Fréttablaðið - 05.06.2007, Blaðsíða 50
Það getur oft verið
nauðsynlegt að ein-
falda heimsmyndina
fyrir börnum svo þau
skilji að minnsta kosti
hluta þess flókna sam-
spils sem hún er. Ég og
kona mín höfum stund-
um gripið til þessa ráðs
þegar sonur okkar hefur spurt
spurninga þar sem svörin eru, að
okkar mati, of flókin fyrir hann.
Slík einföldun getur þó stundum
flækt málin enda eru börn oftast
mun skýrari en foreldrar þeirra.
Stjórnmál eru eitt heitasta um-
ræðuefni fjölskyldunnar. Í raun er
það svo að stórfjölskyldan dreifir
sér vítt og breitt yfir hið pólitíska
litróf. Fjölskylduboðin geta því oft
á tíðum orðið ansi heit.
Þegar sveitarstjórnarkosning-
arnar stóðu sem hæst fyrir um ári
fylgdust við grannt með úrslitun-
um á netinu. Sáum misstórar súlur
í öllum regnbogans litum birtast á
skjánum og blótuðum eða fögnuðum
eftir því sem við átti. Sonur okkar
fylgdist forviða með æsingnum og
spurði að lokum hvað væri um að
vera. Svörin létu ekki á sér standa.
„Sko. Fólkið er að kjósa um hverj-
ir eigi að stjórna og stóru súlurnar
sýna hverjir eru að vinna. Bláu og
grænu litirnir tákna vondu kallana.
Þeir hugsa bara um peninga,“ var
svar móðurinnar, sem hélt ótrauð
áfram sinni skeleggu stjórnmála-
skýringu: „Rauðu og appelsínu-
gulu litirnir eru hins vegar góðu
kallarnir. Þeir vilja að öll börn geti
farið á leikskóla og svo hugsa þeir
líka um gamla fólkið.“
Vissulega voru þessi svör ekki til
að einfalda lífið fyrir þeim stutta.
Einn afa hans var jú í græna lið-
inu, annar í því rauða, sá þriðji í
því appelsínugula og guðfaðir hans
í því bláa.
Sá stutti var engu að síður fljótur
að átta sig á þessum leik enda upp-
fullur af baráttunni á milli góðs og
ills, sögunni af Zorro, Hróa hetti
og öðrum hetjum. Það liðu enda
ekki nema örfáar mínútur þar til
hann varð ósáttur við stjórnmála-
skýrandann sinn sem hafði neit-
að honum um sælgæti og sagði:
„Ojjj....hvað þú ert vond mamma.
Þú hugsar bara um peninga.“
SMS
LEIKUR
SENDU SMS JA 28F
Á 1900 OG ÞÚ GÆTIR
UNNIÐ BÍÓMIÐA!
VINNINGAR ERU BÍÓMIÐAR,
DVD MYNDIR, TÖLVULEIKIR
OG MARGT FLEIRA!
Frumsýnd 30. maí
STRANGLEGA BÖNNUÐ INNAN 16 ÁRA
V
in
n
in
g
ar
ve
rð
a
af
h
en
d
ir
h
já
B
T
Sm
ár
al
in
d
. K
ó
p
av
o
g
i.
M
eð
þ
ví
a
ð
t
ak
a
þ
át
t
er
tu
k
o
m
in
n
í
SM
S
kl
ú
b
b.
9
9
kr
/s
ke
yt
ið
.
BLÓÐUGT FRAMHALD AF 28 DAYS LATER
80 ára
Í dag 5. júní verður
Geir
Valdimarsson
Sandabraut 10, Akranesi,
áttræður.
Þau hjónin taka á móti vinum og vandamönnum
laugardaginn 9. júní kl. 17 í félagsheimilinu Miðgarði.