Fréttablaðið - 05.06.2007, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 05.06.2007, Blaðsíða 1
Josy Zareen segir Íslendinga hafa tekið miklum framförum í magadansi þa ák ræ 550 5000 AUGLÝSINGASÍMI Magadans í uppsveiflu Sundbæklingur Símans og SSÍ fylgir Fréttablaðinu í dag www.sundsamband.is E N N E M M / S ÍA / N M 2 8 10 5 „Það er auðvelt að kenna áfenginu um en ég held að eftirlitið á vellinum hafi ekki verið nægilega gott,“ segir Christian Heide-Jørgensen, blaðamaður hjá Politiken, um árás dansks áhorfanda á þýska dómarann Herbert Fandel í leik Dana og Svía á laugardag. Heide-Jørgensen hefur skrifað um málið fyrir blaðið en um fátt hefur verið meira rætt í Danmörku undanfarna daga en dramatísk endalok á leik Dana og Svía í undankeppni Evrópukeppninar í knattspyrnu. Ritstjórn Politiken fór þá leið, eins og aðrir danskir fjölmiðlar, að birta ekki nafn áhorfandans að ótta við ofsafengin viðbrögð Dana sem brugðust margir hverjir reiðir við eftir leikinn. „Okkur fannst það of langt gengið að nafngreina manninn og aðrir fjölmiðlar hafa haldið þeirri stefnu hingað til. Ég held að það hefði getað ógnað öryggi hans, sérstaklega skömmu eftir leikinn.“ Árásin hefur vakið spurningar um áfengisneyslu á knattspyrnuleikvöngum en danski áhorfandinn hefur við yfirheyrslur sagt að hann hafi verið búinn að drekka fimmtán til tuttugu bjóra og muni ekkert eftir atvikinu. Líklegt er talið að áhorfandinn fái þunga peningasekt fyrir árásina á dómarann og danska knattspyrnusambandið fái þunga refsingu. Samkvæmt reglum Knattspyrnusambands Evrópu, UEFA, og Alþjóðaknattspyrnusambandsins, FIFA, er sala og neysla drykkja sem eru með meira en 2,6 prósent áfengishlutfall innanborðs bönnuð á leikvöngum. Misjafnlega hefur gengið að fara eftir þessum reglum og hafa Danir, Þjóðverjar og Bretar sérstaklega verið tregir til þess að fara nákvæmlega eftir þeim fram að þessu. Hér á Íslandi hefur áfengisneysla á Laugardals- velli aðeins tíðkast í samkvæmissal vallarins, þá fyrir boðsgesti KSÍ og íþróttafélaga. H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA 8 1 3 1 » ÍÞRÓTTABLAÐ FRÉTTABLAÐSINS 4.TBL. 2007 »ÆÐSTI DRAUMURINN«ER MEISTARATITILL MEÐ KR» FÓTBOLTI HERMANN MEÐ 400 MILLJÓNIR Í ÁRSLAUN F EFUR RAÐ Í MEÐ RÚNAR KRISTINSSON ER KOMINN HEIM TIL KR EFTIR ÞRETTÁN ÁRA DVÖL ERLENDIS. SPO RTM YN D /A N TO N BRIN K » BOGFIMIKRISTMANN EINARSSON ÞARF AÐ LEITA EFTIR SAMKEPPNI ERLENDIS Semur fyrir Luc Besson Krónan veiktist töluvert í gær eftir að fréttir bárust um tillögur Hafrannsóknastofnunar um niðurskurð á þorskafla fyrir næsta fiskveiðiár. Nam dagslækk- un krónunnar um 2,3 prósentum en gengisvísitalan féll úr 112 stigum í 114,6 stig. Greiningardeild Landsbankans benti á að krónan hefði ekki lækkað meira innan dags síðan í desember á síðasta ári. Velta á gjaldeyrismarkaði var um 32,2 milljarðar króna. Krónan, sem styrktist verulega í maí, er um 10,5 prósentum sterkari en hún var í byrjun árs. Sá guli fellir krónuna Laxveiðisumarið hefst í dag þegar stjórnarmenn Stangveiði- félags Reykjavíkur egna fyrir konung fiskanna í Norðurá. Átta veiðimenn voru mættir í veiðihús félagsins á Rjúpnahæð í gær- kvöldi og veltu fyrir sér veðri og vindum. Bjarni Júlíusson, formaður SVFR, segir að sést hafi göngulax í ánni síðustu daga og aðstæður séu ágætar. Á síðustu árum hefur fyrsta hollið í Norðurá veitt átta laxa að meðaltali á tveimur og hálfum veiðidegi. Það er mun minna en áður gerðist en 35 ára meðaltal er 24 laxar í fyrsta holli. Skýringin er minnkandi gegnd tveggja ára fisks í Norðurá og verður honum öllum sleppt þetta sumarið. Laxveiðin hefst í dag Fyrirhugað er að byggja bílastæðahús fyrir 130 bif- reiðar á milli Iðnskólans í Reykja- vík og Hallgrímskirkju. Aðkoma að bílastæðahúsinu á að vera um Vitastíg en við gatnamótin er Austurbæjarskóli öðru megin og leikskólinn Ós hinum megin. For- maður foreldrafélags Austurbæjar- skóla segir að fólki sé illa brugðið og hefur sent foreldrum bréf þar sem áhyggjum félagsins er lýst. Fulltrúar íbúasamtaka og sóknar- nefndar Hallgrímskirkju trúa því vart að af framkvæmdum verði. „Það eru allir í sjokki,“ segir Hlín Íris Arnþórsdóttir, formaður foreldrafélags Austurbæjarskóla, um fyrirhugað bílastæðahús við Iðnskólann og aðkomu að því. „Það er einmitt um Vitastíg sem flest börnin koma í Austurbæjarskóla. Það er hreint og beint skelfileg tilhugsun að það verði bætt við þungri umferð í þetta bílastæða- hús einmitt þegar krakkarnir eru að koma í skólann.“ Fulltrúar íbúasamtaka og sóknarnefndar Hallgrímskirkju hafa einnig sett fram efasemdir um að framkvæmdin sé réttlæt- anleg. Samkvæmt deiliskipulags- tillögu sem nú er til kynningar og varðar nýbyggingar fyrir Iðnskól- ann kemur fram að byggingin er 4.400 fermetrar og 18.000 rúm- metrar að stærð. Hlín telur að koma verði með öllum ráðum í veg fyrir fyrirætlanir borgarinnar um að reisa bílastæða- hús á reitnum. „Staðreyndin er sú að það er ekki pláss fyrir þessa stækkun hér. Það væri nær að nýjar deildir fyrir Iðnskólann yrðu byggðar annars staðar. Austur- bæjarskóli er fyrir börnin hér í hverfinu og hann getur hvergi ann- ars staðar verið.“ Bílastæðahús talið ógna öryggi barna Fyrirhuguð bygging bílastæðahúss í nágrenni Austurbæjarskóla og leikskólans Óss er talin geta ógnað öryggi barnanna sem þangað sækja. Foreldrafélag Austur- bæjarskóla telur það glapræði að auka umferð skólanna umfram það sem nú er.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.