Fréttablaðið - 05.06.2007, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 05.06.2007, Blaðsíða 2
Siðanefnd Presta- félags Íslands hefur kallað séra Hjört Magna Jóhannsson frí- kirkjuprest á sinn fund næstkomandi fimmtudag til að ræða kæru átta þjóðkirkjupresta á hendur Hirti. Að sögn Hjartar er ætlunin að ræða kæruna og verður fulltrúi eða fulltrúar prest- anna sem kærðu viðstaddur. Markmiðið með fundinum mun vera að reyna að ná sátt milli kærendanna og Hjartar. Prestarnir kærðu Hjört í byrjun mars vegna ummæla hans um trúmál í fréttaskýringa- þættinum Kompási. Séra Birgir Ásgeirsson, formaður siðanefndarinnar, vildi ekki tjá sig um málið í gær. Siðanefnd vill að sættir takist Nicolas Sarkozy, forseti Frakklands, segist í vikunni ætla að ræða opinskátt við Vladimír Pútín Rússlandsfor- seta. Tilefnið er aðvörun Pútíns um að hann muni hvergi hika við að beina kjarn- orkuvopnum að Evrópu og Bandaríkjunum ef Bandaríkjamenn láti verða af því að reisa eldflaugavarnarkerfi í Tekklandi og Póllandi. Sarkozy mun ræða við Pútín á ráðstefnu G8-ríkjanna svonefndu, sem hefst í bænum Heiligendamm í Þýskalandi á morgun. Hann hefur meðal annars lofað því að spyrja Pútín um mannréttindabrot í Tsjetsjeníu og morðið á blaðakon- unni Önnu Politkovskayu í fyrra. Mun ræða opin- skátt við Pútín Umhverfisstofnun Sameinuðu þjóðanna segir að bráðnun jökla, íss og snjós geti haft áhrif á allt að fjörutíu prósent jarðarbúa, að því er fram kemur í nýrri skýrslu frá stofnuninni. Áhrifin koma fram í hækkandi yfirborði sjávar, fleiri og stærri flóðum og auknum vatnsskorti. Auk þess verður hlýnun jarðar hraðari eftir því sem hlutfall íss af yfirborði jarðar minnkar, þar sem ís og snjór endurkasta geislum sólar meira en aðrir hlutar jarðarinnar. Um sjötíu vísindamenn unnu að gerð skýrslunnar, sem birt var í Noregi í gær, daginn fyrir alþjóðlega umhverfisdaginn, sem er í dag. Bráðnun íss hraðar hlýnun Heimildir bandarískra stjórnvalda til að fljúga um íslenska lofthelgi og nota íslenska flugvelli vegna stríðsins í Írak eru ekki lengur í gildi. Þetta upplýsti Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra á Alþingi í gær. Katrín Jakobsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, spurði ráðherra í fyrirspurnartíma hvort slíkar heimildir væru enn í gildi, í ljósi þess að ný ríkisstjórn hefði sagst harma Íraksstríðið. Ingibjörg sagði að eftir því sem henni hefði best verið kunnugt hefðu slíkar heimildir verið veittar tímabundið og giltu ekki lengur. Í ljósi breyttra tíma á Keflavíkurflugvelli væri til skoðunar hvernig slíkum heimild- um yrði háttað í framtíðinni. Fallnar úr gildi segir ráðherra Arnór Sigfússon fuglafræðingur, sem stýrir til- raunaverkefni um eyðingu síla- máva með notkun svefnlyfja, segir fólki ekki hætta búinn af lyfjun- um. Umhverfisstofnun veitti undan- þágu frá banni við notkun slíkra lyfja á þremur stöðum á höfuð- borgarsvæðinu; Garðaholti, Leir- vogshólma og Þerney. Arnór segir að tilraunin standi aðeins í sólar- hring á hverjum stað nú í júní. „Það verða sett svefnlyf í brauð- mola sem komið verður fyrir í hreiðrum mávanna. Skammturinn miðast við að svæfa fuglinn en drepa hann ekki. Mávurinn étur brauðið, leggst á eggin og sofnar þar. Við göngum svo í varpið þegar lyfið er byrjað að virka og sofandi mávar eru teknir og þeim lógað á sársaukalausan hátt. Þeir finna aldrei fyrir neinu,“ segir Arnór. Að sögn Arnórs verða öll hreiður sem lyf verða sett í merkt þannig að hægt verði að fjarlægja alla brauðmola sem ekki hafa verið étnir þegar tilrauninni lýkur. Arnór segir fólki ekki hætta búin af verkefninu. Umrædd svefnlyf hafi meðal annars verið notuð í útlendum borgum með ágætum árangri. Magnið af lyfinu miðist við að svæfa fugl sem sé aðeins tæplega eitt kíló. „Fimmtíu kílóa manneskja þyrfti að borða fimmtíufaldan skammt til að verða fyrir sömu áhrifum og fugl- arnir,“ bendir Arnór á. Hákon Már Oddsson, sem býr í nágrenni Leirvogshólma, segist óttast að eitthvað geti farið úrskeiðis með notkun svefnlyfj- anna og að hann sé að útbúa kæru til umhverfisráðuneytisins vegna undanþágu Umhverfisstofnunar fyrir því að lyfjunum verði beitt í hólmanum. Hákon segir einnig í undirbún- ingi af hálfu íbúa nálægt Leirvogs- hólma að gera yfirvöldum tilboð um samvinnu við að annast æðar- varp í hólmanum: „Við viljum hlúa að æðarvarp- inu og fæla varginn frá og gera þetta í samvinnu við Náttúrufræði- stofnun og skólana hér í hverfinu. Þannig leysist málið á náttúruleg- an hátt með því að tengja saman náttúru og menn.“ Brauðmolar með lyfi settir í mávahreiðrin Fuglafræðingur segir brauðmola með svefnlyfi aðeins munu verða einn sólar- hring á hverjum þeirra þriggja staða þar sem svæfa á sílamáva og snúa úr háls- lið. Íbúi í nágrenni Leirvogshólma undirbýr kæru til umhverfisráðuneytisins. „Það er algerlega glórulaust að gera tilraunir með eiturefni á leiksvæði barna,” segir Hákon Már Oddsson, einn íbúa við götuna Bakkastaði í Grafarvogi sem mótmæla harðlega fyrirhug-aðri tilraun með að nota svefnlyf til að fækka sílamávi í Leirvogs-hólma. Að sögn Hákons og nágranna hans, Einars Arnar Benediktsson-ar, er Leirvogshólmi leiksvæði barna enda vætt þangað á fjöru.„Þvert á vilja Náttúrufræði-stofnunar og Fuglaverndar veitti Umhverfisstofnun undanþágu til að gera tilraunir með tvær teg-undir af svefnlyfjum til að fækkasílamávi. Þetta er snarbannað með lögum en það er hægt að veita undanþágu fyrir því að gera þetta í vísindaskyni ef fuglar eru að valda gífurlegum skaða. Það hefur ekki verið sýnt fram á neinn skaða af þessum fuglum nema að þeir éti brauð af Reykjavíkurtjörn,“ segir Hákon. Í bréfi sem Hákon sendi meðal annars borgarstjóra, umhverfis-ráðherra og Umhverfisstofnunsegir hann lyfin sem nota eigi á sílamávana vera hættuleg mönn-um og geta leitt til dauða við inn-töku. Efnin heita Alphachloraloseog Seconal. Auk Leirvogshólmahefur verið veitt undanþága til að nota efnin á Garðaholti og í Gálga-hrauni og í Þerney nú í júní.„Fljúgi fuglinn af stað eftir að hafa borðað eitrið þá getur hann bæði ælt eitrinu eða dottið niður hvar sem er. Þannig má vera ljóst að börnum, dýrum og fullorðnum getur stafað hætta af þessari til- raun,“ segir Hákon og furðar sig á að efnin séu ekki prófuð á öruggu svæði áður en tilraunir fari fram í byggð. Varðandi aðstæður í Leir- vogshólma segir Hákon að þang-að sé hægt að ganga á lágfjöru og algengt sé að börn hjóli eða vaði í hólmann. Aðeins séu um 100 metrar frá hólmanum að fjölförn-um göngustíg og íbúðarbyggðin í aðeins 300 metra frá hólmanum.„Hin pólitíska stefna er að við viljum fækka mávi í borgarlandi og minnka ágang hans inn til fólks svo hann hætti að stela mat afgrillum og gera mönnum lífið leitt niðri við Tjörn. Þetta höfum við falið meindýraeyðum okkar að gera á sem bestan hátt, sem er ekki skaðlegur fyrir umhverfið og skaðar ekki aðra,“ segir Gísli Marteinn Baldursson, formaður umhverfis- og samgönguráðsReykjavíkur, og ítrekar að ekkert eigi að gera sem ógni umhverf-inu: „Við hefðum að sjálfsögðu ekki fengið leyfi til að nota þetta svefn-lyf ef það væri hættulegt. Þetta er algerlega viðurkennt lyf og er notað víða um lönd með góðum árangri.“ Sumarsýning fyrir alla fjölskylduna um helgina! Jack Kevorkianhefur heitið því að aðstoða aldrei neinn framar við að fremja sjálfsvíg. Hins vegar ætlar hann að berjast fyrir því að aðstoð við sjálfsvíg verði gerð lögleg í Bandaríkjunum. Kevorkian var látinn laus úr fangelsi í gær. Hann er oft kallaður „Dr. Dauði“ vegna þess að á árunum 1990 til 1998 hjálpaði hann 130 manns viðað svipta sig lífi. Margir þeirra sem leituðu eftir aðstoð hans vorualvarlega veikir og dauðvona.Hann hlaut dóm fyrir manndráp og hefur afplánað átta ár en var látinn laus vegna góðrar hegðunarí fangelsinu. Fimm ungmenni voru flutt á slysadeild til aðhlynningar eftir að bíll valt og lenti utan vegar í Heiðmörk áfjórða tímanum í fyrrinótt. Enginn slasaðist alvarlega.Ökumaðurinn var sautján ára, eins og fjórir farþegar hans. Svo virðist sem hann hafi misst stjórn á bílnum með fyrrgreind-um afleiðingum. Lögregla og sjúkralið var kallað til og ungmennin, sem öll voru í bílbeltum og komust af sjálfs-dáðum úr bílnum, flutt á slysadeild til skoðunar og aðhlynningar. Ekki er talið að um ölvunarakstur hafi verið aðræða. Tilkynnt var um tilnefningar til Grímuverðlaunanna í gær en alls komu áttatíu frumflutt leikverk til álita við tilnefningar árs-ins. Veitt eru verðlaun í sextán flokkum sviðslistar og dreifast þau nokkuð jafnt á fáar sýningarþetta árið. Þær sýningar sem flestar tilnefningar hljóta að þessu sinni eru söngleikurinn Leg í leikstjórn Stefáns Jónssonar sem Þjóðleikhúsið sýnir, leikrit Birgis Sigurðssonar Dagur vonar sem Leikfélag Reykjavíkur setur upp í leik-stjórn Hilmis Snæs Guðnasonar og verkið Killer Joe eftir Tracy Letts sem Leikhúsið Ská-máni sýndi í leikstjórn Stefáns Baldurssonar í Borgarleikhúsinu. Þrjár barnasýningar Þjóðleikhússins eru til-nefndar; Pétur og Úlfurinn, Sitji guðs englar og sýningin um Skoppu og Skrítlu en í þeim til-nefningaflokki er einnig að finna sýningu Leik-félags Akureyrar á Karíusi og Baktusi og söng-leikinn Abbababb! í Hafnarfjarðarleikhúsinu.Leiklistarsamband Íslands, heildarsamtöksviðslista á Íslandi, stendur að Grímunni, sem er einnig uppskeruhátíð leiklistarinnar og hald-in í lok hvers leikárs. Á hátíðinni eru sviðsverkog útvarpsverk verðlaunuð og listamönnum veittar viðurkenningar fyrir framúrskarandiárangur á liðnu leikári. Gríman verður afhent í fimmta sinn við hátíð-lega athöfn föstudaginn 15. júní í Íslensku óper-unni. Forseti Íslands afhendir þá jafnframtheiðursverðlaun Leiklistarsambands Íslands þeim einstaklingi er þykir hafa skilað framúr-skarandi ævistarfi í þágu leiklistar. Eysteinn Helgason,framkvæmdastjóri Kaupáss, segir nýjasta hefti Ísafoldar hafa verið fjarlægt úr verslunum Kaupáss vegna þess það seldist ekki nægi-lega vel. Af og frá sé að Kaupás vilji koma í veg fyrir umfjöllun ummansal og aðkomu bæjarstjórans í Kópavogi að slíkri starfsemi á Íslandi eins og Jón Trausti Reynis-son, ritstjóri Ísafoldar, telur aðástæðan sé. „Ég hef ekki séð blaðið, þetta tengist efnistökum þess ekki neitt,“segir Eysteinn. Hann segir Kaupás ekki gefa upp öl öl Forsvarsmenn Ísafoldar telja þær röksemdir ekki standast. „Við höfum sölutölur sem sýna að Ísa-fold er eitt mest selda tímaritverslana Kaupáss,“ segir JónTrausti. Brá hann á það ráð að selja tímaritið í lausasölu fyrir utanverslanir Kaupáss í gær, ásamtábyrgðarmanni blaðsins og fram-kvæmdastjóra útgáfufélagsinsBirtings. Sögðu þeir það vera tákn-rænan stað þar sem Kópavogur væri vígvöllur baráttunnar gegn mansali en í blaðinu er grei Veðurstofa Íslands hefur tekið nýjan vef í notkun.Var hann formlega opnaður á Veðurstofu Íslands af Þórunni Sveinbjarnardóttur umhverfis-ráðherra á miðvikudaginn.Helgi Borg verkefnastjóri segir hönnun vefsins taka mið af auknum kröfum um myndrænaframsetningu. „Mikilvægt er að veðurupplýsingar séu nákvæmarog sem aðgengilegastar fyrir notendur. Við reiknum með aðvefurinn fái aðgengisvottun innan skamms í samræmi við stefnustjórnvalda sem þýðir að blindir, sjónskertir og hreyfihamlaðirmuni einnig njóta góðs vefnum,“ segir Helgi. „Þetta mál varðar portúgalskan almenning og því er það skylda ríkistjórnar-innar að reyna að skoða þetta með eigin augum,“ segir sendiherra Portúgals, sem hélt til Kára- hnjúka í gær til að kanna aðstæður landa sinna. Sendi- herrann, João António da Silveira de Lima Pimentel, kom til landsins í fyrradag og ræddi við félagsmálaráð-herra. Hann vildi ekki tjá sig um niðurstöður sínar, því fyrst þyrfti að fara yfir þær með portúgölsk-um stjórnvöldum. Félagsmálaráðherra hefur falið Vinnueftirlitinu að gera úttekt á meintri kynferðislegri áreitni á svæðinu, í kjölfar ásakanafyrrum starfsmanna. Peter Brownback, dómari við einn af herdómstólum Bandaríkjahers yfir föngunum sem eru í haldi í Guantanamo á Kúbu, vísaði í gær frá dómi máli eina Kanadamannsins sem þar er í haldi. Fanginn, sem heitir Omar Khadr, var handtekinn í Afganistan árið 2002, þá aðeins fimmtán ára gam- all, og sakaður um að hafa drepið bandarískan hermann í átökum með því að kasta handsprengju. Brownback dómari sagði málið ekki falla undir lögsögu sérdóm- stólanna í Guantanamo vegna þess að Khadr hefði ekki verið úrskurð- aður „ólögmætur óvinveittur bar- dagamaður“. Sérstök úrskurðar- nefnd komst að þeirri niðurstöðu að Khadr væri „óvinveittur bar- dagamaður“ en samkvæmt banda- rískum lögum eiga dómstólarnir í Guantanamo einungis að fjalla um mál „ólöglegra“ bardagamanna úr óvinaliði. Dómarinn útilokaði ekki að mál Khadrs gæti komið fyrir dómara síðar, yrði þá búið að breyta skil- greiningunni á því hvers konar fangi Khadr væri. Yfirmaður þeirra lögfræðinga sem sjá um vörn fanganna á Kúbu sagði í gær að frávísun málsins frá dómi væri afar mikilvæg og gæti haft mikil áhrif, því enginn fang- anna þar hefði til þessa verið skil- greindur sem „ólöglegur“ bar- dagamaður. Máli Kanadamanns vísað frá Egill, er þetta ekki bara út af því þú ert rauðhærður? Tveir menn hafa verið dæmdir í 70 ára fangelsisvist fyrir að myrða Jón Þór Ólafsson og vinkonu hans Brendu Salinas í El Salvador í febrúar í fyrra. Fjórir menn voru ákærðir vegna málsins en tveir voru sýknaðir. Frá þessu var greint í kvöldfréttum Sjón- varpsins í gær. Jón Þór var verkfræðingur og vann við gerð jarðvarmaorkuvers í El Salvador þegar hann var myrtur. Ekki er ljóst hvers vegna þau Brenda voru myrt og litlar upplýsingar hafa verið gefnar upp um rannsókn málsins. Þó má telja líklegt að þrjótarnir hafi verið á höttunum eftir peningum. Tveir menn dæmdir Einar K. Guðfinns- son sjávarútvegsráðherra telur hugmyndir Björns Inga Hrafns- sonar borgarfulltrúa um að beita auknum aflaheimildum í framtíð- inni sem undirstöðu nýrrar byggðastefnu ekki vænlegar. Hann telur að fiskveiðistjórnun- arkerfið taki nú þegar tillit til landsbyggðarinnar og sértækar aðgerðir hafi gefið góða raun. Björn Ingi sagði í sjómanna- dagsávarpi sínu að nú þegar við blasti verulegur samdráttur í þorskveiðum á næsta fiskveiði- ári væri tímabært fyrir stjórn- völd að huga að nýjum byggða- úrræðum. Hann telur að stjórnvöld eigi að íhuga þegar hámarksafli verði aukinn að þeirri viðbót verði ekki útdeilt sjálfvirkt á milli eigenda afla- hlutdeildar „heldur verði einnig skoðað að beita henni með mark- vissum hætti til að efla og styrkja með svæðisbundinni fiskveiði- stjórnun stöðu þeirra byggða sem eiga allt sitt undir fiskveiðum og sjávarútvegi.“ Sjávarútvegsráðherra segir að margt í ræðunni hafi komið sér á óvart og ekki komi annað til greina en að aukning gangi til eigenda aflahlutdeildar. „Það verður að hafa í huga að eigendur fiskveiðiréttarins í dag starfa á landsbyggðinni. Þar á meðal eru minni útgerðir sem ég hygg að eigi ekki mikla lífsvon ef þær fá ekki að njóta þess þegar betur árar með fiskistofnana.“ Tekið er tillit til landsbyggðar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.