Reykja- víkur uppkveðnum þann 6. júní 2006 var ákærði dæmdur til að sæta fangelsi í þrjú ár vegna stórfelldra brota sinna. Var honum jafnframt gert að greiða skaðabætur og allan málskostn- að. Hæstiréttur Íslands staðfesti þá niðurstöðu með dómi sínum hinn 10. maí síðastliðinn. Með dómi Hæstaréttar lauk erfiðu ferli sem tekið hefur á okkur öll. Einna verst þótti okkur að sakborningur skyldi gera sig sekan um það „óskaplega til- tæki“, svo vitnað sé beint í rök- semdir héraðsdóms, „að bera af sér sakir og reyna að koma ábyrgð yfir á þá, sem létust í sjó- slysinu af völdum hans“. Við erum því fegin að dómstólar skuli hafa séð í gegnum tilburði ákærða með því að hafna alger- lega, með afdráttarlausum hætti, röngum framburði hans. Það er okkur jafnframt mikill léttir að þeim sem ábyrgð ber á dauða ástvina okkar skuli gert að sæta ábyrgð vegna gerða sinna. Rannsóknarnefnd sjóslysa skil- aði skýrslu um orsakir slyssins og eftirfarandi björgun. Niður- staða nefndarinnar er skýr um það hver beri ábyrgð á dauða ást- vina okkar, sá er dóminn hlaut, skipstjóri bátsins. Rannsóknar- nefndin komst einnig að þeirri niðurstöðu að alvarlegir ágall- ar hefðu verið á björgunarað- gerðum og skipulagi þeirra, sem brýnt sé að bæta úr. Um það at- riði erum við sammála. Við álít- um það skyldu okkar allra að koma í veg fyrir að mistök verði endurtekin, ef þess er nokkur kostur. Að því munum við vinna og treystum á liðsinni annarra í því efni. Við viljum að lokum koma á framfæri innilegu þakklæti til allra þeirra sem hafa staðið þétt við bakið á okkur, sent kveðj- ur, hugsað hlýlega til okkar og þannig sýnt okkur ómetanleg- an stuðning á þeim erfiðu tímum sem við höfum gengið í gegn- um. Við erum einnig þakklát öllu því fagfólki sem fjallað hefur um málið af fagmennsku og á vand- aðan hátt. Þá þökkum við fjöl- miðlum fyrir þann skilning sem þeir hafa sýnt aðstæðum okkar. Allt þetta metum við mjög mikils. Fyrir hönd fjölskyldna þeirra sem létust, Jóhannes Rúnar Jóhannsson. Hjartans þakkkir Dre gi› í ásk rift arle ikn um á la uga rda ginn
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.