Fréttablaðið - 05.06.2007, Blaðsíða 47

Fréttablaðið - 05.06.2007, Blaðsíða 47
[Hlutabréf] Føroya Banki er einn stærsti banki Færeyja með 44% markaðshlutdeild í útlánum og 39% hlutdeild á innlána- markaði. Bankinn er með 20 útibú í Færeyjum og viðskipta- vinum, jafnt einstaklingum sem fyrirtækjum og stofnunum, fjölgar óðum. Stöðugt býðst betri þjónusta, fagmennska og sérþekking á ýmsum sviðum starfseminnar. Að bankanum standa reyndir stjórnendur og stefnan er sú að Føroya Banki verði leiðandi í fjármálastarfsemi í Færeyjum og geti boðið valda fjármálaþjónustu á alþjóðlegum vettvangi. Á árinu 2006 var hagnaður Føroya banka fyrir afskriftir útlána og skatta 125 milljónir danskra króna, lánastarfsemi jókst um 33% og var 5,4 milljarðar danskra króna. Hagnaður- inn hélt áfram að aukast á fyrsta ársfjórðungi ársins 2007 og nam fyrir afskriftir útlána og skatta 49 milljónum danskra króna. Bankinn áætlar að hagnaður fyrir afskriftir útlána og skatta á árinu 2007 verði alls um 145–165 milljónir króna. Helstu markmið bankans eru 10% samfelldur meðalvöxtur á ári hvað varðar hreinar vaxtatekjur og þóknanir og 12% langtímahagnaður eftir skatta af hlutafjáreign. Føroya Banki er nú í eigu færeysku landsstjórnarinnar í gegnum sérstakan sjóð frá 1992 sem kallast Fíggingar- grunnurin eða Financing Fund of 1992. Landsstjórn Færeyja hefur ákveðið að einkavæða bankann og allt að 66% af hlutafé hans er nú til sölu. Sótt hefur verið um skráningu hlutabréfa Føroya Banki í Kauphöll Íslands (ICEX) og hjá Copenhagen Stock Exchange (CSE) í Danmörku. Heildarfjöldi útgefinna hluta er 10.000.000, hver hlutur er 20 danskar krónur að nafnverði, og eru 6.000.000 hlutir boðnir til sölu í útboðinu. Að auki er heimild til umframúthlutunar 600.000 hluta. Áætlað er að verð liggi á bilinu 162 og 189 danskar krónur á hlut, verð ákvarðast með áskriftarverð- lagningu (e. book-building). Tímabil útboðs stendur yfir frá og með 11. júní 2007 og er reiknað með að því ljúki 19. júní. Útboðinu lýkur í fyrsta lagi 13. júní 2007 kl. 15.00 að íslenskum tíma. Hægt er að loka fyrir áskriftir að andvirði 2.000.000 danskra króna og minna í almennum hluta útboðsins óháð öðrum hluta útboðsins. Skráning á ICEX og CSE undir auðkenninu FO-BANK er fyrirhuguð 21. júní 2007. Hægt er að nálgast lýsingu á slóðunum www.landsbanki.is, www.handelsbanken.dk eða á vefsetri Føroya Banka www.foroya.fo frá 4. júní 2007 og þar til útboðstímabili lýkur. Hægt er að óska eftir prentútgáfu af lýsingu í útibúum Landsbankans. Fjárfestar sem hafa áhuga á að leggja fram til- boð þurfa að fylla út rafrænt eyðublað á www.landsbanki.is. Þórshöfn 5. júní 2007 R E P R O Z FØROYA BANKI · Húsagøta 3 · P.O. Box 3048 · FO-110 Þórshöfn · Færeyjum Sími +298 330 330 · Fax +298 330 001 · Netfang info@foroya.fo · www.foroya.fo Hlutabréf til sölu í ört vaxandi banka Gengi bréfa í kauphöllinni í Sjanghæ í Kína lækkaði um tæp 8,3 prósent við lokun markaðar í gær vegna ótta fjárfesta um að Kínastjórn hafi í bígerð að hækka fjár- magnstekjuskatt til að draga úr veltu á hlutabréfamark- aði. Margir losuðu sig við bréf sín vegna þessa. Áhrif- anna gætti á helstu mörk- uðum í Bandaríkjunum og í Evrópu. Gengi hlutabréfa í Kína hefur þrefaldast í verði síðan í janúar í fyrra, þar af tvöfaldast frá áramótum. Er þar um að kenna mikilli eftispurn eftir kínversk- um hlutabréfum á innanlandsmarkaði. Varað hefur við því að bóla sé að myndast á kínverska markaðnum sem geti sprungið fyrirvaralaust með alvarlegum afleið- ingum. Kínastjórn brást við með því að þre- falda stimpilgjöld til að draga úr viðskiptum með hlutabréf í síðustu viku. Afleiðingarnar urðu þær að gengi bréfa lækkaði um sex prósent. Fréttaveitan Bloomberg hefur eftir greinanda hjá belgíska bankanum Fortis að fjárfestar séu uggandi um þróun mála. Verði leiðrétting á kínverskum hlutabréfa- markaði geti það haft alvarlegar afleiðingar í för með sér, að hans sögn. Snörp lækkun í Kína Landstjórn Færeyja hefur ákveðið að einkavæða Før- oya Banka, stærsta banka Færeyja. Frá og með hinum 11. júní verða 66 prósent hlutabréfa hans til sölu. Er áætlað að útboðinu ljúki hinn 19. júní en í fyrsta lagi hinn 13. júní klukkan 15 að íslenskum tíma. Heildarfjöldi útgefinna hluta er tíu milljónir og er hver þeirra tuttugu danskar krónur að nafnvirði. Í út- boðinu eru í boði sex milljónir hluta. Að auki er heim- ild til umframúthlutunar 600 þúsund hluta. Er áætl- að að verð hlutanna muni liggja á bilinu 162 til 189 danskra króna. Hlutabréf bankans verða skráð í Kauphöll Íslands og í kauphöllinni í Kaupmannahöfn. Íslenska kaup- höllin verður aðalskráningarstaður bréfanna. Áætlað er að viðskipti með bréf í bankanum hefjist í kaup- höllunum í kringum 21. júní. Janus Petersen, forstjóri Føroya Banka, segir mikils áhuga hafa gætt á einkavæðingarferli bank- ans, ekki síst meðal íslenskra fjárfesta. Hann seg- ist eiga von á að færeyskur almenningur taki þátt í útboðinu og hvetur íslenskan almenning til að gera slíkt hið sama. Hvetur Íslendinga að kaupa Baugur Group hefur enn í hyggju að leggja fram yfirtökutilboð í Mosaic Fashions í nafni Newco, nýstofnaðs dótturfélags. Stjórn Mosaic greindi frá því í gær að hún hefði fengið staðfestingu frá Baugi þess efnis og viðræður væru í gangi á milli hennar og fulltrúa Baugs. Um mánuður er liðinn síðan til- kynnt var að viðræður ættu sér stað um að Baugur og fleiri fjár- festar legðu fram formlegt tilboð í Mosaic upp á 17,5 krónur á hlut. Miðað við það er virði Mosaic um 51 milljarður króna. Síðasta viðskiptagengi Mosaic, sem er móðurfélag nokkurra tískuverslanakeðja, var 16,8 sem er um fjórum prósentum undir væntanlegu tilboðsverði. Yfirtaka enn á döfinni Spölur, rekstrarfélag Hvalfjarðar- ganga, skilaði hagnaði upp á 89 milljónir króna á fyrri helmingi síðasta rekstrarárs, sem stóð frá 1. október í fyrra til 31. mars í ár. Þetta er talsvert betri afkoma en í fyrra þegar félagið skilaði tapi upp á 83 milljónir króna. Sjö prósentum fleiri ökutæki fóru um Hvalfjarðargöng á tíma- bilinu en í fyrra. Þau voru 790 þúsund talsins nú og tók Spölur inn 399 milljóna króna veggjald á tímabilinu, sautján milljónum meira en fyrir ári. Gylfi Þórðarson, framkvæmda- stjóri Spalar, segir í tilkynningu afkomuna í takt við áætlanir. Afkoman í takt við spár Bandaríska lyfjafyrirtækið Mylan Laboratories skilaði tapi upp á 71,3 milljónir Bandaríkjadala, jafn- virði rúmra 4,4 milljarða króna, á fyrsta fjórðungi ársins. Þetta er nokkur viðsnúningur í rekstri fé- lagsins frá sama tíma í fyrra en þá nam hagnaðurinn 57,6 milljónum dala. Mylan hefur staðið í miklum fyrirtækjakaupum það sem af er ári og hafði meðal annars betur í baráttunni um kaup á sam- heitalyfjahluta þýska lyfjarisans Merck um miðjan mánuðinn. Greiðir það 6,7 milljarða dala, 415 milljarða króna, fyrir hlutinn. Atti fyrirtækið þar kappi við mörg stórfyrirtæki í lyfjageiranum, þar á meðal Actavis. Helsta ástæðan fyrir taprekstri Mylan eru kaup á indverska lyfja- fyrirtækinu Matrix Labs á fjórð- ungnum og afskriftir eigna upp á 147 milljónir dala, rúman 9,1 millj- arð króna. Tap hjá Mylan Lab Nýskráningum bíla á fyrsta fjórð- ungi ársins fækkaði frá í fyrra. Sé litið til fyrstu fjögurra mánaða ársins er fjöldinn hins vegar svip- aður en nýskráningar jukust um 66 prósent í maí. Greiningardeild Landsbankans segir þetta árstíðabundna aukn- ingu auk þess sem reikna megi með því að gengishækkun hafi töluverð áhrif. Til samanburð- ar dró úr nýskráningum þegar gengið lækkaði í fyrra. Deildin bendir á að styrking ætti að leiða til verðlækkanna á bílum. Það hafi hins vegar ekki sést í verðskrám bílaumboðanna. Á móti séu tilboð orðin áberandi. Nýskráning- um fækkar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.