Fréttablaðið - 05.06.2007, Blaðsíða 26
22
eru árin sem bandaríski körfuboltakappinn LeBron James hefur lifað.
Þessi magnaðii leikmaður hefur nánast einn síns liðs dregið Cleveland
Cavaliers í úrslit NBA-deildarinnar og sýnt þroska og andlegan styrk sem
fylgir vanalega mun eldri leikmönnum.
» ÁSTA B. GUNNLAUGSDÓTTIR
Ásta B. Gunnlaugsdóttir er ein af albestu knattspyrnukonum
sem Ísland hefur alið af sér. Ásta spilaði sinn fyrsta leik með
Breiðabliki árið 1973 þegar hún var þrettán ára gömul og lék alls
tuttugu ár með meistaraflokki. Hún var kjörin Knattspyrnumaður
ársins 1994 fyrst kvenna og
lagði skóna á hilluna í kjölfarið.
Hún skoraði 154 mörk í 142
deildarleikjum, varð tíu sinnum
Íslandsmeistari og fjórum
sinnum bikarmeistari. Hún lék
26 landsleiki og skoraði í þeim
8 mörk. Sport fékk Ástu B. til
að velja besta lið knattspyrnu-
kvenna frá upphafi.
„Ég hef alltaf verið hrifin af
hraða, vil hafa fljóta kantmenn
og framherja og val mitt bygg-
ist á því,” segir Ásta B.
DRAUMALIÐIÐ
2 sport
FRÁ RITSTJÓRA
Óskar Hrafn
Þorvaldsson
HVER ÆTLAR
AÐ FÓRNA SÉR?
Eyjólfur
Sverrisson
er góður
maður og
vandaður.
Hann er
hins vegar
hörmulegur
landsliðs-
þjálfari.
Hann hefur
ekki þann
karakter,
ekki það
hugrekki
og ekki þá
útgeislun
sem lands-
liðsþjálfari
þarf að
hafa.
Á meðan Eyjólfur Sverrisson er landsliðsþjálfari
og Eiður Smári Guðjohnsen er í leikbanni er ekki
hægt að sjá nokkurn möguleika á því að ná stigi
gegn Svíum í Stokkhólmi í undankeppni EM á
morgun, miðvikudag. Miðað við ráðleysið gegn
Liechtenstein á laugardaginn þar sem samansafn
af neðrideildar leikmönnum í Sviss leit út eins og
hágæða knattspyrnulið á köflum kallast það varla
að taka stórt upp í sig þegar því er haldið fram að
eina von okkar til að vinna leikinn gegn Svíum er
að beita „danska bragðinu“ sem ég kýs að kalla
svo. Við þurfum sem sagt að finna einhvern
Íslending sem er tilbúinn til þess að klæðast
sænska landsliðsbúningnum á miðvikudag. Hann
þarf síðan að hlaupa inn á völlinn undir lokin og
ógna dómaranum þannig að leikurinn verði flaut-
aður af og okkur dæmdur sigur, 3-0. Þetta er eini
raunhæfi möguleikinn í stöðunni.
Eyjólfur Sverris-
son er góður maður
og vandaður. Hann er
hins vegar hörmu-
legur landsliðsþjálf-
ari. Hann hefur ekki
þann karakter, ekki
það hugrekki og ekki
þá útgeislun sem
landsliðsþjálfari þarf að hafa. Ég kvartaði yfir því
fyrir tveimur mánuðum hversu leiðinlegur hann
væri og því miður tók hann ekki mark á mér. Hann
býður enn upp á klisjur á klisjur ofan. Liðið hans
er enn að gera sömu mistök og það gerði í fyrsta
leiknum undir hans stjórn fyrir rúmu ári. Liðið
spilar enn tilviljunarkenndan sóknarleik og illa
skipulagðan varnarleik. Hann segist vera að
byggja upp nýtt landslið. Ég segi: Nei, takk. Við
þurfum einhvern annan í það. Einhvern sem
veldur starfinu. Eyjólfur ætti að sjá sóma sinn í
því að láta staðar numið í starfi. Og ef hann sér
það ekki þá ætti formaðurinn Geir Þorsteinsson
að leysa íslenska liðið úr álögum Eyjólfs.
FH-ingar verða Íslandsmeistarar. KR-ingar
ætluðu að verða Íslandsmeistarar en þeir verða
bara verri og verri með hverjum leiknum sem
líður. Og það hjálpar þeim ekkert að hafa fengið
frábæran knattspyrnumann eins og Rúnar Krist-
insson í liðið. Af hverju? Til að mynda af því að
varnarlínan er með innanborðs þrjá leikmenn
sem hreyfast varla lengur og af því að þjálfaranum
virðist af einhverjum óskiljanlegum ástæðum
finnast það sniðugt að gefa háa bolta á Björgólf
Takefusa. Keflavík og Valur eru einu liðin sem
eiga séns í FH. En þau hafa ekki Tryggva Guð-
mundsson, Arnar Gunnlaugsson og Matthías
Guðmundsson. Þessir menn þurfa bara eitt færi
til að skora og þar skilur á milli. Þeir klára leikina
og mótið í leiðinni.
Þóra B. Helgadóttir,
Leuven
Greta Mjöll
Samúelsdóttir,
Breiðabliki
Ásta B. Gunn-
laugsdóttir,
Breiðabliki
Halldóra
Gylfadóttir,
ÍA Ragna Lóa
Stefánsdóttir, ÍA
Guðrún Sóley
Gunnarsdóttir,
Breiðabliki
Olga Færseth,
KR
Guðrún
Sæmunds-
dóttir, Val
Margrét
Ólafsdóttir,
Breiðabliki
Ásthildur
Helgadóttir,
Malmö
Margrét Lára
Viðarsdóttir, Val
V arnarjaxlinn Hermann Hreiðars-son fær um 400 milljónir í árslaun hjá Portsmouth
eftir því sem heimildir Sport
herma. Hermann skrifaði undir
tveggja ára samning við enska
úrvalsdeildarliðið fyrir tæpum
tveimur vikum eftir að hafa fengið
frjálsa sölu frá Charlton þar sem
liðið féll úr ensku úrvalsdeildinni.
Hermann gerði nýjan þriggja ára
samning við Charlton fyrir rúmu ári
og þá var greint frá því að sá samn-
ingur væri metinn á millj-
arð, eða 330 milljónir á
ári. Samningur
Her-
manns nú
er því enn
betri og gerir hann að einum launahæsta varnar-
manni ensku úrvalsdeildarinnar.
Ólafur Garðarsson, umboðsmaður Her-
manns, vildi lítið tjá sig um launamál Her-
manns þegar Sport ræddi við hann. „Það
eina sem ég get sagt er að launin hans
hafa hækkað og samningurinn er afar
góður. Annars er þetta ekki flókið reikn-
ingsdæmi. Mörg lið voru tilbúin til að
borga nokkur hundruð milljónir fyrir hann
í janúarglugganum og nú þegar hann er á
frjálsri sölu er eðlilegt að hann njóti góðs af
því,“ segir Ólafur.
Hingað til hefur Eiður Smári Guðjohnsen
borið ægishjálm yfir aðra íslenska íþrótta-
menn þegar kemur að launum. Eiður
Smári skrifaði undir samning við
Chelsea sumarið 2004 sem færði
honum milljón á dag í laun.
Ekki er talið að samningur
hans við Barcelona sé lakari
en síðan má bæta við árang-
urstengdum greiðslum
fyrir titla og spilaða leiki.
HERMANN MEÐ 400
MILLJÓNIR Í ÁRSLAUN
Knatspyrnumaðurinn Hermann Hreiðarsson er orðinn einn af launahærri varnar-
mönnum ensku úrvalsdeildarinnar eftir hann samdi við Portsmouth til tveggja ára.
EFTIR ÓSKAR HRAFN ÞORVALDSSON
Forsíðumyndina tók Anton Brink
af KR-ingnum Rúnari Kristinssyni
í leik gegn Víkingi. Sjá viðtal á
blaðsíðu 8.
Útgefandi: 365, Ritstjóri: Óskar Hrafn
Þorvaldsson oskar@frettabladid.is,
Útlitshönnun: Kristín Agnarsdóttir
kristina@frettabladid.is
sport
» ÍÞRÓTTABLAÐ FRÉTTABLAÐSINS 4.TBL. 2007
»ÆÐSTI DRAUMURINN«
ER MEISTARATITILL MEÐ KR
» FÓTBOLTI
HERMANN MEÐ
400 MILLJÓNIR Í
ÁRSLAUN
RÚNAR KRISTINSSON ER KOMINN HEIM
TIL KR EFTIR ÞRETTÁN ÁRA DVÖL ERLENDIS.
SPO
RTM
YN
D
/A
N
TO
N
BRIN
K
» BOGFIMI
KRISTMANN EINARSSON
ÞARF AÐ LEITA EFTIR
SAMKEPPNI ERLENDIS
Umbo›s- og sölua›ili
Birkiaska ehf.
sími: 551 9239
www.birkiaska.is
Vali› fæ›ubótarefni ársins 2002 í Finnlandi
Minnistöflur
Umbo›s- og sölua›ili
Birkiaska ehf.
sími: 551 9239
www.birkiaska.is
Birkiaska
Hermann Hreiðarsson þénar
gríðarlega peninga á því að spila
fótbolta og er mun launahærri
en allir bankastjórar Íslands.
NORDIC PHOTOS