Fréttablaðið - 05.06.2007, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 05.06.2007, Blaðsíða 12
Tuttugu og átta plánetur hafa fundist á braut um aðrar stjörnur undanfarið ár. Samtals er nú vitað um 236 plánetur utan okkar sólkerfis. Vísindamenn segja milljarða byggilegra pláneta geta verið til, samkvæmt fréttavef Reuters. „Sólkerfið okkar er ekki einsdæmi í alheiminum,“ sagði Geoffrey Marcy, prófessor í stjörnufræði við Kaliforníu- háskóla. „Af tvö hundruð milljörð- um stjarna í Vetrarbrautinni tel ég um tíu prósent hafa byggilegar plánetur á braut um sig. Síðan eru til þúsundir milljarða vetrarbrauta sem eru eins og okkar.“ Fundu þrjátíu nýjar plánetur Spænsk stjórnvöld hafa lagt fram kæru hjá dómstól í Bandaríkjunum vegna skipsflaks sem bandaríska fyrirtækið Odyssey Marine Exploration hefur fundið og hirt fjársjóð úr. Fjársjóðurinn er sagður vera rúm- lega þrjátíu milljarða króna virði. James Goold, lögfræðingur spænsku stjórnarinnar, segir að fjársjóðurinn tilheyri Spánverj- um ef skipið var spænskt eða ef það liggur á hafsbotni í spænskri landhelgi. Fyrirtækið hafi ekki fengið leyfi frá spænskum stjórn- völdum til að bjarga eða fjarlægja skipið. John Morris, framkvæmda- stjóri bandaríska fyrirtækisins, fullyrðir að skipið, sem sagt er heita Svarti svanurinn, hafi ekki fundist í spænskri landhelgi. Fyrirtækið fullyrðir að skipið hafi fundist í Atlantshafinu utan allrar lögsögu, en hefur þó ekki viljað gefa upp nákvæma staðsetningu. Fyrirtækið fullyrðir að fjársjóð- urinn, 500 þúsund gull- og silfur- peningar, sé ekki kominn úr breska skipinu HMS Success, sem liggur í Gíbraltarsundi. Fyrirtækið hafði fengið leyfi spænskra stjórn- valda til að leita að því skipi. Fyrirtækið hefur hins vegar hvorki staðfest né neitað fréttum um að þetta skip sé annað breskt skip, Merchant Royal, sem sökk í slæmu veðri úti af ströndum Eng- lands árið 1641. Fjársjóðsskip vekur deilur Íslendingar voru ekki þeir einu sem tóku upp reykinga- bann á veitingastöðum og kaffihúsum um síðustu mánaða- mót, Finnar gerðu það líka. Fyrsta reyklausa helgin gekk vel í Helsinki, að sögn Finnlands- sænska dagblaðsins Hufvudstads- bladet, enda sátu reykingamenn bara úti í góða veðrinu. „Það var aðeins meiri umferð í anddyrinu þegar viðskiptavinir fóru út á götu til að reykja en ekki svo mikil að það hafi truflað aðra,“ segir Esa Paloharju á veitingastaðnum Black Door. „Einn viðskiptavinir kveikti á sígarettu inni af gömlum vana og annar sneri við og kláraði sígarettuna fyrir utan.“ Reykingamenn sátu úti og nutu góða veðursins ASKJA · Laugavegi 170 · 105 Reykjavík · Sími 590 2100 · www.askja.is Þú getur verið viss um gæðin ASKJA er eini viðurkenndi umboðsaðili Mercedes-Benz á Íslandi. Mercedes-Benz ML-Class er jeppi sem slær samkeppnisaðilunum við hvað varðar gæði, glæsileika og öryggi. Í boði eru þrjár bensín- vélar og þrjár dísilvélar. Sú nýjasta, V8 420 CDI dísilvélin, er sannkallað tækniundur sem skilar 306 hestöflum. Hröðun frá 0 og upp í 100 km er aðeins 6,5 sekúndur og togið er ótrúlegt, 700 Nm. Þrátt fyrir þetta er meðaleyðsla bílsins aðeins 11,1 lítrar á hverja 100 km. *Hiti í framsætum, dökkar filmur í rúðum og aftengjanlegt dráttarbeisli. Mercedes-Benz ML-Class 280 CDI, verð: 6.370.000 kr. með Íslandspakka* Tuttugu og þriggja ára maður hefur í Héraðsdómi Suður- lands verið dæmdur í 22 mánaða óskilorðsbundið fangelsi fyrir vörslu fíkniefna. Lögregla fann 418 e-töflur á heimili hans í Njarð- vík í júlí í fyrra. Fyrr um kvöldið var faðir mannsins handtekinn á heimili fjölskyldunnar vegna gruns um fíkniefnasölu. Maðurinn var þá einnig grunaður um slíkt hið sama og fór fram húsleit vegna þess. Í aðalhluta hússins fundust tólf pakkningar af amfetamíni. Móðir mannsins viðurkenndi að eiga efnið og hafa ætlað að nota það sér til skemmtunar í tilefni fimm- tugsafmælis síns. Í framhaldinu fór fram leit í herbergi mannsins og fundust þar 418 e-töflur faldar í verðlaunabikar. Töflurnar voru flestar gular með strumpamynd á annari hliðinni. Maðurinn tjáði lögreglu að hann hefði fundið töflurnar úti í móa nokkrum dögum áður. Hann breytti þeim framburði þó fljót- lega og sagðist þá hafa keypt töfl- urnar af manni sem hann þóttist ekki þekkja nein deili á. Hann kvaðst einnig vera háður hass- reykingum og hafa ætlað að skipta töflunum fyrir hass í von um að fá hassið þannig ódýrar. Dómnum þykir framburður mannsins óstöðugur og margt sem þar kom fram harla ólíklegt. Ýmislegt bendi eindregið til þess að hann hafi verið í föstu við- skiptasambandi við fíkniefnasal- ann og hafi ekki viljað gefa upp nafn hans af ótta við hefndar- aðgerðir. Hann hlaut því áður- nefndan dóm. Hinn dæmdi lék um tíma körfu- bolta með liði Njarðvíkur en var meinað að æfa frekar eftir að málið kom upp síðasta sumar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.