Fréttablaðið - 05.06.2007, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 05.06.2007, Blaðsíða 22
Í utandeildinni fá margir útrás fyrir knattspyrnuáhugann án þess að það éti upp allan frí- tímann. Deildin er öllum opin. Utandeildin í knattspyrnu er hafin. Þar etja um 600 knatt- spyrnuáhugamenn í 33 liðum kappi í þremur riðlum og bítast um deildartitil og bikartitil. Deildin er ætluð þeim fjöl- mörgu aðdáendum knattspyrnu sem vilja spila á stórum velli í ellefu manna liði en hafa ekki áhuga, tíma eða getu til að spila með liðum sem taka þátt í Ís- landsmótinu. Hver sem er getur skráð lið til leiks í utandeild- inni þótt of seint sé að taka þátt í sumar. Reglurnar eru hefðbundnar nema hvað spilað er í tvisvar 40 mínútur, engar hömlur eru á fjölda leikmanna á varamanna- bekk og ótakmarkaðar skipting- ar mega eiga sér stað. Einn dóm- ari dæmir leiki og því ekki væn- legt að spila rangstöðutaktík fyrr en í úrslitakeppninni, en þá bætast línuverðir í hópinn. Deildin er opin bæði konum og körlum og þótt karlar séu í yfir- gnæfandi meirihluta eru nokkur lið með konur innanborðs. Enn hefur ekkert lið skipað fleiri konum en körlum tekið þátt en einu sinni verður allt fyrst. Liðin leggja mismikið upp úr þjálfun leikmanna en flestir taka þátt gamansins vegna. Deildin er getuskipt og þó að getan nái ekki nema hálfa leið upp í áhugann eiga allir raun- hæfan möguleika á að ná í ein- hver stig, eða í versta falli skora nokkur mörk. Karlar og konur keppa saman Nú hafa tekið gildi hertar reglur um rannsóknir á fram- leiddum efnum. Rannsóknirnar kosta 600 milljarða. Evrópusambandið hefur sam- þykkt hertar reglur er varða rann- sóknir á framleiddum efnum sem seld eru innan bandalagsins. Þessi efni eru allt frá lakki til snefilefna í hárnæringu. Þetta gerir það að verkum að prófa þarf gríðarlegan fjölda efna. Reglurnar hafa einnig þá breyt- ingu í för með sér að það kemur í hlut framleiðenda að sanna að efnin séu skaðlaus en hingað til hefur það verið yfirvalda að sanna skaðsemi þeirra. Kostnaður rannsóknanna er tal- inn um 600 milljarðar en á þeim ell- efu árum sem framleiðendur hafa til að aðlagast nýju reglunum áætlar ESB að 5.800 milljarðar sparist í heilbrigðiskerfi aðildarlanda sinna vegna breytinganna. Hertar reglur innan ESB Prófessor Jane Plant mun halda fyrirlestur í Háskólabíói í sal 1 fimmtudaginn 7. júní kl. 12 sem fjallar um áhrif mataræðis á krabbamein í blöðruhálskirtli og brjóstakrabbamein. Einnig mun prófessor Kristín Vala Ragnarsdóttir halda fyrirlestur þar sem m.a. verða gefnar upplýsingar um mataruppskriftir og Laufey Tryggvadóttir faraldsfræðingur fjallar um tölfræði krabbameinanna og áform um nýjar rannsóknir. Aðgangur er ókeypis og allir eru velkomnir meðan húsrúm leyfir. Áhrif mataræðis á krabbamein í blöðruhálskirtli og brjóstum Krabbameinsfélagið Framför Fyrirlestur Jane Plant 7. júní kl. 12 í Háskólabíói YOGASTÖÐIN HEILSUBÓT Síðumúla 15, s. 5885711 og 6946103 YOGA YOGA YOGA Líkamsæfingar, öndunaræfingar slökun og hugleiðsla Sértímar fyrir barnshafandi og kraftyoga Allir yoga unnendur velkomnir www.yogaheilsa.is • yogaheilsa@yogaheilsa.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.