Fréttablaðið - 25.05.2007, Síða 104

Fréttablaðið - 25.05.2007, Síða 104
Þegar fjölskylda mín var bú-sett um tíma á Spáni bjuggum við í sex hæða húsi með flötu þaki þar sem var hægt að hengja upp blautan þvott og liggja í sólbaði. Í húsinu fast við okkar var staðsett nunnuklaustur. Yfirmenn klaust- ursins ráku augljóslega harða einangrunarstefnu því að í hvít- kalkaða vegginn sem skildi þakið þeirra frá þakinu okkar höfðu verið steypt þúsund lítil gler- brot. Maður sá ósjálfrátt fyrir sér vesæla blóðrisa nunnu blaktandi á veggnum eins og sauðargæra á gaddavír. Og velti fyrir sér hvort hefði verið meira metnaðarmál, að halda nunnunum inni eða óæski- legum áhrifum úti? er best að þurfa ekki að verða of var við. Glerbrotin í veggnum eru aðeins ein af fjölmörgum hentugum að- ferðum til að skilja sig frá ná- granna sínum, skilja nágrannann frá sjálfum sér. Á Íslandi var heilt herlið til að mynda geymt innan girðingar áratugum saman, uppi á heiði sem oftast er líkt við yfir- borð tunglsins, til að verja íslenska fjöreggið erlendri spillingu. hef ég ýmislegt við mína nágranna að athuga og mun hefja undirskriftasöfnun hið fyrsta til að flæma burt eftirfarandi ein- staklinga: manninn sem ég hef grun um að sé laumualki, konuna sem á það til að birtast nakin úti í glugga þegar tungl er í fyllingu – og svo auðvitað anarkistann í kjall- aranum. Grenndarkynning á til- lögunum mun fara fram í íþrótta- húsi Melaskóla hið fyrsta. útiloka nærveru óæski- legra nágranna er ekki skortur á mannskilningi, náungakærleika eða samfélagslegri ábyrgð. Það er eðlileg ósk um að vernda fast- eignaverðið og börnin. Í þessari röð. Blessuð börnin sem eru strax byrjuð að leika sér með sprautu- nálar í stað bolta. lausnin hér er auðvitað þverfagleg og sameinar velferðar- mál og byggðastefnu á hagkvæm- an máta. Á Miðnesheiði hefur kjör- ið svæði til félagslegrar einangr- unar staðið ónotað eftir að herinn fór, en þar hefur nú verið ákveð- ið að koma fyrir háskólastúdent- um. Ekki þarf að örvænta: á Flat- eyri situr fólk uppi með verðlaus- ar eignir. Í Reykjavík sitja eignir uppi með verðlaust fólk. Því ekki að senda rónana á Vestfirði og smala Flateyringum niður í miðbæ, þar sem sólin getur haldið áfram að skína og fuglarnir að syngja og maður gæti bara næstum haldið að maður væri í útlöndum? Glerbrot í vegginn, takk
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.