Fréttablaðið - 25.05.2007, Page 98

Fréttablaðið - 25.05.2007, Page 98
 Hildur Sigurðardótt- ir, leikmaður Grindavíkur í Ice- land Express deild-kvenna, er hugsanlega á leiðinni út í at- vinnumennsku á nýjan leik. Lið frá Frakklandi og Sviss hafa sýnt áhuga á að fá hana til liðs við sig fyrir næsta tímabil. Hildur hefur spilað með Grindavík tvö síðustu tímabil en þar á undan lék hún með Jämt- land í sænsku úrvalsdeildinni þar sem hún stóð sig mjög vel og var með 12,6 stig og 6,6 fráköst að meðaltali í leik. Hildur hefur verið einn besti frákastari ís- lensku deildarinnar þrátt fyrir að spila sem bakvörður. „Ég á eftir að heyra betur í umboðsmanni mínum en ég hef látið hann vita að ég sé alveg til- búin að fara út aftur. Ég vissi af áhuga þessara liða í fyrra og bíð bara spennt eftir því hvað er í boði,“ sagði Hildur í samtali við Fréttablaðið í gær. Hildur skoraði 13,0 stig, tók 10,1 fráköst og gaf 4,6 stoðsend- ingar að meðaltali með Grinda- vík í vetur og var valin í úrvalslið deildarinnar í sjötta sinn á ferl- inum. Hildur, sem er 25 ára bak- vörður, er sjötta leikreyndasta landsliðskona Íslands frá upp- hafi en hún hefur leikið 49 leiki og skorað í þeim 266 stig. Á leiðinni út í atvinnumennsku Sigurður Ragnar Eyj- ólfsson, landsliðsþjálfari kvenna í knattspyrnu, segir að einhugur ríki um að byrja undankeppni EM 2009 í Finnlandi vel. Ísland leikur sinn fyrsta leik í riðlinum þann 31. maí næstkomandi en leikið verður í Aþenu. Sigurður tilkynnti leik- mannahóp sinn í gær en enginn nýliði er í hópnum að þessu sinni. Auk Íslands og Grikklands eru Frakkar, Serbar og Slóvenar í riðl- inum. „Við munum sækja á Grikkina því við stefnum á þrjú stig en það eru ákveðnir þættir í leik þeirra sem við þurfum að varast. Við reynum auðvitað að bæta okkar leik og það var gott að fá æfingaleikinn gegn Englandi í síðustu viku. Þar sáum við vissa hluti sem við stefnum á að laga fyrir leikinn,“ sagði Sigurð- ur við Fréttablaðið á blaðamanna- fundi í höfuðstöðvum KSÍ í gær. Markmaðurinn Þóra B. Helga- dóttir gefur ekki kost á sér í lands- liðið að þessu sinni vegna vinnu. „Guðbjörg Gunnarsdóttir er næst í röðinni og ég treysti henni full- komlega fyrir verkefninu. Auk þess var Ásthildur lítillega meidd um daginn og hún leikur með Malmö á sunnudaginn. Vonandi kemur hún vel út úr honum en annars er mannskapurinn nánast í toppstandi,“ sagði Sigurður sem segir að íslenska liðið sé sterkara en Grikkir á hinum margfrægu pappírum. „Þó að við séum sterkari á pappírunum þurfum við að sanna okkur. Við sættum okkur ekki við neitt annað en að byrja keppnina með besta móti, núna byrjar al- varan,“ sagði Sigurður en efsta liðið í riðlinum fer sjálfkrafa í úr- slitakeppni EM. Öll liðin í öðru sæti og þau fjögur lið sem ná best- um árangri í þriðja sæti fara í um- spil þar sem leiknir eru tveir leik- ir í október á næsta ári. Það vantar ekki metnaðinn hjá Sigurði sem setur stefnuna á Finn- land. „Við höfum sett okkur það markmið að vera fyrsta A-lands- liðið sem kemst á stórmót og það er mjög krefjandi verkefni. Stjórn KSÍ, þjálfararnir og leikmenn- irnir einblína af samhug á þetta markmið og við teljum möguleika okkar vera góða. Við þurfum að byrja vel og ef það tekst erum við að búa til mjög skemmtilegan leik gegn Frökkum hérna heima í júní sem gæti orðið algjör lykilleik- ur fyrir okkur. Það er einn mest spennandi leikur sem kvenna- landslið mun leika hérna heima,“ sagði Sigurður, en KSÍ stefnir á að setja aðsóknarmet kvennalands- liðs á leiknum. Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu mætir Grikkjum í fyrsta leiknum í und- ankeppni EM í lok mánaðarins. Hópurinn var tilkynntur í gær og landsliðsþjálf- arinn, Sigurður Ragnar Eyjólfsson, setur stefnuna á þrjú stig og ekkert annað. Miklar breytingar verða gerðar á leikmannahópi Liver- pool í sumar. Mark Gonzalez og Bolo Zenden fara frá félaginu auk Jerzy Dudek og Robbie Fow- ler. Þá er líklegt að Craig Bellamy verði seldur. „Við verðum að hafa hraðar hendur til að tryggja okkur þá leikmenn sem eru efstir á óska- listanum. Við þurfum að gera breytingar á klúbbnum, innan sem utan vallar. Við þurfum að stíga skref fram á við strax í sumar,“ sagði Benitez. Benitez þegar byrjaður Umsjónarmenn heima- síðu Liverpool gerðu þau leiðu mistök að tilkynna sigur sinna manna í Aþenu, nokkrum mínút- um eftir að Liverpool tapaði fyrir AC Milan í úrslitaleik Meistara- deildar Evrópu. Ritstjórn síðunnar hefur greini- lega verið tilbúin með tvær út- gáfur af forsíðunni, eina ef liðið skyldi sigra og aðra ef AC Milan ynni. Sú ranga fór inn og fékk að lifa í nokkrar mínútur. „Liverpool vann í Aþenu!“ • Tómatar Tómatar eru hollir og ljúffengir, litfagrir og ómissandi á matborðið. Íslenskir grænmetisbændur bjóða neytendum upp á margar tegundir sem auka fjölbreytnina og möguleikana. Nú er rétti tíminn til að prófa þær allar. www.islenskt.is ljúffengar uppskriftir og fró›leikur • Konfekttómatar • Kirsuberjatómatar • Plómutómatar F í t o n / S Í A F I 0 1 7 3 1 6
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.