Fréttablaðið - 11.06.2007, Síða 13

Fréttablaðið - 11.06.2007, Síða 13
Ný tækni við gegnumlýsingu greinir lífræn efni mun betur en sú sígilda, sem greinir helst raftæki og málma. John Hooper, aðstoðarfram- kvæmdastjóri Strategic Alliances, heimsótti Ísland á dögunum og kynnti þessa tækni fyrir lögreglu og tollgæslumönnum. Uppgang tækninnar má meðal annars rekja til aukinna krafna um að farangur, gámar og sendingar séu gegnumlýst áður en þau komi að ströndum landsins. Uffe Ynill, umboðsaðili tækj- anna í Danmörku, segir merkjan- legan mun á afstöðu þeirra sem með öryggismál fara og tímaspurs- mál hvenær tækin verði gerð að staðalbúnaði í Evrópu. Greinir lífræn efni mun betur 50 ára afmæli AFS á Íslandi verður haldið hátíðlegt laugardaginn 16. júní næstkomandi á hótel rskriftina “ Sá einn veit er víða ratar”, hefst kl. 14:00. Meðal ræðumanna og gesta er forseti Íslands hr. Ólafur Ragnar Grímsson, Francisco Tachi Casal forseti alþjóðasamtaka AFS, Rudolf Schuster fyrrum forseti Slóvakíu og friðarleiðtogi og Madeleine Ströje Wilk- ens sendiherra Svía á Íslandi. Um kvöldið er hátíðarkvöldverður sem hefst kl. 19:30 og dansleikur þar á eftir. Hljómsveitin Stjórnin mun leika fyrir dansi. Hátiðarkvöldverðurinn er öllum opinn en miðaverð er 4000 kr. fyrir 25 ára og eldri en 2500 kr. fyrir yngri. Miðar eru seldir á skrifstofu AFS á Íslandi. Nánari upplýsingar um nna á www.afs.is eða á skrifstofu AFS á Íslandi í síma: 5525450 Sendiráð Íslands í London, Landssamband íslenskra útvegsmanna (LÍÚ) og helstu sölufyrirtæki íslenskra sjávar- afurða stóðu í vikunni fyrir fundi með fulltrúum allra helstu fiskkaupenda og smásöluaðila í Bretlandi. Á fundinum var aðallega fjallað um íslenska fiskveiðistjórnun, ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar- innar og umhverfismerkingar sjávarafurða. Markmið fundarins var að skapa samstarfsvettvang þar sem framleiðendur á Íslandi og kaupendur í Bretlandi gætu skipst á upplýsingum og skoðun- um. Einar K. Guðfinnsson sjávarútvegsráðherra sótti fundinn.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.