Fréttablaðið - 05.06.2007, Síða 47
[Hlutabréf]
Føroya Banki er einn stærsti banki Færeyja með 44%
markaðshlutdeild í útlánum og 39% hlutdeild á innlána-
markaði. Bankinn er með 20 útibú í Færeyjum og viðskipta-
vinum, jafnt einstaklingum sem fyrirtækjum og stofnunum,
fjölgar óðum. Stöðugt býðst betri þjónusta, fagmennska
og sérþekking á ýmsum sviðum starfseminnar.
Að bankanum standa reyndir stjórnendur og stefnan er sú að
Føroya Banki verði leiðandi í fjármálastarfsemi í Færeyjum
og geti boðið valda fjármálaþjónustu á alþjóðlegum vettvangi.
Á árinu 2006 var hagnaður Føroya banka fyrir afskriftir
útlána og skatta 125 milljónir danskra króna, lánastarfsemi
jókst um 33% og var 5,4 milljarðar danskra króna. Hagnaður-
inn hélt áfram að aukast á fyrsta ársfjórðungi ársins 2007 og
nam fyrir afskriftir útlána og skatta 49 milljónum danskra
króna. Bankinn áætlar að hagnaður fyrir afskriftir útlána og
skatta á árinu 2007 verði alls um 145–165 milljónir króna.
Helstu markmið bankans eru 10% samfelldur meðalvöxtur
á ári hvað varðar hreinar vaxtatekjur og þóknanir og 12%
langtímahagnaður eftir skatta af hlutafjáreign.
Føroya Banki er nú í eigu færeysku landsstjórnarinnar
í gegnum sérstakan sjóð frá 1992 sem kallast Fíggingar-
grunnurin eða Financing Fund of 1992.
Landsstjórn Færeyja hefur ákveðið að einkavæða bankann og
allt að 66% af hlutafé hans er nú til sölu. Sótt hefur verið um
skráningu hlutabréfa Føroya Banki í Kauphöll Íslands (ICEX)
og hjá Copenhagen Stock Exchange (CSE) í Danmörku.
Heildarfjöldi útgefinna hluta er 10.000.000, hver hlutur er 20
danskar krónur að nafnverði, og eru 6.000.000 hlutir boðnir
til sölu í útboðinu. Að auki er heimild til umframúthlutunar
600.000 hluta. Áætlað er að verð liggi á bilinu 162 og 189
danskar krónur á hlut, verð ákvarðast með áskriftarverð-
lagningu (e. book-building).
Tímabil útboðs stendur yfir frá og með 11. júní 2007 og er
reiknað með að því ljúki 19. júní. Útboðinu lýkur í fyrsta lagi
13. júní 2007 kl. 15.00 að íslenskum tíma. Hægt er að loka
fyrir áskriftir að andvirði 2.000.000 danskra króna og minna
í almennum hluta útboðsins óháð öðrum hluta útboðsins.
Skráning á ICEX og CSE undir auðkenninu FO-BANK er
fyrirhuguð 21. júní 2007.
Hægt er að nálgast lýsingu á slóðunum www.landsbanki.is,
www.handelsbanken.dk eða á vefsetri Føroya Banka
www.foroya.fo frá 4. júní 2007 og þar til útboðstímabili
lýkur. Hægt er að óska eftir prentútgáfu af lýsingu í útibúum
Landsbankans. Fjárfestar sem hafa áhuga á að leggja fram til-
boð þurfa að fylla út rafrænt eyðublað á www.landsbanki.is.
Þórshöfn 5. júní 2007
R
E
P
R
O
Z
FØROYA BANKI · Húsagøta 3 · P.O. Box 3048 · FO-110 Þórshöfn · Færeyjum
Sími +298 330 330 · Fax +298 330 001 · Netfang info@foroya.fo · www.foroya.fo
Hlutabréf til sölu
í ört vaxandi banka
Gengi bréfa í kauphöllinni í
Sjanghæ í Kína lækkaði um
tæp 8,3 prósent við lokun
markaðar í gær vegna ótta
fjárfesta um að Kínastjórn
hafi í bígerð að hækka fjár-
magnstekjuskatt til að draga
úr veltu á hlutabréfamark-
aði. Margir losuðu sig við
bréf sín vegna þessa. Áhrif-
anna gætti á helstu mörk-
uðum í Bandaríkjunum og í
Evrópu.
Gengi hlutabréfa í Kína
hefur þrefaldast í verði síðan í janúar í fyrra,
þar af tvöfaldast frá áramótum. Er þar um
að kenna mikilli eftispurn eftir kínversk-
um hlutabréfum á innanlandsmarkaði. Varað
hefur við því að bóla sé að myndast á kínverska
markaðnum sem geti
sprungið fyrirvaralaust
með alvarlegum afleið-
ingum.
Kínastjórn brást
við með því að þre-
falda stimpilgjöld til
að draga úr viðskiptum
með hlutabréf í síðustu
viku. Afleiðingarnar
urðu þær að gengi
bréfa lækkaði um sex
prósent. Fréttaveitan
Bloomberg hefur eftir
greinanda hjá belgíska bankanum Fortis
að fjárfestar séu uggandi um þróun mála.
Verði leiðrétting á kínverskum hlutabréfa-
markaði geti það haft alvarlegar afleiðingar
í för með sér, að hans sögn.
Snörp lækkun í Kína
Landstjórn Færeyja hefur ákveðið að einkavæða Før-
oya Banka, stærsta banka Færeyja. Frá og með hinum
11. júní verða 66 prósent hlutabréfa hans til sölu. Er
áætlað að útboðinu ljúki hinn 19. júní en í fyrsta lagi
hinn 13. júní klukkan 15 að íslenskum tíma.
Heildarfjöldi útgefinna hluta er tíu milljónir og er
hver þeirra tuttugu danskar krónur að nafnvirði. Í út-
boðinu eru í boði sex milljónir hluta. Að auki er heim-
ild til umframúthlutunar 600 þúsund hluta. Er áætl-
að að verð hlutanna muni liggja á bilinu 162 til 189
danskra króna.
Hlutabréf bankans verða skráð í Kauphöll Íslands
og í kauphöllinni í Kaupmannahöfn. Íslenska kaup-
höllin verður aðalskráningarstaður bréfanna. Áætlað
er að viðskipti með bréf í bankanum hefjist í kaup-
höllunum í kringum 21. júní.
Janus Petersen, forstjóri Føroya Banka, segir
mikils áhuga hafa gætt á einkavæðingarferli bank-
ans, ekki síst meðal íslenskra fjárfesta. Hann seg-
ist eiga von á að færeyskur almenningur taki þátt í
útboðinu og hvetur íslenskan almenning til að gera
slíkt hið sama.
Hvetur Íslendinga að kaupa
Baugur Group hefur enn í hyggju
að leggja fram yfirtökutilboð í
Mosaic Fashions í nafni Newco,
nýstofnaðs dótturfélags. Stjórn
Mosaic greindi frá því í gær að
hún hefði fengið staðfestingu
frá Baugi þess efnis og viðræður
væru í gangi á milli hennar og
fulltrúa Baugs.
Um mánuður er liðinn síðan til-
kynnt var að viðræður ættu sér
stað um að Baugur og fleiri fjár-
festar legðu fram formlegt tilboð
í Mosaic upp á 17,5 krónur á hlut.
Miðað við það er virði Mosaic um
51 milljarður króna.
Síðasta viðskiptagengi Mosaic,
sem er móðurfélag nokkurra
tískuverslanakeðja, var 16,8 sem
er um fjórum prósentum undir
væntanlegu tilboðsverði.
Yfirtaka enn
á döfinni
Spölur, rekstrarfélag Hvalfjarðar-
ganga, skilaði hagnaði upp á 89
milljónir króna á fyrri helmingi
síðasta rekstrarárs, sem stóð frá
1. október í fyrra til 31. mars í ár.
Þetta er talsvert betri afkoma en
í fyrra þegar félagið skilaði tapi
upp á 83 milljónir króna.
Sjö prósentum fleiri ökutæki
fóru um Hvalfjarðargöng á tíma-
bilinu en í fyrra. Þau voru 790
þúsund talsins nú og tók Spölur
inn 399 milljóna króna veggjald
á tímabilinu, sautján milljónum
meira en fyrir ári.
Gylfi Þórðarson, framkvæmda-
stjóri Spalar, segir í tilkynningu
afkomuna í takt við áætlanir.
Afkoman í
takt við spár
Bandaríska lyfjafyrirtækið Mylan
Laboratories skilaði tapi upp á 71,3
milljónir Bandaríkjadala, jafn-
virði rúmra 4,4 milljarða króna,
á fyrsta fjórðungi ársins. Þetta er
nokkur viðsnúningur í rekstri fé-
lagsins frá sama tíma í fyrra en þá
nam hagnaðurinn 57,6 milljónum
dala.
Mylan hefur staðið í miklum
fyrirtækjakaupum það sem af er
ári og hafði meðal annars betur
í baráttunni um kaup á sam-
heitalyfjahluta þýska lyfjarisans
Merck um miðjan mánuðinn.
Greiðir það 6,7 milljarða dala, 415
milljarða króna, fyrir hlutinn. Atti
fyrirtækið þar kappi við mörg
stórfyrirtæki í lyfjageiranum, þar
á meðal Actavis.
Helsta ástæðan fyrir taprekstri
Mylan eru kaup á indverska lyfja-
fyrirtækinu Matrix Labs á fjórð-
ungnum og afskriftir eigna upp á
147 milljónir dala, rúman 9,1 millj-
arð króna.
Tap hjá Mylan Lab
Nýskráningum bíla á fyrsta fjórð-
ungi ársins fækkaði frá í fyrra.
Sé litið til fyrstu fjögurra mánaða
ársins er fjöldinn hins vegar svip-
aður en nýskráningar jukust um
66 prósent í maí.
Greiningardeild Landsbankans
segir þetta árstíðabundna aukn-
ingu auk þess sem reikna megi
með því að gengishækkun hafi
töluverð áhrif. Til samanburð-
ar dró úr nýskráningum þegar
gengið lækkaði í fyrra.
Deildin bendir á að styrking
ætti að leiða til verðlækkanna á
bílum. Það hafi hins vegar ekki
sést í verðskrám bílaumboðanna.
Á móti séu tilboð orðin áberandi.
Nýskráning-
um fækkar