Fréttablaðið - 11.06.2007, Page 2

Fréttablaðið - 11.06.2007, Page 2
Farley Mowat, skip nátúruverndarsamtakanna Sea Shepherd, er væntanlegt á Íslandsmið síðla í júlí, segir Paul Watson, forseti og stofnandi Sea Shepherd. Skipið hefur verið á siglingu frá Ástralíu síðan um miðjan maí, en þegar það lagði úr höfn sagði Watson það væntanlegt til Íslands um miðjan júní. Markmiðið með komu skipsins hingað til lands er að stöðva hvalveiðar Íslendinga. „Ég mun fara um borð í lok júní, og við reiknum með að vera komin á íslenskt hafsvæði síðla í júlí ef ekkert óvænt kemur upp á,“ segir Watson. Á Íslandsmið- um seint í júlí Sigurður, heitir þetta ekki að berjast til sigurs? George W. Bush var fagnað sem hetju í fyrstu heimsókn Bandaríkjaforseta til Albaníu í gær. Í Tirana sagði hann að það gengi ekki að ræða út í það óendanlega um sjálfstæði Kosovo-héraðs, sem enn tilheyrir formlega Serbíu en hinn albanski meirihluti íbúanna vill að fái sjálfstæði sem fyrst. „Á einhverjum tímapunkti – frekar fyrr en síðar – verður að segja: „Hingað og ekki lengra. Kosovo er sjálfstætt“ og það er sú afstaða sem við höfum tekið,“ sagði Bush á blaðamannafundi með albanska forsætisráð- herranum Sali Berisha. Kall Bush eftir sjálfstæði Kosovo var beint að ráðamönnum í Rússlandi og öðrum löndum sem eru andsnúin áformum um aðskilnað Kosovo frá Serbíu. Um viðleitni Albaníustjórnar til að fá inngöngu í Atlantshafsbandalagið sagði Bush að frekari pólitískar og hernaðarlegar umbætur væru nauðsynlegar áður en hún gæti komið til greina. Leiðtogar Albaníu sögðust hafa skilning á því. „Við erum ákveðnir í að taka hverja þá ákvörðun, setja hver þau lög, grípa til hverra þeirra umbóta sem myndu gera Albaníu tæka í bandalagið,“ sagði Berisha. Bush sat einnig hádegisverðarfund með forsætisráðherrum Albaníu, Makedóníu og Króatíu, en Króatar vonast til að fá inngöngu í NATO á næsta ári. Að lokinni Albaníuheimsókninni flaug Bush til Sofíu, höfuðborgar Búlgaríu, sem er síðasti viðkomustaður hans í Evrópu eftir G-8- fundinn í Þýskalandi, en í ferðinni heimsótti hann sex lönd á átta dögum. Gangan á tinda í fimm landshlutum til styrktar Sjónarhóli hafði gengið vel en ekki þrauta- laust þegar Fréttablaðið hafði sam- band við gönguhópinn í gærkvöldi. Gangan á Snæfell gerði að verkum að hópurinn var fjórum tímum á eftir áætlun. „Bíllinn okkar festist og komst ekki alla leið upp að Snæfellsskála þannig að við urðum að labba að fjallinu og komum að því úr rangri átt. Við fórum upp á það á röngum stað og gengum upp 1.500 metra. Þar komum við að hamravegg og vorum þá gjörsamlega úrvinda. Það munaði engu að við legðum upp laupana en létum okkur hafa það að ganga alla leið niður að fjallsrótum til að komast framhjá skriðjökli. Svo aftur upp á fjallið til að klára þetta,“ segir Leifur Dam Leifsson, einn leiðangursmanna. Von var á hópnum til byggða í nótt eftir göngu á síðasta fjallið, Heklu. Leifur sagði að allir væru stjarfir af þreytu, mjög ringlaðir og tímaskynið ruglað. „Gangan á Snæfellið átti að vera fjórir tímar en varð átta og hálfur tími. Við vissum að Kerling yrði erfið en okkur óraði ekki fyrir erfiðleikunum sem við lentum í á Snæfelli. Snæfell er nefnilega mjög auðvelt fjall en það var djúp- ur snjór. Þetta var eins hræðilegt og hægt var að hugsa sér.“ Svefnlausir og alveg úrvinda Maður sem grunað- ur er um að hafa reynt að nauðga konu í Traðarkotssundi á laugar- dagsmorgun er enn ófundinn. Í fréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi kom fram að vitni hefðu verið að árásinni en þau ekki séð ástæðu til að koma konunni til hjálpar. Maðurinn er sagður um þrítugt, á bilinu 185-190 sentímetrar á hæð, með stutt, mjög dökkt eða svart hár og svarta skeggbrodda eða skegg. Hann er grannur og var klæddur í rauða eða vínrauða peysu eða jakka og svartar buxur. Þeir sem hafa upplýsingar um hann eru beðnir að láta lögreglu vita í síma 444-1100. Maðurinn enn ófundinn Kjúklingar sem mannafæða bárust til Ameríku frá Pólýnesíu í Kyrrahafi, en ekki frá Evrópu. Þessi uppgötvun, sem byggist á fundi kjúkl- ingabeina í fornleifaupp- greftri í Chile, rennir stoðum undir kenn- ingu norska ævintýramannsins Thors Heyerdahl um að siglingar hafi tíðkast yfir Kyrrahafið til forna. Rannsóknir hafa sýnt að kjúklingabein sem fundust í uppgreftri við strönd Chile séu af kjúklingum sem lifðu á árabilinu 1304-1424. Rannsókn á erfðaefninu í beinunum sýndi auk þess fram á að kjúklingarnir komu upprunalega frá Pólýnesíu. Þetta kemur fram á fréttavef norska blaðsins Aftenposten. Styður kenn- ingu Heyerdahls „Læknarnir hafa sýnt mikinn trassaskap og hent þessum miðum. Án miðanna ger- ist ekki neitt, því þeir eru sönnun- argagnið,“ segir Sigrún Sigurðar- dóttir, forsvarsmaður Vonar. Von er hópur kvenna sem eiga um sárt að binda eftir að hafa fengið léleg- ar sílikonfyllingar í barm sinn. Hún segir þá íslensku lýtalækna sem framkvæmdu sílikonaðgerðir á konum á árum áður hafa átt að taka límmiða sem fylgdu sílikon- púðunum og setja þá inn í lækna- skýrslur kvennanna. Þetta hafi margir þeirra trassað. Miðarnir séu nauðsynlegir til að sanna upp- runa púðanna og þar með sekt fyrirtækis sem seldi gallaðar fyll- ingar. „Þeir virtust ekki taka okkur alvarlega í upphafi og gerðu lítið úr þessu. Sögðu okkur að við fengj- um aldrei greitt og ættum ekkert að sækja,“ segir Sigrún. Hún hafi sjálf gengið í gegnum þetta á sínum tíma og margreynt að finna þessar upplýsingar í kerfinu. „Síðan endaði það með því að ég fór til skrifstofustjóra Ríkisspítal- anna og þá fékk ég númerin, þannig að einhvers staðar voru þau til.“ Sigrún segist vona að lýtalæknarnir verði samvinnuþýð- ari í framtíðinni. „Þetta er mjög viðkvæmt fyrir margar konur. Sumar þeirra eru öryrkjar og það er talið mega rekja til sílikons- ins.“ Fyrirtækið sem framleiddi púð- ana hét Dow Corporation. Það hætti rekstri árið 1995 eftir mála- rekstur bandarískra kvenna og var stofnaður sjóður til að greiða konum bætur. Í sjóðnum eru nú 400 milljónir dollara. Konur eiga rétt á misháum upphæðum. Ein milljón króna fæst ef sýnt er fram á að púðinn hafi rifnað. Mun meira fæst þó ef hægt er að sýna fram á að viðkomandi hafi orðið fyrir skaða af sílikonpúða frá Dow Corporation. Sigrún er bjartsýn á að íslensk- ar konur hafi sigur í málinu. Allt að 65 konur hafa lagt fram kröfu í sjóðinn og verður lögfræðingur á vegum sjóðsins með fund í Reykja- vík á morgun. Ekki náðist í landlækni vegna fréttarinnar. Sakar lýtalækna um trassaskap í starfi Konur sem fengu sílikonpúða frá Dow Corporation fyrir árið 1992 gætu átt rétt á skaðabótum, því púðarnir voru lélegir. Íslenskir lýtalæknar eru sagðir hafa trassað skjalavörslu og verið ósamvinnuþýðir við konurnar. Sumar eru öryrkjar. Ungur maður er í haldi lögreglunnar á höfuðborg- arsvæðinu eftir að hún hafði veitt honum eftirför frá Mos- fellsbæ inn í Hvalfjarðarbotn á ofsahraða. Lögreglan ætlaði að stöðva manninn fyrir of hraðan akstur en í stað þess að nema staðar jók maðurinn hraðann. Þurfti lögreglan að lokum að aka utan í bíl mannsins til þess að stöðva hann. Mildi þykir að engin slys hafi orðið á fólki þar sem maðurinn ók á upp undir 200 kílómetra hraða þegar hann fór hraðast. Maðurinn var í annarlegu ástandi og er talið að hann hafi verið undir áhrifum lyfja. Var í annarlegu ástandi og á ofsahraða

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.