Fréttablaðið - 25.05.2007, Blaðsíða 98
Hildur Sigurðardótt-
ir, leikmaður Grindavíkur í Ice-
land Express deild-kvenna, er
hugsanlega á leiðinni út í at-
vinnumennsku á nýjan leik. Lið
frá Frakklandi og Sviss hafa sýnt
áhuga á að fá hana til liðs við sig
fyrir næsta tímabil.
Hildur hefur spilað með
Grindavík tvö síðustu tímabil en
þar á undan lék hún með Jämt-
land í sænsku úrvalsdeildinni
þar sem hún stóð sig mjög vel og
var með 12,6 stig og 6,6 fráköst
að meðaltali í leik. Hildur hefur
verið einn besti frákastari ís-
lensku deildarinnar þrátt fyrir
að spila sem bakvörður.
„Ég á eftir að heyra betur í
umboðsmanni mínum en ég hef
látið hann vita að ég sé alveg til-
búin að fara út aftur. Ég vissi af
áhuga þessara liða í fyrra og bíð
bara spennt eftir því hvað er í
boði,“ sagði Hildur í samtali við
Fréttablaðið í gær.
Hildur skoraði 13,0 stig, tók
10,1 fráköst og gaf 4,6 stoðsend-
ingar að meðaltali með Grinda-
vík í vetur og var valin í úrvalslið
deildarinnar í sjötta sinn á ferl-
inum. Hildur, sem er 25 ára bak-
vörður, er sjötta leikreyndasta
landsliðskona Íslands frá upp-
hafi en hún hefur leikið 49 leiki
og skorað í þeim 266 stig.
Á leiðinni út í
atvinnumennsku
Sigurður Ragnar Eyj-
ólfsson, landsliðsþjálfari kvenna
í knattspyrnu, segir að einhugur
ríki um að byrja undankeppni EM
2009 í Finnlandi vel. Ísland leikur
sinn fyrsta leik í riðlinum þann 31.
maí næstkomandi en leikið verður
í Aþenu. Sigurður tilkynnti leik-
mannahóp sinn í gær en enginn
nýliði er í hópnum að þessu sinni.
Auk Íslands og Grikklands eru
Frakkar, Serbar og Slóvenar í riðl-
inum.
„Við munum sækja á Grikkina því
við stefnum á þrjú stig en það eru
ákveðnir þættir í leik þeirra sem
við þurfum að varast. Við reynum
auðvitað að bæta okkar leik og það
var gott að fá æfingaleikinn gegn
Englandi í síðustu viku. Þar sáum
við vissa hluti sem við stefnum á
að laga fyrir leikinn,“ sagði Sigurð-
ur við Fréttablaðið á blaðamanna-
fundi í höfuðstöðvum KSÍ í gær.
Markmaðurinn Þóra B. Helga-
dóttir gefur ekki kost á sér í lands-
liðið að þessu sinni vegna vinnu.
„Guðbjörg Gunnarsdóttir er næst
í röðinni og ég treysti henni full-
komlega fyrir verkefninu. Auk
þess var Ásthildur lítillega meidd
um daginn og hún leikur með
Malmö á sunnudaginn. Vonandi
kemur hún vel út úr honum en
annars er mannskapurinn nánast
í toppstandi,“ sagði Sigurður sem
segir að íslenska liðið sé sterkara
en Grikkir á hinum margfrægu
pappírum.
„Þó að við séum sterkari á
pappírunum þurfum við að sanna
okkur. Við sættum okkur ekki við
neitt annað en að byrja keppnina
með besta móti, núna byrjar al-
varan,“ sagði Sigurður en efsta
liðið í riðlinum fer sjálfkrafa í úr-
slitakeppni EM. Öll liðin í öðru
sæti og þau fjögur lið sem ná best-
um árangri í þriðja sæti fara í um-
spil þar sem leiknir eru tveir leik-
ir í október á næsta ári.
Það vantar ekki metnaðinn hjá
Sigurði sem setur stefnuna á Finn-
land. „Við höfum sett okkur það
markmið að vera fyrsta A-lands-
liðið sem kemst á stórmót og það
er mjög krefjandi verkefni. Stjórn
KSÍ, þjálfararnir og leikmenn-
irnir einblína af samhug á þetta
markmið og við teljum möguleika
okkar vera góða. Við þurfum að
byrja vel og ef það tekst erum við
að búa til mjög skemmtilegan leik
gegn Frökkum hérna heima í júní
sem gæti orðið algjör lykilleik-
ur fyrir okkur. Það er einn mest
spennandi leikur sem kvenna-
landslið mun leika hérna heima,“
sagði Sigurður, en KSÍ stefnir á að
setja aðsóknarmet kvennalands-
liðs á leiknum.
Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu mætir Grikkjum í fyrsta leiknum í und-
ankeppni EM í lok mánaðarins. Hópurinn var tilkynntur í gær og landsliðsþjálf-
arinn, Sigurður Ragnar Eyjólfsson, setur stefnuna á þrjú stig og ekkert annað.
Miklar breytingar verða
gerðar á leikmannahópi Liver-
pool í sumar. Mark Gonzalez og
Bolo Zenden fara frá félaginu
auk Jerzy Dudek og Robbie Fow-
ler. Þá er líklegt að Craig Bellamy
verði seldur.
„Við verðum að hafa hraðar
hendur til að tryggja okkur þá
leikmenn sem eru efstir á óska-
listanum. Við þurfum að gera
breytingar á klúbbnum, innan
sem utan vallar. Við þurfum að
stíga skref fram á við strax í
sumar,“ sagði Benitez.
Benitez þegar
byrjaður
Umsjónarmenn heima-
síðu Liverpool gerðu þau leiðu
mistök að tilkynna sigur sinna
manna í Aþenu, nokkrum mínút-
um eftir að Liverpool tapaði fyrir
AC Milan í úrslitaleik Meistara-
deildar Evrópu.
Ritstjórn síðunnar hefur greini-
lega verið tilbúin með tvær út-
gáfur af forsíðunni, eina ef liðið
skyldi sigra og aðra ef AC Milan
ynni. Sú ranga fór inn og fékk að
lifa í nokkrar mínútur.
„Liverpool
vann í Aþenu!“
• Tómatar
Tómatar eru hollir og ljúffengir,
litfagrir og ómissandi á matborðið.
Íslenskir grænmetisbændur bjóða
neytendum upp á margar tegundir
sem auka fjölbreytnina og möguleikana.
Nú er rétti tíminn til að prófa þær allar.
www.islenskt.is
ljúffengar uppskriftir og fró›leikur
• Konfekttómatar
• Kirsuberjatómatar
• Plómutómatar
F
í
t
o
n
/
S
Í
A
F
I
0
1
7
3
1
6