Fréttablaðið - 25.05.2007, Side 94

Fréttablaðið - 25.05.2007, Side 94
 Alfreð Gíslason hefur tilkynnt þá sautján leikmenn sem hann hyggst nota í umspilsleikj- unum tveimur gegn Serbum í júnímánuði. Það er mikið í húfi fyrir þjóðirnar - sæti á Evrópu- mótinu í Noregi á næsta ári. Fátt kemur á óvart í hópnum sem kemur saman 4. júní í Tékklandi. Þar verða leiknir tveir leikir við heimamenn, 5. og 6. júní, áður en haldið verður til Serbíu þar sem fyrri leikurinn fer fram laug- ardaginn 9. júní. Síðari leikurinn fer svo fram á þjóðhátíðardaginn sjálfan, 17. júní. Alfreð velur Serbíufarana Í gær var dregið í riðla- keppni úrslitakeppni landsliða nítján ára og yngri, sem fer fram hér í sumar. Það verður erfitt verkefni sem bíður íslensku stúlknanna því þær drógust í riðil með Noregi, Danmörku og Svíþjóð. Í hinum riðlinum eru lið Pól- lands, Englands, Spánar og Frakklands. Norðmenn verða fyrstu and- stæðingar Íslands en keppnin hefst 18. júlí. Gríðarsterkur íslenskur riðill Bandaríski bakvörður- inn Justin Shouse mun spila áfram með Snæfelli í Iceland Express deild karla í körfubolta og verður því óbreytt lið í Hólminum sem er sögulegt fyrir vestan. „Við erum búnir að gera munn- legt samkomulag við hann um að hann framlengi við okkur,“ sagði Daði Sigþórsson, formaður Körfu- knattleiksdeildar í samtali við Fréttablaðið í gær. Shouse var með 17,8 stig, 5,5 stoðsendingar og 2,9 stolna bolta að meðaltali í deildarkeppninni síðasta vetur en skoraði 16,1 stig og gaf 7,1 stoðsendingu í leik í úr- slitakeppninni, þar sem Snæfell tapaði í oddaleik í undanúrslitum fyrir þá verðandi Íslandsmeistur- um KR-inga. Snæfellingar sjá á eftir Martin Thuesen sem hefur gert samning við sitt gamla félag Bakken Bears. Það er ekki stefnan að fylla í hans skarð. „Við erum ekki að leita að nýjum leikmanni en við gætum tekið inn mann ef hann dettur upp í hend- urnar á okkur. Við erum með þræl- sterkan hóp þó að við myndum ekki bæta við okkur manni. Við spiluð- um 90% af tímabilinu í fyrra með þetta lið og stóðum okkur ágæt- lega,“ segir Daði sem er spennt- ur fyrir því hvernig Snæfellsliðið kemur til leiks í haust. „Það hefur aldrei gerst hér í Hólminum að við höfum hald- ið óbreyttu liði. Við höfum allt- af verið á byrjendareit á haust- in. Liðið er á fullu í lyftingum og látum núna. Það hlakka allir mikið til næsta veturs og sjá hverju sumaræfingarnar skila sér því við höfðum aldrei áður haft tækifæri til að nota sumarið,“ sagði Daði að lokum. Sama lið í Hólminum í fyrsta skipti Hermann Hreiðarsson gekk í gærkvöld frá tveggja ára samningi við enska úrvalsdeild- arliðið Portsmouth. Hermann gekkst undir læknisskoðun í gær sem hann stóðst og skrifaði undir samninginn að henni lokinni. Fréttablaðið náði tali af Ólafi Garðarssyni, umboðsmanni Her- manns, rétt áður en blaðið fór í prentun og staðfesti hann þetta. Aðspurður sagði Ólafur að Her- manni hefðu staðið margir aðrir kostir til boða en hann hefði lang- að til að spila undir stjórn Harry Redknapp hjá Portsmouth. „Redknapp hefur lengi verið hrifinn af Hermanni og reyndi mikið að fá hann til sín fyrir fjór- um árum þegar Hermann fór til Charlton,“ segir Ólafur. Hann vildi ekki ræða innihald samningsins en lét þess þó getið að Hermann fengi fín laun. Í fyrra birtust fréttir af því að Hermann fengi 330 milljónir í árs- laun frá Charlton og má búast við að laun hans lækki í það minnsta ekki hjá Portsmouth. „Ástæðan fyrir því að ég samdi við Portsmouth er sú að Redknapp var mjög ágengur. Mér líst vel á hann sem þjálfara og ber virðingu fyrir honum. Það er frábært að fá tækifæri til að vinna með honum. Það eru stórir hlutir að gerast hjá Portsmouth og raunhæft að stefna á Evrópusæti,“ sagði Hermann kampakátur við Fréttablaðið í gærkvöldi. Er þetta hans síðasti stóri samningur? „Ég lít ekki svo á málið. Ég tek bara eitt ár í einu. Ef ég held heilsu og hef áfram gaman af þessu er aldrei að vita hvað ég held lengi áfram.“ Hermann verður 35 ára þegar nýi samningurinn rennur út vorið 2009, en Ólafur sagðist ekkert geta sagt til um hvort Hermann myndi halda heim á leið þá. „Það skipt- ir auðvitað máli hvort hann verð- ur heill og hvernig honum gengur. Annars þýðir ekkert að hugsa um það núna,” segir Ólafur. Ljóst er að Portsmouth ætlar sér stóra hluti á komandi tímabili en liðið hafnaði í 9. sæti á nýliðnu tímabili. Franski varnarmaðurinn Sylvain Distin gekk í raðir liðsins í vikunni og von er á fleiri sterkum leikmönnum. Hermann, sem lék 32 leiki með Charlton í ensku úr- valsdeildinni á nýafstöðnu , hefur leikið í Englandi undanfarin tíu keppnistímabil. Hann nýtur þessa vafasama heiðurs að hafa fallið fjórum sinn- um úr ensku úrvalsdeildinni, fyrst með Crystal Palace, síðan Wimb- ledon, Ipswich og loks með Charl- ton nú í vor. Landsliðsmaðurinn Hermann Hreiðarsson hefur ákveðið að ganga í raðir enska úrvalsdeildarfélagsins Portsmouth en hann var laus allra mála hjá Charlton þar sem það féll. Hermann skrifaði undir samning í gærkvöldi. Logi vill vera áfram í spænska boltanum Arsenal ætlar ekki að nýta sér forkaupsréttinn á Julio Baptista sem hefur verið í láni frá Real Madrid á tímabilinu. Bapt- ista skoraði tíu mörk í 35 leikj- um en þar af komu aðeins þrjú í 24 leikjum í úrvalsdeildinni. Jose Antonio Reyes er í láni hjá Real í staðinn en ákvörðun um fram- tíð hans hefur ekki verið tekin þar sem tímabilinu á Spáni er enn ekki lokið. Stóð ekki undir væntingum „Ég verð ljóshærður maður,“ sagði Gennaro Gattuso við Gazzetta dello Sport eftir sigur AC Milan á Liverpool í úr- slitum Meistaradeildar Evrópu. „Ég gerði veðmál um að ég myndi lita hárið mitt ljóst ef við mynd- um vinna Meistaradeildina. En það verður að fá að bíða aðeins,“ sagði hinn dökk- og stutthærði Gattuso. Gattuso verður ljóshærður Michael Owen verður í byrjunarliði enska B-landsliðsins sem mætir Albaníu á Turf Moor, heimavelli Burnley, í dag. Þetta er í fyrsta sinn sem hann spilar með landsliðinu síðan hann sleit krossbönd í hné á HM í Þýska- landi síðasta sumar. Ef hann kemst klakklaust í gegnum leikinn kemur til greina að hann spili með aðalliði Eng- lands gegn Eistlandi í undan- keppni EM 2008 í næsta mánuði. Owen verður í framlínunni með Alan Smith í dag. Owen snýr aft- ur í landsliðið Faðir Arjen Robben sagði við þýska dagblaðið Bild í gær, að svo gæti enn farið að sonur sinn gengi til liðs við Bay- ern München. Degi áður sagði Robben eldri, að leikmaðurinn myndi skrifa undir nýjan samn- ing hjá Chelsea. „Við höllumst enn að því að semja við Chelsea en erum þó ekki enn sammála um öll smáat- riði,“ sagði Robben eldri. Gæti enn farið til Bayern
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.