Fréttablaðið - 25.05.2007, Page 102
1
6 7 8
10
13
119
12
15
16
18
21
20
17
14
19
2 3 4 5
„Það ætti að leyfa almenna
hænsnarækt, því hún er bæði
holl og góð fyrir andlegu hlið-
ina.“
„Nú verð ég að passa mig á bæði
bílum og brennivíni,“ segir tón-
listarmaðurinn Eyþór Arnalds
sem hefur endurheimt bílpróf sitt
eftir hrakfarir á síðasta ári. Að
auki mun hann á næstunni hella
sér af fullum krafti út í bæjarpól-
itíkina í Árborg.
Eyþór var, sem kunnugt er,
sviptur ökuréttindum sínum fyrir
ári síðan eftir að hafa keyrt á
ljósastaur á Kleppsvegi og ekið
af vettvangi. Slysið kom á versta
tíma fyrir hann enda voru þá
sveitarstjórnarkosningar fram
undan í landinu og Eyþór skip-
aði efsta sætið á lista Sjálfstæð-
isflokksins í Árborg eftir glæsi-
legan sigur í prófkjöri flokksins.
Málið vakti mikla athygli og var í
kastljósi fjölmiðlanna svo dögum
skipti og var talað um að ferill Ey-
þórs sem stjórnmálamaður væri
úti. En Eyþór stóð af sér storm-
viðrið. Í kjölfar atburðarins dró
hann sig út úr kosningabaráttunni
og lýsti því yfir að hann hyggðist
fara í meðferð. Sjálfstæðisflokk-
urinn vann hins vegar yfirburð-
arsigur í kosningunum en Eyþór
taldi sig ekki stætt á því að taka
sæti í bæjarráði fyrr en að hann
væri búinn að taka út sína refs-
ingu.
Og því stendur Eyþór í raun á
tvennum gleðilegum tímamót-
um því auk þess að vera akandi
aftur, situr hann sinn fyrsta bæj-
arráðsfund í næstu viku. „Ég get
ekki annað sagt en að ég hlakki
til að koma inn í starfið af fullum
krafti, reynslunni ríkari,“ segir
Eyþór. Eins og lesa má í Sirkus,
fylgiblaði Fréttablaðsins í dag,
hefur oddvitinn verið duglegur í
heilsuræktinni og hann býst ekki
við því að bílprófið eigi eftir að
eyðileggja það góða átak fyrir sér.
„Ég ætla ekki að leyfa bílnum að
hrifsa heilsuræktina úr höndun-
um á mér,“ sagði Eyþór. „Ég hef
fengið ótrúlega góða tilfinningu
fyrir þessum tveimur jafnfljótu
og þeir sjá manni fyrir góðri jarð-
tengingu,“ segir Eyþór. „Auk þess
finnur maður einhvern veginn
miklu betur fyrir þeim. Þá má ekki
gleyma því hversu mikill meng-
unarvaldur bíllinn er, því það er
varasamt að láta hann þjóna sér
of mikið að ekki sé nú talað um út-
blásturinn,“ segir Eyþór.
„Þetta er besta ævisaga sem ég
hef lesið,“ sagði hinn virti gagn-
rýnandi Marta Norheim sem fjall-
aði um ævisögu Halldórs Lax-
ness eftir Halldór Guðmundsson
í þættinum Kulturnytt í Norska
ríkisútvarpinu á miðvikudag. Hóf
hún umfjöllun sína á orðunum:
„Ævisaga þessi er svo vel hugsuð
og vel skrifuð frá fyrstu setningu
að maður sogast inn í söguna og
óskar þess að hún endist lengi.“
Tiden gaf bókina út í þýðingu
þeirra Silje Beite Løken og Ine
Camilla Bjørnsten, og bauð for-
lagið höfundinum til Noregs að
vera viðstaddur útgáfuna. Af því
tilefni efndu forlagið og ís-
lenska sendiráðið til
móttöku fyrir rit-
höfunda, útgef-
endur og fleira
áhugafólk í bú-
stað íslenska
sendiherrans
á miðvikudagskvöldið. Jostein Ga-
arder rithöfundur hélt þar tölu.
Halldór Guðmundsson var stadd-
ur úti í Noregi þegar Fréttablaðið
náði af honum tali og var hann að
vonum kátur.
„Þetta er auðvitað hundgaman.
Fyrsta erlenda útgáfan og fyrsta
erlenda gagnrýnin. Maður veit
ekki hvernig þetta virkar á menn
utan Íslands og ég bíð spenntur
eftir því.“ Bókin er svo væntanleg
í Danmörku, Svíþjóð, Þýskalandi
og Englandi, auk Noregs.
„En þetta snýst ekki um mína
persónu heldur er þetta tæki-
færi á að efla lestur á Lax-
ness hérna. Hann hefur verið
á miklu „swingi“ erlendis en
kannski síst í Noregi. Gaman
hvað þeir taka honum vel nú
eins og Halldór var nú lítið
fyrir Norðmenn. Sjálfstætt
fólk var samhliða endurút-
gefið hér,“ segir Halldór.
Halldór slær í gegn í Noregi
Það var mikið um dýrðir um borð
í seglskútu Björgólfs Thors Björ-
gólfssonar í Cannes um liðna
helgi. Athafnamaðurinn kunni
var nýkominn á kvikmyndahátíð-
ina þar í borg þegar hann bauð
til glæsilegrar veislu. Gestalist-
inn var ekki af lakara taginu, allir
þekktustu Hollywoodleikararnir
sem staddir voru á kvik-
myndahátíðinni. Sam-
kvæmt upplýsingum
Fréttablaðsins voru
þekktustu nöfnin í
veislu Björgólfs kær-
ustuparið Angelina Jolie
og Brad Pitt og góðvinur þeirra,
hjartaknúsarinn George Clooney.
Athygli vakti að allir þeir þekktu
gestir sem boðið var í veisluna
létu sjá sig en það mun ekki vera
algengt á stórhátíð sem þessari.
Kristín Ólafsdóttir, unnusta
Björgólfs, er stödd á kvikmynda-
hátíð- inni í Cannes til að
kynna sig og verk
sín. Kristín er
fulltrúi Íslands
á heimildar-
myndahluta
hátíðarinnar. Hún framleiddi sem
kunnugt er myndirnar How Do
You Like Iceland? og Love is in the
Air og eru þær sýndar á hátíðinni.
Veisla Björgólfs og Kristín-
ar var haldin á skútu þeirra, The
Parsifal. Um er að ræða 97 feta
glæsifley sem þótti
sóma sér vel þar
sem hún lá fyrir
akkeri í höfninni
í Cannes innan um
aðrar glæsi-
snekkjur.
Þess má
reyndar geta
að um þess-
ar mundir
er Björgólf-
ur með aðra
snekkju í smíðum sem á að leysa
The Parsifal af.
Íslensku framleiðendurnir Leif-
ur Dagfinnsson og Hjörtur Grét-
arsson hjá True North, sem Björ-
gólfur á hlut í, voru á meðal gesta
í veislunni. Þeir voru auk
þess svo heppnir að
fá að gista á segl-
skútunni meðan á
dvöl þeirra í Cann-
es stóð.
Jolie, Pitt og Clooney í partíi Björgólfs