Fréttablaðið - 25.05.2007, Síða 84

Fréttablaðið - 25.05.2007, Síða 84
Kl. 20.00 Vorhátíð Magadanshússins verð- ur í Salnum í Kópavogi. Nemend- ur og kennarar sýna fjölbreyti- lega magadansa, tribaldansa og carribean-dansa. Um fimm- tíu dansarar taka þátt í sýn- ingunni og er reynsla þeirra frá tveimur mánuðum upp í tuttugu ár. Léttleiki, fegurð, litadýrð og skemmtileg tónlist. Önnur stútfull Stína Heimilda- og stuttmyndahátíðin í Reykjavík hefst í kvöld en fjöl- breytt úrval íslenskra og erlendra mynda verður sýnt í Tjarnar- bíói um helgina. Opnunarmynd- in, Fórnarlömb pólfaranna, er áleitin mynd um valdníðslu ný- lendustefnunnar, þráhyggju eins manns og lítinn inúítastrák sem hét Minik. Heimildamynd Svíans Staff- an Julén byggist á sögu hins þekkta bandaríska landkönnuð- ar Robert E. Peary sem talinn er fyrstur manna hafa stigið fæti á Norðurpólinn. Peary var um- deildur maður og þekktur fyrir þráhyggju sína en hann gerði átta tilraunir á rúmlega tuttugu árum til þess að ná takmarki sínu að komast á pólinn. Bakhjarlar Pearys hvöttu hann til þess að koma með dýrgripi frá norðurslóðum svo heima- menn hans í Ameríku fengju notið þeirra einnig og árið 1897 kom Peary til New York með sex inúíta í farteski sínu. Þús- undir manna heimsóttu Náttúru- gripasafn Bandaríkjanna til að berja „gripina“ augum. Sá yngsti, Minik, var aðeins sex ára en sorg- leg saga hans hefur verið skráð og þykir til vitnis um valdníðsl- una og skilningsleysið sem ný- lendustefnan hafði í för með sér. Svo fór að Minik var ættleiddur og bjó um hríð í Bandaríkjunum en hinir í föruneytinu dóu, þar á meðal faðir Miniks. Í myndinni segir frá ferðalagi barnabarns Pearys sem fer aftur til Grænlands til þess að kynnast sögu forföður síns og Miniks en báðir eignuðust þeir afkomendur á Grænlandi. Peary segir að ferða- lagið og myndin hafi breytt miklu fyrir sig. „Þessi mynd fjallar um sjálfsmyndina, það að þekkja sjálfan sig og þora að tjá sig. Nú get ég talað um vonir mínar og þrár og þessa hluti sem hafa legið í þagnargildi árum saman.“ Peary hefur sterkar skoðanir á ástand- inu á Grænlandi og meðferð Dana á þeirri nýlendu sinni og sömu- leiðis á þeirri heimsvaldastefnu sem einkennir pólitík Vestur- landa gagnvart restinni af heim- inum. „Á sínum tíma lögðu sterk- ari ríki undir sig lönd í nafni trú- arinnar og Jesú Krists. Nú beita menn áhrifum sínum og komast yfir völd í krafti hugmynda um lýðræði og tjáningarfrelsi. Vald- hafar nota enn orðræðu á borð við: „Ef þið eruð ekki með okkur þá eruð þið á móti okkur.“ Peary segir að myndin hafi í upphafi ekki verið pólitísk en þróast í þá átt. Hann er eindreg- inn stuðingsmaður þess að Græn- lendingar taki mál sín í eigin hendur. „Ég vil að þeir verði frjálsir undan dönskum hugsun- arhætti, þeir eiga að fá að byggja landið sitt eins og þeir vilja. Þó að það sé vanda- og kostnaðar- samt er mikilvægast að þeir fái að stjórna sér sjálfir.“ Myndin byggist á viðtölum, gömlum myndbrotum og ljós- myndum og þykir varpa ljósi á óvenjulegar sögur þessara tveggja manna. Fórnarlömb pólfaranna hefur hlotið margvíslegar viðurkenn- ingar og verðlaun, þar á meðal frá Amnesty International. Myndin er sýnd í samstarfi við félagsskapinn Reykjavík Docum- entary Workshop og Nordisk Pa- norama in Iceland og eru leik- stjórinn og aðalleikarinn vænt- anlegir hingað til lands í tilefni sýningarinnar. Nánari upplýsingar um dag- skrá Reykjavík Shorts & Docs er að finna á heimasíðunni á www. shortdocs.info. Sorgarsaga Miniks Listamaðurinn Anna Sigmond Guðmundsdóttir opnar sýninguna „Breed and Animals“ í Nýlista- safninu við Laugaveg á morgun en hún hefur að undanförnu unnið að innsetningu á veggi og gólf safns- ins. Anna er hálfíslenskur mynd- listarmaður, búsett í Noregi, sem hefur getið sér gott orð í alþjóð- lega myndlistarheiminum fyrir innsetningar sínar. Þetta er fyrsta einkasýning hennar hér á landi. Verk Önnu eru lagskipt, þar eru teikningar teknar til dæmis úr al- fræðiorðabókum eða dagblöðum, yfir málaða fleti, slettur og krot eða myndir úr barnabókum og teiknimyndum, textabrot og hálf- kláraðar setningar undir málning- arleka eða veggjakroti, söguteng- ingar blandast saman við nútím- ann í myndbrotum sem úr verður ein allsherjar myndbygging og áhorfandinn stendur frammi fyrir því að skilja eða öllu heldur mis- skilja brotin í heildarmyndinni. Sýningin stendur til 8. júlí. Sjá nánari upplýsingar á vefsíðu safnsins, www.nylo.is Blandaðar sögutengingar
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.